Fréttablaðið - 30.12.2010, Síða 55

Fréttablaðið - 30.12.2010, Síða 55
 30. desember 2010 FIMMTUDAGUR40 sport@frettabladid.is 14 DAGAR GUÐJÓN VALUR SIGURÐSSON er eini Íslendingurinn sem hefur náð því að verða markakóngur HM en Guðjón Valur skoraði 66 mörk í 10 leikjum á HM í Þýskalandi 2007. Valdimar Grímsson og Ólafur Stefánsson náðu báðir 3. sætinu, Valdimar á HM 1997 og Ólafur á HM 2003. Gunnlaugur Hjálmarsson varð fjórði markahæsti maðurinn á HM 1961. Lausir tímar í Íþróttamiðstöðinni Kórnum Frá áramótum eru lausir tímar til útleigu í þessu glæsilega húsi Upplýsingar á netfanginu: korinn@simnet.is og í síma 517-1187 Um er að ræða tíma í fótboltahúsi og íþróttahúsi. Upplagðir tímar fyrir lið, vinnustaði og vinahópa. Ert þú á leiðinni til Abu Dhabi? Fótboltamót áhugamanna, Vodafone Cup, verður haldið 7.-8. jan. í Fífunni. Sigurliðið vinnur ferð til Abu Dhabi og VIP miða á verðlaunahátíð Laureus samtakanna. Skráning og nánari upplýsingar um mótið eru á vodafone.is Enska úrvalsdeildin Chelsea - Bolton 1-0 1-0 Florent Malouda (61.) Wigan - Arsenal 2-2 1-0 Watson, víti (18.), 1-1 Arshavin (39.), 1-2 Bendtner (44.), 2-2 Squillaci, sjálfsmark (81.). Liverpool - Wolves 0-1 0-1 Stephen Ward (56.) STAÐAN Man. United 18 10 8 0 39-17 38 Man. City 20 11 5 4 32-16 38 Arsenal 19 11 3 5 39-22 36 Chelsea 19 10 4 5 33-15 34 Tottenham 19 9 6 4 29-23 33 Bolton 20 7 8 5 32-26 29 Sunderland 20 6 9 5 21-22 27 Blackpool 17 7 4 6 26-29 25 Blackburn 20 7 4 9 26-31 25 Stoke City 19 7 3 9 23-24 24 Everton 19 4 10 5 21-22 22 Liverpool 18 6 4 8 21-23 22 Newcastle 19 6 4 9 28-31 22 West Brom 19 6 4 9 25-34 22 Aston Villa 19 5 5 9 20-34 20 Wigan 19 4 8 7 17-31 20 Birmingham 18 3 10 5 18-21 19 Fulham 19 3 10 6 19-23 19 Wolves 19 5 3 11 20-32 18 West Ham 20 3 8 9 20-33 17 Skoska úrvalsdeildin St. Mirren - Hearts 0-2 Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leikinn með H. Sænska úrvalsdeildin Södertälje - Sundsvall 80-92 Hlynur Bæringsson 24 stig, 7 frák., 7 stoðs. Jakob Sigurðarson 16 stig, 5 frák., 3 stoðs. Þýska úrvalsdeildin Göppingen - Rhein-Neckar Löwen 35-31 Ólafur Stefánsson 3, Guðjón Valur Sigurðsson 2, Róbert Gunnarsson 1. Guðmundur Guðmunds- son er þjálfari Rhein-Neckar Löwen. Lübbecke - Füchse Berlin 22-27 Þórir Ólafsson 7 – Alexander Petersson 4. Dagur Sigurðsson er þjálfari Füchse Berlin. Kiel - Rheinland 33-23 Aron Pálmarsson 1 – Sigurbergur Sveinsson 6, Árni Þór Sigtryggsson 5. Alfreð Gíslason er þjálfari Kiel. Hannover-Burgdorf - Melsungen 30-35 Hannes Jón Jónsson 4, Vignir Svavarsson 4, Ásgeir Örn Hallgrímsson 0. Aron Kristjánsson er þjálfari Hannover-Burgdorf. Wetzlar - Grosswallstadt 24-18 Kári Kristján Kristjánsson 1 – Sverre Jakobsson 0. Balingen - Gummersbach 29-28 Lemgo - Friesenheim 31-26 Magdeburg - Flensburg 34-29 STAÐAN Hamburg 19 18 0 1 615-499 36 Füchse Berlin 19 16 1 2 540-479 33 Kiel 19 15 1 3 616-475 31 RN Löwen 19 13 2 4 604-549 28 Göppingen 19 13 2 4 534-494 28 Flensburg 19 12 0 7 586-525 24 Magdeburg 19 10 2 7 552-516 22 Lemgo 19 8 4 7 533-511 20 Gummersb. 19 9 2 8 559-545 20 Grosswallst. 19 8 2 9 498-516 18 Wetzlar 19 6 1 12 464-531 13 Balingen 19 5 3 11 520-589 13 Lübbecke 19 5 2 12 524-546 12 Melsungen 19 5 2 12 501-560 12 H-Burgdorf 19 4 1 14 498-569 9 Friesenheim 19 3 3 13 512-588 9 Ahlen-Hamm 19 3 2 14 516-582 8 Rheinland 19 3 0 16 458-556 6 ÚRSLIT HANDBOLTI Füchse Berlin fagnaði í gær enn einum sigrinum í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta en í þetta sinn hafði liðið betur gegn Lübbecke, 27-22. Lübbecke hafði frumkvæðið framan af í síðari hálfleik og var með þriggja marka forystu, 18- 15, þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Þá tók Austurríkis- maðurinn Konrad Wilczynski til sinna mála og jafnaði metin fyrir Füchse Berlin með þremur mörk- um á tveimur mínútum. Læri- sveinar Dags Sigurðssonar tóku öll völd í leiknum eftir þetta og unnu öruggan sigur. Gengi „refanna“ frá Berlín hefur verið með ólíkindum í haust en liðið hefur komið öllum á óvart með því að vera fyrir ofan lið eins og Kiel og Rhein-Neckar Löwen. Aðeins Hamburg hefur staðið sig betur en liðið er á toppnum með þriggja stiga forystu á Berlínar- liðið. Kiel er svo í þriðja sætinu, einu stigi á eftir Füchse Berlin, eftir öruggan sigur á Rheinland á heimavelli í gær, 33-23. Aron Pálmarsson, sem skrifaði undir nýjan samning við Kiel í gær, skoraði eitt mark í leikn- um. Íslending- unum í Rheinland líður greinilega vel í leikjum gegn Kiel en Sigurbergur Sveinsson skor- aði sex mörk í gær og Árni Þór Sigtryggsson fimm. Rhein-Neckar Löwen, lið Guðmundar Guðmunds sonar landsliðsþjálfara, mátti hins vegar þola sárt tap fyrir grönnum sínum í Göppingen í gær, 35-31. Slæmur fyrri hálfleik- ur varð liðinu fyrst og fremst að falli en Löwen er nú átta stigum á eftir toppliði Hamburg í deildinni og verður að teljast afar ólíklegt að liðið eigi möguleika á að blanda sér í titilbaráttuna af einhverri alvöru þegar deildin hefst eftir að HM í Svíþjóð lýkur. Þýska úrvalsdeild- in er nú komin í frí þar til HM lýkur en aðeins eru tvær vikur þar til heims- meistarakeppnin hefst. - esá Þýska úrvalsdeildin í handbolta komin í vetrarfrí en átta leikir fóru fram í gær: Refirnir frá Berlín sigruðu enn DAGUR SIGURSÆLL Füchse Berlin, lið Dags Sig- urðssonar, er í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/DIENER FÓTBOLTI Einu versta ári í sögu Liverpool lauk í gær með 1-0 tapi fyrir botnliði ensku úrvals- deildarinnar, Wolves, á Anfield. Mikið hefur gengið á þetta árið. Rafael Benitez var rekinn í vor eftir slæmt gengi á síðasta tíma- bili og í haust var skipt um eigend- ur eftir langt og strangt ferli sem mikið var fjallað um í fjölmiðlum. Roy Hodgson tók við liðinu í sumar og fögnuðu margir því að gamalgróinn enskur stjóri sem hafði náð svo góðum árangri með Fulham væri nú kominn í brúna. Ef mið er tekinn af leiknum í gær virðist Hodgson hins vegar ekki vera á réttri leið með liðið. Steven Gerrard var aftur í byrj- unarliði Liverpool eftir sex vikna fjarveru vegna meiðsla og Fern- ando Torres lék allan leikinn. Það dugði einfaldlega ekki til í gær. Liverpool lýkur árinu í tólfta sæti ensku úrvalsdeildarinnar en liðið hefur tapað fjórum af síð- ustu sex leikjum sínum. Wolves náði með sigrinum að lyfta sér úr botnsætinu og í það nítjánda. Arsenal missti af tækifæri til að fara upp að hlið toppliðanna í deild- inni er liðið gerði 2-2 jafntefli við Wigan á útivelli. Arsenal er tveim- ur stigum á eftir Manchester-lið- unum United og City. Chelsea endurheimti fjórða sæti deildarinnar með 1-0 sigri á Bolton. Grétar Rafn Steinsson lék ekki með síðarnefnda liðinu vegna meiðsla. eirikur@frettabladid.is Slæmur endir á skelfilegu ári Liverpool lauk í gær einu versta ári í sögu félagsins á því að tapa fyrir botnliði ensku úrvalsdeildarinn- ar á heimavelli. Roy Hodgson virðist kominn í þrot. KOMIÐ AÐ LEIÐARLOKUM? Roy Hodgson virtist algerlega ráðþrota á hliðarlínunni á Anfield í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.