Fréttablaðið - 30.12.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 30.12.2010, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 Fimmtudagur skoðun 16 30. desember 2010 FIMMTUDAGUR 1 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Kate Middleton og Vilhjálmur Bretaprins opinberuðu trúlofun sína um miðjan síðasta mánuð og á þeim skamma tíma sem liðinn er frá trúlofuninni hefur Kate orðið að tískufyrirmynd. Konur keppast við að komast yfir sams konar kjól og hún bar við trúlofunina, svo ekki sé nú talað um að fá eins hring á fingur sér. Katrín Atladóttir féll fyrir kjól frá Vivienne Westwood þegar hún leitaði sér að brúðarkjól:Mátaði ekki annan kjól Katrín Atladóttir, forritari hjá CCP, mætir í brúðkaup á nýársdag í sínum eigin brúðarkjól. Hún spurði þó brúðgumann um leyfi. „Vinur minn er að fara að gifta sig og ég spurði sérstaklega hvort honum væri ekki sama þótt ég mætti í brúðarkjólnum mínum. Það var allt í lagi, enda er kjóllinn ekki beint hefðbundinn brúðarkjóll. Ég hlakka mikið til að nota hann aftur,“ segir Katrín en hún gifti sig sjálf í sumar. Hún féll fyrir kjólnum um leið og hún sá hann.„Þetta er Vivienne Westwood kjóll sem ég keypti mér í Kronkron. Þetta er eini kjóllinn sem ég mátaði, ég gekk bara inn í verslunina og sá hann strax, mátaði og borgaði og þar með var brúðarkjólamálið afgreitt. Ég keypti skóna líka í KronKron, en reyndar ekki í sömu ferð.“Katrín segist hafa gaman af því að klæða sig upp þegar rétta tilefnið gefst. Hversdags klæði hún sig í þægilegar flíkur.„Ég er svona „casual chick“ með smá hiphyfirbragði. Nánast öll fö iþSími 58 20% afsláttur af öllum skóm og stígvélum frá Melvin & Hamilton FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2010 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Heilsa veðrið í dag 30. desember 2010 306. tölublað 10. árgangur Fréttablaðið er nú með 187% Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18–49 ára. Könnun Capacent í ágúst til október 2009 og 2010. MORGUNBLAÐIÐ 20 09 29 ,3% 74,7% 26% 20 10 20 09 71 ,4% 20 10 Allt sem þú þarft... FRÉTTABLAÐIÐ meiri lestur en Morgunblaðið. UMHVERFISMÁL Steingrímur Jóns- son, bóndi á Efri-Engidal í Skutuls- firði, óttast að áralöng reykmeng- un frá sorpbrennslustöðinni Funa hafi skaðað heilsu heimilisfólksins á bænum. Hann óttast jafnframt að þurfa að bregða búi vegna eitr- unar í jarðvegi og á annað hundrað ára fjölskyldusögu á jörðinni ljúki þar með. „Við óttumst um okkar heilsu og læknirinn okkar er með þetta á sinni könnu,“ segir Steingrímur. „Við erum búin að drekka þessa menguðu mjólk alla tíð og borða kjöt af okkar skepnum. Svo höfum við andað þessu að okkur en það á auðvitað við um miklu fleiri en okkur. Það eru fyrirtæki nær sorp- brennslustöðinni en við.“ Um miðjan desember greind- ust þrávirk aðskotaefni yfir leyfi- legum mörkum í mjólkursýni frá Efri-Engidal. Jörðin er í um kíló- metra fjarlægð frá sorpbrennslu- stöðinni. Af öryggisástæðum var vinnsla mjólkur á bænum, og dreif- ing afurða sem rekja mátti þangað, stöðvuð að kröfu Matvælastofnun- ar sem fer með málið. „Þetta er mjög alvarlegt, en við verðum að vona það besta,“ segir Steingrímur. „Mér hefur aldrei litist á nágrannann en þótt mig hafi grunað að einhver mengun hlyti að vera í reyknum, sem oft fyllti dalinn, grunaði mig aldrei að þetta væri svona alvarlegt. Það er ómögulegt að vita hversu lengi þessar gufur hafa verið svona eitr- aðar. Ég hef líka áhyggjur af því að þurfa að bregða búi því þung- málmar setjast í jarðveg.“ Á vef Matvælastofnunar segir að efnin sem um ræðir, díoxín og díoxínlík PCB-efni, séu sérstakt áhyggjuefni vegna áhrifa þeirra á umhverfið og heilsu almennings. Þau hafi ekki áhrif á heilsu fólks samstundis, en geti valdið vanda- málum ef þau berist í líkamann í talsverðu magni yfir langt tíma- bil. Þau brotna hægt niður í nátt- úrunni og safnast þar af leiðandi upp í fituvefjum manna og dýra. Steingrímur hefur engar upp- lýsingar um það hvernig honum verður bættur skaðinn ef allt fer á versta veg. Fyrst um sinn greiðir Mjólkursamsalan á Ísafirði honum fyrir þá mjólk sem hann hellir niður. Á bænum eru sautján mjólk- andi kýr og sjötíu kindur. Stein- grímur útilokar ekki að bústofn hans verði felldur, en bíður frek- ari niðurstaðna úr sýnatökum frá útlöndum sem skera úr um hversu alvarleg eitrunin er. svavar@frettabladid.is Óttast um heilsuna vegna sorpbrennslu Bóndinn á Efri-Engidal óttast um framtíð sína og heilsu vegna eitrunar frá sorpbrennslunni Funa á Ísafirði. Efni sem greindust í mjólk á bænum eru talin sérstakt áhyggjuefni vegna áhrifa á umhverfi og heilsu almennings. Katrín Atladóttir Fer í Vivienne Westwood brúðarkjólnum sínum í brúðkaup á nýársdag. allt 1 Aftur í rokkið Friðrik Dór kemur fram með hljómsveitinni Fendrix. fólk 46 NETIÐ Um 265.420 Íslendingar eru skráðir á sam- skiptasíðuna Facebook. Samkvæmt tölum Hagstof- unnar frá 1. desember eru Íslendingar 318.236. Það þýðir að 83% þjóðarinnar hafa skráð sig á Face- book, en hlutfallið er með því hæsta í heiminum. Notendafjöldi Facebook óx gríðarlega hratt á árinu sem er að líða. Í sumar fór fjöldi notenda á heimsvísu yfir 500 milljónir og í dag eru þeir rúm- lega 580 milljónir. Íslenskir notendur voru um 150.000 í fyrra og því er ljóst að algjör sprenging var í fjölda íslenskra notenda á árinu. „Mér finnst þetta vera jákvæð þróun. En eins og með allar breytingar felur hún í sér einhverja aðlögun – tímabundna erfiðleika,“ segir Andrés Jónsson almannatengill, en hann hefur fylgst náið með þróun félagsmiðla á borð við Facebook. Séu þessar tölur bornar saman við Norðurlöndin kemur í ljós að hlutfall íslenskra notenda síðunnar er talsvert hærra en gengur og gerist annars staðar á Norðurlöndunum. Samkvæmt tölum vefsíðunnar Socialbakers.com eru um 53% Norðmanna skráð á síðuna, um 48% Dana og um 45% Svía. Þegar komið er til Finnlands hrynur hlutfallið niður í 35%. - afb / sjá síðu 46 Notkun landsmanna á vinsælasta samskiptavef heims nær ótrúlegum hæðum: 83% Íslendinga á Facebook Gönguhópurinn eitt fjall á viku Nær markmiði sínu á gamlársdag. tímamót 28 NOKKUÐ MILT Suðvestan 5-10 m/s og skýjað en 8-15 og dálítil úrkoma NV-til. Hlýnar í veðri. VEÐUR 4 3 6 1 34 VEÐUR Hitastig verður undir frostmarki um allt land þegar nýja árið gengur í garð á áramót- unum. Veður verður þó víðast hvar bjart þannig að flugeldar ættu að sjást vel. „Það kólnar svolítið á gamlárs- dag þegar snýst í norðanátt. Á móti kemur að það birtir til hér syðra en kann að snjóa aðeins fyrir norðan,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veður stofunni. Hann segir að kalt verði í lofti, frost þegar líða fari á kvöldið en snjór á jörðu verði lítill. - mþl Flugeldar ættu að sjást vel: Kalt og bjart á áramótunum Áttunda tap Liverpool Liverpool tapaði fyrir botnliði ensku úrvalsdeildarinnar á heimavelli í gær. sport 40 LÍFEYRISSJÓÐIR Kristni Erni Jóhannessyni, framkvæmda- stjóra VR, var sagt upp á fundi félagsins í gær- kvöldi. Hann mun gegna for- mannsstöðu VR áfram. Boðað var til fundarins að kröfu Ragnars Þórs Ingólfs- sonar, Bjarka Steingrímsson- ar, Birgis Más Guðmundsson- ar, Guðrúnar Jóhönnu Ólafsdótt- ur og Hildar Mósesdóttur sem vildu ræða málefni formannins. Samkvæmt heimildum Vísis.is var boðað til fundarins með það fyrir augum að bera fram van- trausttillögu á Kristin. Formaður VR sækir umboð sitt til aðalfundar og því er ekki hægt að setja hann af á stjórnarfundi. Stjórn ræður hins vegar fram- kvæmdastjóra. - jab Framkvæmdastjóri VR rekinn: Situr sem fastast sem formaður KRISTINN ÖRN JÓHANNESSON SKÓLAMÁL Ólafur H. Johnson, skólastjóri Menntaskólans Hraðbrautar, segir að pólitísk aðför sé gerð að skólanum. Í ávarpi á vefnum YouTube segir Ólafur að sú staðreynd að skól- inn sé einkarekinn fari mjög fyrir brjóstið á núverandi menntamála- yfirvöldum. Skýrsla menntamála- nefndar um hraðbraut ein- kennist af því að niðurstaðan hafi verið fyrir fram ákveðin. Málsvörn Ólafs lýtur meðal annars að því að ekkert hinna umdeildu mála sem nefnd hafa verið í sambandi við skólann gefi tilefni til að þjónustusamn- ingi sé sagt upp. - þj Skólastjóri ver Hraðbraut: Pólitísk aðför að skólanum ÓLAFUR HAUKUR JOHNSON SUNGIÐ HÁSTÖFUM VIÐ ÁRAMÓT Húsfyllir var á tónleikum Jónsa og hljómsveitar hans í Laugardalshöll í gærkvöldi. Tónleikarnir voru þeir síðustu í heimstúr sem hófst í febrúar en sólóplata Jónsa, Go, kom út í apríl. Hljómsveitin hefur á árinu haldið 99 tónleika í fjórum heimsálfum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.