Fréttablaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 4
4 2. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR ÍRAK, AP Sorg ríkti í samfélagi kristinna í Írak í gær. Hópur vopn- aðra manna hafði kvöldið áður ráðist inn í kvöldmessu í kirkju í Bagdad og tekið kirkjugestina í gíslingu. Íraskar hersveitir réðust síðan inn í kirkjuna, svo úr varð blóðbað sem kostaði 52 manns lífið. Að auki særðust 67. Nánast enginn sem í kirkjunni var slapp ómeiddur. Talið er að þetta sé mannskæð- asta árás á kristna menn í sögu Íraks. Kristnum mönnum hefur fækkað mjög í landinu eftir innrás vestrænna herja árið 2003. Þeir hafa margir flúið til nágranna- landanna. Árásarmennirnir eru sagðir tengjast hryðjuverkasamtökun- um Al Kaída. Atburðir sunnudagsins hófust þegar nokkrir menn, vopnaðir sprengjum, réðust á kauphöllina í Bagdad, sem er til húsa skammt frá kirkjunni. Aðeins fáir særðust í þeirri árás, sem vekur grun um að hún hafi verið gerð til að beina athyglinni frá kirkjunni, sem hafi verið hið raunverulega skotmark árásarinnar. - gb Yfir 50 létust og næstum sjötíu særðust í átökum lögreglu og gíslatökumanna: Blóðbað í kirkju kristinna í Bagdad Rangt nafn birtist með forsíðumynd Fréttablaðsins í gær. Á myndinni með Þór Magnússyni, fyrrverandi þjóðminjaverði, var Dóra Jónsdóttir gullsmiður. LEIÐRÉTTING DILMA ROUSSEFF Fyrsta konan kosin forseti Brasilíu. NORDICPHOTOS/AFP BRASILÍA, AP Dilma Rousseff var kosin forseti Brasilíu á sunnu- dag. Hún er fyrsta konan sem kosin er forseti þar í landi, og tekur hún við af hinum vinsæla Luiz Inacio Lula da Silva, sem ekki gaf kost á sér en studdi Rousseff. Hún er vinstrimanneskja eins og Lula; sat í fangelsi í þrjú ár fyrir þátttöku í baráttu marxista gegn einræðisstjórn landsins á áttunda áratugnum. Mótframbjóðandinn, Jose Serra, tapaði kosningunum með 44 prósentum atkvæða gegn 56 prósentum. - gb Forsetakosningar í Brasilíu: Rousseff tekur við af da Silva LÖGREGLUMÁL Lögregla stöðvaði í fyrrinótt för fimmtán ára pilts sem hafði stolið bíl foreldra sinna og boðið vini sínum í bíltúr. Vart þarf að taka fram að pilturinn hafði ekki öðlast ökuréttindi. Lögregla varð bílsins vör á Kaldárselsvegi við Hafnarfjörð undir morgun og gaf stöðvunar- merki. Pilturinn sinnti því ekki heldur gerði sig líklegan til að stinga af. Lögreglu tókst að stöðva hann eftir skamma eftir för. Foreldrar piltsins voru kvaddir til og sóttu þeir hann. - sh Gerði sig líklegan til að flýja: 15 ára stal bíl foreldra sinna EYÐILEGGING Fyrir utan kirkjuna í Bag- dad. NORDICPHOTOS/AFP Ekki er útlit fyrir að landsdómur komi saman vegna ákæru á hend- ur Geir H. Haarde fyrr en í kring- um áramót. Undirbúningur er nú í gangi, bæði hjá saksóknara Alþingis og á skrifstofum Hæsta- réttar. Ólíklegt er að dómurinn muni koma saman fyrr en þegar sak- sóknari leggur ákæruna fram til þingfestingar fyrir dómnum. Þor- steinn A. Jónsson, skrifstofustjóri Hæstaréttar, býst ekki við að það verði fyrr en á nýju ári. „Það er lítið að frétta og verður lítið þangað til undir áramót, býst ég við,“ segir Sigríður J. Friðjóns- dóttir, saksóknari Alþingis. Sigríður er nú í óða önn að undir- búa vinnu næstu mánaða og var stödd í húsgagnaverslun að velja sér stól fyrir nýju skrifstofuna þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gær. Skrifstofan er í sama húsi og embætti Sér- staks saksóknara við Skúla- götu – þó í öðru, aðskildu rými. „Ég er óþolinmóð að fara að vinna að þessu á fullu og vera ekki að vafstra bara í prakt- ískum málum, en það þarf víst að gera það líka,“ segir Sigríð- ur. Henni hafi þó þegar gefist færi á að glugga í gögn tengd mál- inu. Sigríði til halds og trausts verður Helgi Magnús Gunnars son, varasak- sóknari Alþingis. Hún gerir ráð fyrir að þau verði tvö til að byrja með. „En svo reikna ég með því að fá einn til tvo starfsmenn síðar meir, hugsanlega einn lögfræðing til viðbótar og skrifstofumann.“ Enn á eftir að ákveða hvar réttað verður yfir Geir, en samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins hefur Þjóðmenningarhúsið helst verið til skoðunar. Þorsteinn vill ekkert segja um málið að svo stöddu, né hvaða skil- yrði húsnæðið þarf að uppfylla. Réttar- höldin verða einstök í sögu landsins og varða almenning miklu. Því vaknar sú spurning hvort reynt verði með einhverjum hætti að tryggja aukið aðgengi fólks að því sem fram fer í réttarsalnum. „Það hefur verið rætt óformlega en engar ákvarðanir verið teknar,“ segir Þorsteinn. Sigríður segir það dómsins að ákveða en bendir á að um réttar- höldin gildi almennar reglur um meðferð sakamála. „Þetta er þinghald, ekki sýning. Það kom- ast margir fyrir inni í Þjóðmenn- ingarhúsinu og það má gera ráð fyrir að fjölmiðlar flytji af þessu fréttir,“ segir hún. Ólíklegt sé að sýnt verði frá þinghaldinu í beinni útsendingu. stigur@frettabladid.is brjann@frettabladid.is Ákært um eða eftir áramót Saksóknari Alþingis er að koma sér fyrir í sama húsi og sérstakur saksóknari. Þjóðmenningarhúsið kemur helst til greina fyrir þinghald Landsdóms. Rætt hefur verið hvernig megi auka aðgengi að þinghaldinu. FRÉTTASKÝRING Hvernig gengur undirbúningur lands- dómsréttarhaldanna? Ákveðið hefur verið innan Háskóla Íslands að Björg Thorarensen, próf- essor í stjórnskipunarrétti, muni taka sæti í landsdómi. Það veldur því að annað hvort hún eða Markús Sigur- björnsson, hæstaréttardómari og eiginmaður Bjargar, verður að víkja úr sæti dómara þegar landsdómur kemur saman, þar sem hjón mega ekki sitja í dóminum. Björg segir að ekki liggi fyrir hvort þeirra muni á endanum sitja í dóm- inum. Landsdómur muni taka afstöðu til þess, enda varla þeirra hjóna að ákveða sín á milli hvort þeirra taki sæti. Í lögum um landsdóm segir að í honum skuli sitja þeir fimm hæstaréttardómarar sem lengstan starfsaldur hafi og átta menn kjörnir af Alþingi. Þá eiga að sitja í dóm- inum dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur og prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands. Eiríkur Tómasson lagaprófessor var þar til nýlega titlaður prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands, en með nýlegri breytingu á starfsskyldum hans varð breyting á. Eftir það kom aðeins Björg til greina til setu í dóminum fyrir hönd Háskóla Íslands. Varamaður Bjargar er Bene- dikt Bogason, dósent við lagadeild Háskóla Íslands og héraðsdómari. Taki Markús ekki sæti í landsdómi verður einhver af þeim fjórum hæstaréttardómurum sem ekki eiga sæti í dóminum sökum starfsaldurs kallaður til. Ólafur Börkur Þorvalds- son hefur lengsta starfsreynslu þeirra fjögurra. Jón Steinar Gunnlaugsson hefur næst lengsta starfsreynslu, en þess ber að geta að Geir H. Haarde, sem ákæra á fyrir landsdómi, var settur dómsmálaráðherra þegar hann var skipaður í embætti hæstaréttardómara. Páll Hreinsson hæstaréttardómari kemur ekki til greina til setu í landsdómi þar sem hann sat í rannsóknarnefnd Alþingis vegna bankahrunsins. Fjórði og síðasti dómarinn er Viðar Már Matthíasson, sem skipaður var dómari frá 10. september 2010, en hafði áður verið varadómari í forföllum Páls Hreinssonar. Landsdómur þarf að velja á milli hjóna BJÖRG THORARENSEN MARKÚS SIGURBJÖRNSSON SIGRÍÐUR FRIÐJÓNSDÓTTIR ÞORSTEINN JÓNSSON VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 21° 13° 12° 11° 13° 10° 10° 10° 23° 14° 21° 10° 29° 7° 14° 20° 9° 2 7 Á MORGUN 5-10 m/s, hvassara NA-til. -2 FIMMTUDAGUR Hæg norðlæg eða breytileg átt. 3 0 -2 1 3 6 4 4 15 18 20 16 9 3 4 4 5 15 8 2 -2 0 2 5 -1 -3 -1 3 3 HVASST Búist er við stormi á Vest- fjörðum og yst á Snæfellsnesi. Einn- ig verður allhvasst eða hvassviðri á vestanverðu land- inu. Það lægir smám saman og á fi mmtudaginn verður vindur orð- inn nokkuð hægur víðast hvar. Hiti víða kringum frost- mark. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 01.11.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 206,1161 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 110,89 111,41 178,08 178,94 154,74 155,6 20,748 20,87 18,981 19,093 16,66 16,758 1,3778 1,3858 174,89 175,93 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.