Fréttablaðið - 30.12.2010, Page 51

Fréttablaðið - 30.12.2010, Page 51
36 30. desember 2010 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is LYNN REDGRAVE Breska leikkonan var 67 ára þegar hún lést 2. maí. Leikkonan hlaut Óskars- verðlaunatilnefningu fyrir leik sinn í kvikmynd- inni Georgy Girl sem kom út árið 1966. BLAKE EDWARDS Þekktastur fyrir að hafa leikstýrt myndunum um Bleika pardusinn og Breakfast at Tiffany‘s. Eftirlif- andi eiginkona hans er leik- konan Julie Andrews. Frægt fólk lifir ekki að eilífu frekar en við hin. Margir þekktir einstaklingar kvöddu á árinu sem er að líða og tók Fréttablaðið saman þá allra helstu. Fræga fólkið sem kvaddi á árinu Breska sjónvarpsstjarnan Ed Westwick rétt náði heim til Eng- lands fyrir jólin eftir að hafa millilent á Íslandi með eftir- minnilegum hætti. Samkvæmt slúðurdálki bandaríska blaðs- ins New York Post eyddi West- wick 48 klukkustundum í flug- höfninni í Keflavík og virtist illa fyrirkallaður. Samkvæmt sjónar- votti í Keflavíkurflugvelli gafst Westwick loks upp og keypti sér vodkaflösku til að sötra á meðan hann beið eftir fluginu til Heathrow. New York Post hefur reyndar ekki dagsetningarnar alveg á hreinu því samkvæmt blaðinu átti Westwick að hafa verið hér á Íslandi skömmu fyrir jól. West- wick hrellti hins vegar íslensk- ar stúlkur helgina fyrir jólin en margar þeirra sögðu farir sínar ekki sléttar eftir samskipti sín við Gossip Girl-leikarann, sumar sögðu hann hafa hrint sér. West- wick söng reyndar Oasis-slag- ara á English Pub, nokkuð í glasi, en við miklar undirtektir við- staddra. - fgg Westwick illa til reika í Keflavík KEYPTI SÉR VODKA New York Post gerir sér mat úr óvæntri Íslandsheimsókn Eds Westwick og segir hann hafa keypt sér vodka í fríhöfninni. Sjónvarpskonan Oprah Winfrey var tekjuhæsta manneskjan í skemmtanabransanum árið 2010 með um 36 milljarða króna í tekj- ur. Í öðru sæti varð Avatar-leik- stjórinn James Cameron með um 24 milljarða. Söngkonan Beyoncé er tekjuhæsti tónlistarmaðurinn á listanum og í níunda sæti yfir heildina. Talið er að hún hafi þénað um tíu milljarða króna á síðustu tólf mánuðum. Þar á stærstan hlut tónleikaferð henn- ar um heiminn þar sem hún spil- aði á yfir hundrað tónleikum. Skammt undan Beyoncé á listan- um voru söngkonurnar Britney Spears og Lady Gaga. Oprah var tekjuhæst OPRAH WINFREY Sjónvarpskonan var tekjuhæst í skemmtanabransanum árið 2010. Mickey Rourke ætlar að leika samkynhneigða ruðningskapp- ann Gareth Thomas frá Wales í nýrri kvikmynd um ævi hans. Rourke segir mikilvægt að saga Thomas komist út til almennings. „Þegar ég hitti Gareth Thomas var þetta það eina sem við töluð- um um,“ sagði Rourke. „Þetta er mjög mikilvægt. Við ætlum að gera mynd um náunga sem spil- ar ruðning og er hommi.“ Ekki er langt síðan Rourke lék fjölbragða- glímukappa í The Wrestler og hlaut fyrir það tilefningu til Ósk- arsverðlauna. Síðast sást hann í litlu hlutverki í testósteróntryll- inum The Expendables. Leikur kappa frá Wales Áramótadjammið er ómiss- andi hjá mörgum skemmt- anaglöðum Íslendingum. En það kostar sitt að skemmta sér á þessu síðasta kvöldi ársins og sumir eiga væntan lega eftir að vakna timbraðir á nýju ári, tölu- vert blankari en þegar þeir skelltu sér út kvöldið áður. Fréttablaðið fór á stúfana og athugaði hvað áramóta- djammið kostar. Það er að sjálfsögðu misjafnt hversu öfgakennt áramótadjammið getur orðið en flestar stelpur fjár- festa í kjól, hvort sem það er fyrir jólin eða áramótin en strákar endur- nýta oftast jakkafötin sem þeir eiga fyrir. Langflestir fá sér í aðra tána og er þá misjafnt hvað fólk fær sér, strákarnir eru kannski meira fyrir bjórinn á meðan stelpurnar fá sér mojito eða annan sambærileg- an drykk. Að taka leigubíl virðist óumflýjanlegt þar sem flestir hafa skálað þegar nýja árið hringir inn, en stórhátíðargjald er á leigubílum á gamlárskvöld og því 35 prósenta hærra gjald en ella. Lauslegir útreikningar Frétta- blaðsins benda til þess að áramóta- djammið geti kostað karlpeninginn eitthvað í kringum fjórtán þúsund krónur. Sambærilegir útreikningar fyrir stelpurnar hljóða hins vegar upp á um þrjátíu þúsund krónur. Áramótadjammið kostar sitt RÁNDÝRT DJAMMKVÖLD FRAM UNDAN Það getur kostað stelpurnar um þrjátíu þúsund krónur að skella sér út á lífið á gamlárs- kvöld. Strákarnir sleppa að öllum líkindum betur en þurfa þó að punga út ófáum þúsundköllunum líka. NORDICPHOTOS/GETTY STELPURNAR Áramótakjóll: 15.000 kr. Freyðivínsflaska: 1.600 kr. Tveir drykkir í bænum: 3.600 kr. Leigubíll í bæinn: 4.000 kr. Tónleikamiði: 2.000 kr. Leigubíll heim: 4.000 kr. Samtals: 30.200 kr. STRÁKARNIR Kippa af bjór: 2.100 kr. Tveir bjórar í bænum: 1.800 kr. Leigubíll í bæinn: 4.000 kr. Tónleikamiði: 2.000 kr. Leigubíll heim: 4.000 kr. Samtals: 13.900 kr. DENNIS HOPPER Lést 29. maí, 74 ára að aldri. Frægastur fyrir hlutverk sín í Easy Rider og Apocalypse Now. LESLIE NIELSEN Gamanleikarinn lést 28. nóvember, 84 ára að aldri. Hann lék í rúmlega 100 grín- myndum á ferlinum. 11 MÁNAÐA ástarsambandi Rihönnu og bandarísku hafnaboltastjörnunnar Matts Kemp er lokið og er söngkonan því komin á markaðinn á nýjan leik. Það ætti að gleðja ansi marga karlmenn því Rihanna er talin ein af þeim allra heitustu í bransanum. K A K A Á R S I N S 2 0 0 9 Þessi er alveg svakaleg! Kveðjum árið með köku ársins. Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.