Fréttablaðið - 30.12.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 30.12.2010, Blaðsíða 30
FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2010 Lúxusnámskeið Nordicaspa er hannað til að koma þér af stað á mjög árangursríkan og einfaldan hátt. Fimm tímar í viku – brennsla og styrkur 3 öflugir brennslutímar 2 styrktartímar í sal Vikulegar mælingar Ítarleg næringarráðgjöf Fyrirlestur – borðaðu til að léttast og auka orkuna Slökun og herðanudd eftir hverja æfingu Takmarkaður fjöldi 6:30, 7:30, 10:00, 16:30 og 18:30 fimm sinnum í viku 1. vika – Orkuhleðsla Í fyrstu vikunni byggir þú upp orku og kemur líkamanum í jafnvægi. 2. vika – Öflug melting – Aukin brennsla Í viku tvö er verið að efla og bæta meltinguna til að þú fáir sem mest út úr holla matnum sem þú ert að borða. 3. vika – Hormóna jafnvægi – Hreinsun Þriðja vikan mun koma jafnvægi á hormónaflæði líkamanns sem mun hafa áhrif á skap þitt, lífsorku og kraft. 4. vika – Ónæmiskerfi eflt – Jafnvægi Í viku fjögur byggjum við upp ónæmiskerfið og hjálpum því að verja líkamann á náttúrulegan hátt. Ný námskeið hefjast 10. janúar Fyrirlestur 8. janúar kl. 12:00 Kr. 34.900 Skráning er hafin í síma 444 5090 eða nordicaspa@nordicaspa.is www.nordicaspa.is Gunnar Már heilsugúrú NORDICASPA fyrir konur og karla 4 vikna Lúxusnámskeið WWW.NORDICASPA.IS Sigríður Guðjohnsen, líkams- ræktar- og jógakennari, heldur 28 daga hreinsunarnámskeið í NordicaSpa þar sem farið er ofan í saumana á mikilvægi hreinsunar líkamans með réttu mataræði og hreyfingu. Stór hluti íslenska jólamatarins inniheldur ýmis óæskileg efni sem líkaminn á erfitt með að vinna úr. Þau safnast því fyrir og valda fólki ýmsum óþægindum og kvillum eftir jólin. Í sumum til- vikum veikist fólk jafnvel og vilja margir tengja tíðni hjartaáfalla og heilablóðfalla við óhófið um jólin. Sigríður Guðjohnsen segir nauðsynlegt að hreinsa líkamann af þessum óæskilegu efnum bæði með sérstöku mataræði og réttri hreyfingu. Hún heldur námskeið- ið 28 daga hreinsun með mataræði og hreyfingu á NordicaSpa þar sem farið er í saumana á þessu. „Markmiðið með námskeið- inu er í raun að hvíla líkamann á öllum fíknivaldandi mat og næra hann rétt til að létta á meltingar- kerfinu og koma betra jafnvægi á líkamsstarfsemina. Það gerum við hreinlega með því að taka út allan sykur, hvítt hveiti, mjólkur- vörur og alla unna kjötvöru, sem er til dæmis uppfull af e-efnum; skiptum því öllu út fyrir hollari, hreinni og betri mat, fullum af næringarefnum,“ segir Sigríður. Samhliða breyttu mataræði er mikil áhersla lögð á vellíðan sem felur í sér reglulega hreyfingu, slökun, teygjur, notkun gufubaða, heitra potta og þurr burstun húðar- innar. „Ég kenni jóga þrisvar í hverri viku og að auki mæta þátt- takendur í tækjasal með sérsniðna styrktaræfingaáætlun undir eftir liti þjálfara,“ segir Sigríður og getur þess að mið sé tekið af ólíkum þörfum hvers og eins. „Við horfum að sjálfsögðu til einstakl- ingsins, metum hvernig hann er kominn á sig líkamlega og eins hvernig mataræði hans er háttað. Sumir eru á kafi í sykri, aðrir í hvítu hveiti og við vinnum út frá því.“ Námskeiðið stendur í fjórar vikur og segir Sigríður við búið að þátttakendur finni á sér mikinn mun, fari þeir eftir settum reglum. „Það er ekki sama fólkið sem labbar út eftir námskeiðið og kom inn, svo mikil er breytingin. Margir lífsstíls tengdir sjúk- dómar, svo sem hár blóðþrýst- ingur, hátt kólesterol og maga- og ristilvandamál, eru mjög matar- tengdir og með þessari hreinsun aukum við getu líkamans til að vinna rétt úr fæðunni og komum fólki af stað í nýjan lífsstíl,“ bendir hún á. Námskeiðið hefst 10. janúar og veitir jafnframt aðgang að tækjasal og fjölbreyttum tímum á stundaskrá NordicaSpa. Rúsín- an í pylsuendanum er heiti pottur- inn þar sem allir fá gott höfuð- og herðanudd eftir hvern tíma. Út með óhollustuna „Orðatiltækið „þú ert það sem þú borðar“ stendur alveg fyrir sínu. Ég geng reyndar lengra og segi: Þú ert það sem þú meltir, því ef meltingin er í ólagi þá skila næringarefni matarins sér ekki út í líkamann,“ segir Sigríður. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Á námskeiðinu kennum við öll helstu grunnsporin í suður-amer- ísku dönsunum samba, cha-cha, rúmbu, mambó, salsa og jive, sem hægt er að dansa einn. Það þarf sem sagt ekkert að draga karl- inn með enda eru margir karlar frekar áhugalitlir um dansnám- skeið og eru fegnastir þegar þeim er lokið. Þeir eru þó að sjálfsögðu velkomnir með!“ segir Eygló Kar- ólína Benediktsdóttir og hlær en hún heldur utan um nýtt latin- fitness námskeið á NordicaSpa. Eygló er margfaldur Íslands- meistari í samkvæmisdönsum og fékk hugmyndina að latin-fitness þegar hún leysti zumba-kennar- ann af eitt sinn. Zumba-fitness byggir einnig á suður-amerísk- um dönsum en meira þó á döns- unum salsa, cumbia, merengue og raggaeton. Í tímanum notaði ég meira minn samkvæmisdansa- grunn og fann að nemendunum fannst þessi spor mjög skemmti- leg. Í kjölfarið ákváðum við Sig- rún framkvæmdastjóri, sem einnig er fyrrverandi keppnis- dansari og zumba-kennari, að búa til sérstakt latin-fitness námskeið. Kennslan bæði í zumba og latin- fitness byggir á mjög einföldum sporum í takt við mjög fjöruga og skemmtilega tónlist sem fólk á öllum aldri getur fylgt,“ segir Eygló. „Auk ánægjunnar af því að dansa kemst fólk klárlega í betra form, enda hörkupúl að dansa í heila klukkustund. Þessu fylgir heilmikil brennsla, aukið þol og heilmikil styrking maga, rass og læra. Ég er sjálf í toppformi eftir að hafa dansað í trilljón ár,“ segir Eygló og ítrekar að námskeiðin byggi á dansrútínu sem auð- velt er að ná og auðveldlega sé hægt að nota á næsta balli þrátt fyrir að kennslan sé ekki byggð á paradansi. „Því ættu allir að geta komið og lært að dansa, hver eftir sinni getu,“ segir hún og tekur fram að næsta námskeið hefjist 10. janúar og standi yfir í fjórar vikur. Kærkomin nýjung fyrir konur Eygló segir latin-fitness vera nýjan valkost fyrir þá sem líki síður við hefð- bundna líkamsrækt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.