Fréttablaðið - 30.12.2010, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 30.12.2010, Blaðsíða 57
42 30. desember 2010 FIMMTUDAGUR FÓTBOLTI Sky-fréttastofan greindi frá því í gær að Liverpool ætlaði að gera aðra tilraun við Carlton Cole, framherja West Ham. Liverpool reyndi að kaupa Cole síðasta sumar en hafði ekki erindi sem erfiði. Cole hefur átt erfitt uppdráttar í vetur og aðeins skor- að fimm mörk í öllum keppnum. Þó svo að Avram Grant, stjóri West Ham, vilji alls ekki selja Cole eru eigendur félagsins taldir vera opnir fyrir því að hlusta á tilboð á bilinu sjö til níu milljónir punda. Hodgson, stjóri Liverpool, seg- ist þurfa að styrkja framlínuna hjá sér en hann leitar að réttum félaga með Fernando Torres. Hodgson reynir nú að fá hina nýju eigend- ur félagsins með sér í lið svo hann geti eytt almennilega í janúar en Liverpool er einnig sagt hafa áhuga á Ola Toivonen hjá PSV. - hbg Liverpool ætlar að versla í janúarglugganum: Hodgson ekki búinn að gefast upp á Cole EKKI NÓGU HEITUR Cole átti fínan leik á annan í jólum en hefur þess utan ekki spilað nógu vel í vetur. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES HANDBOLTI „Þetta var sjöundi úrslitaleikurinn og það er því búin að vera löng bið eftir gullinu,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. Hann var þá að pakka niður og undirbúa Íslandsför en fram undan er undirbúningur íslenska landsliðsins fyrir HM í Svíþjóð. Snorri Steinn skoraði þrjú mörk og stýrði leik AG Kaupmanna- hafnar í 26-20 sigri á Århus Hånd- bold í úrslitaleiknum sem fram fór í Árósum. Með liðinu spilar einnig Arnór Atlason sem skor- aði þrjú mörk í úrslitaleiknum en þeir verða líka báðir í stóru hlut- verki með íslenska landsliðinu á HM í Svíþjóð. „Þetta var fjórði bikarúrslita- leikurinn minn í röð, ég spilaði tvo með GOG og svo með Rhein- Neckar Löwen í fyrra. það var því að sjálfsögðu ánægjulegt að klára þetta loksins. Það var komið yfirdrifið nóg af silfri og það var allt í lagi að prófa þetta aðeins. Það er búið að taka sinn tíma að vinna sinn fyrsta titil,“ segir Snorri Steinn sem fékk einn- ig silfur með Val í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn 2002, tapaði úrslitaleiknum um ólympíu- gullið með íslenska landsliðinu 2008 og með danska liðinu GOG Svendborg í úrslitaleik um danska meistaratitilinn vorið 2008. „Ég missti mig nú ekkert í leikslok og felldi engin tár en til- finningin var góð og þetta var skemmtilegt. Þetta er búið að vera markmiðið hjá liðinu og nán- ast krafa um að vinna þetta. Það er því gott að vera búinn að klára þetta því þetta tekur aðeins press- una af liðinu,“ segir Snorri. Daginn áður stefndi þó í það að AG fengi ekki tækifæri til þess að spila úrslitaleikinn. Liðið var fjór- um mörkum undir á móti Skjern þegar lítið var eftir en tókst að tryggja sér framlengingu þar sem liðið vann síðan eins marks sigur. „Það munaði ótrúlega litlu að við töpuðum í undanúrslitaleikn- um því við spiluðum alveg hræði- legan leik. Við vorum heldur ekki að spila neitt frábærlega í úrslita- leiknum en undanúrslitaleikurinn var klárlega okkar lélegasti leikur í vetur,“ segir Snorri. Hann segir það mikinn styrk hjá liðinu að geta komið til baka og unnið leik sem liðið spili svo illa í. „Við vorum undir allan leikinn og þeir voru nánast með unninn leik í hönd- unum. Það var sterkt að snúa því við og vinna leikinn. Eftir að við náðum þessu í framlengingu þá fannst manni þetta aldrei vera nein spurning,“ segir Snorri Steinn. „Það hefur skapað okkur falskt öryggi að spila svona marga auð- veldlega leiki. Desember var eig- inlega bara grín því við spiluðum mikinn hluta af leikjum okkar á móti liðum í neðri hlutanum. Þessi lið voru flest engin fyrirstaða,“ segir Snorri en AG hefur unnið 16 Loksins kom gullpeningurinn SNORRI STEINN GUÐJÓNSSON Í leik með Kaupmannahöfn. MYND/HEIMASÍÐA AG Snorri Steinn Guðjónsson vann sinn fyrsta titil á ferlinum þegar hann varð bikarmeistari með liði AG Kaupmannahöfn í gær. „Ég missti mig nú ekkert í leikslok og felldi engin tár en tilfinningin var góð,“ segir Snorri, sem hafði tapað bikarúrslitaleikjum með Rhein-Neckar Löwen og GOG á síðustu þremur tímabilum. af 17 leikjum sínum í deildinni í vetur og er með sjö stiga forskot á toppnum. „Það er markmiðið að bæta fleiri titlum við. Það er mark- miðið og við erum ekkert saddir. Það er búið að ganga frábærlega hérna og við komum mjög ánægðir og stemmdir í landsliðsverkefnið,“ segir Snorri. „Við erum komnir í einhverja af Evrópukeppnunum núna með því að vinna bikarinn en auðvit- að viljum við fara í Meistaradeild- ina,“ segir Snorri og hann er ekk- ert að kvarta yfir því að fá ekki að spila nógu mikið en viðurkenn- ir að liðið tæki fagnandi við meira leikjaálagi. „Það eru nánast of margir leik- menn í liðinu miðað við leikjafjöld- ann. Með svona breiðan hóp hefði verið fínt að vera líka í Evrópu- keppninni til þess að fá fleiri leiki. Það er alltaf þannig í góðum liðum að leikmenn vilja fá að spila meira en þeir gera. Við líðum aðeins fyrir það að vera ekki í Evrópu- keppni því við erum klárlega með breiddina og mannskapinn til þess að vera í þannig keppni. Maður kaupir sig ekki inn í Evrópukeppn- ina og við þurfum að vinna okkur sæti þar,“ segir Snorri en til þess að komast í Meistaradeildina þarf liðið að vinna danska meistara- titilinn í vor. Snorri ætlar að njóta þess að eyða tíma með fjölskyldu og vinum um áramótin. „Það er gott að koma heim. Ég ætla í laugarnar, í smá áramótafótbolta og vera síðan með fjölskyldunni á áramótunum. Svo tekur við þéttur og erfiður pakki en hann verður jafnframt mjög skemmtilegur.“ ooj@frettabladid.is Snorri Steinn og félagar í AG Kaupmannahöfn spila í erma- lausum treyjum sem hafa vakið mikla athygli. Þeir hafa slegið í gegn í Danmörku og seldust upp fyrir jólin. „Þeir settu okkur í þessa ermalausu boli og svo er þetta bara uppselt. Þeir hafa víst aldrei selt svona mikið af treyjum í Danmörku. Ég hélt að hann væri þroskaheftur þegar hann pantaði treyjurnar en þær voru uppseldar fyrir jól,“ segir Snorri í léttum tón en hann var þá að tala um eigandann Jesper Nielsen. „Mér líður vel í þessum búningi. Ég stakk upp á þessu fyrir landsliðið um daginn en það var ekki tekið vel í það. Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir því hjá mönnum og allra síst hjá Gumma (Guðmundi Guðmundssyni lands- liðsþjálfara). Hann sagði að það kæmi ekki til greina að sitt lið spilaði í þessu,“ sagði Snorri. Ermalausu bolirnir eru uppseldir FÓTBOLTI Í fyrrakvöld greindu fréttastofa RÚV og Fótbolti.net frá því að Eiður Smári Guðjohn- sen hefði komist að samkomu- lagi við félag sitt, Stoke City, um að hann færi þegar félagaskipta- glugginn opnar um áramótin. Ekkert hefur náðst í Eið Smára né Arnór Guðjohnsen, umboðs- mann og föður hans, til að fá fréttina staðfesta. Enskir fjöl- miðlar fjölluðu heldur ekkert um málið í gær, eftir því sem Frétta- blaðið komst næst. Hins vegar kom fram 4. desem- ber síðastliðinn að Tony Pulis, stjóri Stoke, ætlaði að halda Eiði Smára. „Við þurfum á öllum okkar mönnum halda þar sem leikbönn og meiðsli munu fljótt hafa sitt að segja,“ sagði Pulis. Eiður hefur ekkert spilað með Stoke síðan í október og hefur aldrei fengið tækifæri í byrjunar- liðinu síðan hann kom frá Món- akó í lok sumars. - esá Vistaskipti í vændum? Ekkert fjallað um Eið Smára EIÐUR SMÁRI Hér í leik gegn Man. Utd hinn 24. október. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Stoke City gekk í gær frá kaupum á Jermaine Pennant sem hefur staðið sig vel hjá félaginu síðan hann kom á lánssamningi frá Real Zaragoza á Spáni. Hann gerði samning til loka tímabils- in 2013. Stoke greiddi 1,7 milljónir punda fyrir hann strax en sú upp- hæð gæti endað í 2,8 milljónum ef hann stendur sig áfram vel. Pennant er 27 ára gamall. - esá Leikmannamál Stoke: Keypti Pennant HANDBOLTI Aron Pálmarsson hefur skrifað undir nýjan samn- ing við Kiel sem bindur hann við félagið til loka tímabilsins 2015. Þetta tilkynntu forráðamenn Kiel í gærkvöldi en Aron kom til félagsins fyrir síðasta tímabil. Hann framlengdi gamla samn- inginn sinn um tvö ár. Aron sagðist ánægður með samninginn. „Nú get ég einbeitt mér að HM með vinum mínum í íslenska landsliðinu og svo aftur að verkefnum Kiel,“ sagði Aron á heimasíðu Kiel. Hann átti frábæru gengi að fagna á sínu fyrsta tímabili hjá Kiel. Hann varð bæði þýskur meistari með liðinu sem og Evr- ópumeistari. - esá Aron Pálmarsson: Hjá Kiel til 2015 ARON PÁLMARSSON Verður hjá Kiel til 2015. NORDICPHOTOS/BONGARTS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.