Fréttablaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 2. nóvember 2010 AF NETINU Bjarni Benediktsson illur Afar lítið hefur farið fyrir formanni Sjálfstæðisflokks- ins síðustu mán- uðina og ef ekki væri fyrir hnyttna Staksteina fyrrum formanns í Morgunblaðinu væri flokkurinn algerlega forystulaus. Mér þótti því sæta miklum tíðind- um að heyra Bjarna Benediktsson illan í skapi í kvöldfréttum RÚV yfir því að ráðalaus ríkisstjórn vildi eitt- hvað trufla hann og ráðfæra sig við hann. Reiði formanns Sjálfstæðis- flokksins má eflaust rekja til þess að Bjarni hefur þegar á hólminn er komið engar tillögur í farteskinu aðra en þá að hengja sig á tillögur SA og ASÍ. Hann er jafn ráðalaus og ríkisstjórnin.Tillögur Bjarna og aðila vinnumarkaðarins ganga víst meira og minna út á það að sömu aðilar geri nákvæmlega það sama og fyrir hrun, þ.e. viðhalda óbreyttu fjármálakerfi, kvótakerfi og fari í stóriðjuframkvæmdir. Vandinn er bara að þessi kerfi eru hrunin og ekki er á lausu fjár- magn til þess að fara í stóriðjuna. sigurjonth.blog.is Sigurjón Þórðarson Í kjölfar seinustu alþingis-kosninga vorið 2009 mynd- uðu Samfylkingin og Vinstri hreyfingin – grænt framboð nýja ríkisstjórn með endurnýj- uðum stjórnarsáttmála. Stjórn- in gaf út samstarfsyfirlýsingu þar sem stefna hennar í helstu málaflokkum var tíunduð. Á grundvelli hennar endurnýj- uðu flokkarnir samstarf sitt. Samstarfsyfirlýsingin var síðan samþykkt í flokksstjórn Samfylkingarinnar „með öllum greiddum atkvæðum“ en í flokksráði vinstrigrænna með „þorra atkvæða“. Meðal þeirra sem samþykktu stjórnarsamstarf á grundvelli samstarfsyfirlýsingarinnar voru ýmsir þeir sem afhentu undirskriftalista á málþingi vinstri grænna helgina 24.- 25. október þar sem skorað er á forystu flokksins „að fylgja stefnu flokksins“ varðandi aðild að Evrópusambandinu. Þetta óljósa orðalag kallar á nokkrar vangaveltur þar sem ekki er tekið fram hvað þarf að gera til að þessi hópur telji stefnu flokksins fylgt. Hér er nauðsynlegt að rifja upp hvað segir í samstarfs- yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um þetta mál, en á grundvelli hennar kaus þorri trúnaðar- manna VG – sem vel má kalla „grasrót“ flokksins, ef það hugtak hefur enn eitthvert gildi – að styðja áframhaldandi aðild flokksins að ríkisstjórn: „Ákvörðun um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði í höndum íslensku þjóðarinn- ar sem mun greiða atkvæði um samning í þjóðaratkvæða- greiðslu að loknum aðildar- viðræðum. Utanríkisráðherra mun leggja fram á Alþingi tillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu á vor- þingi. Stuðningur stjórnvalda við samninginn þegar hann liggur fyrir er háður ýmsum fyrirvörum um niðurstöðuna út frá hagsmunum Íslendinga í sjávarútvegs-, landbúnaðar-, byggða- og gjaldmiðilsmálum, í umhverfis- og auðlindamál- um og um almannaþjónustu. Víðtækt samráð verður á vett- vangi Alþingis og við hags- munaaðila um samningsmark- mið og umræðugrundvöll viðræðnanna. Flokkarnir eru sammála um að virða ólíkar áherslur hvors um sig gagn- vart aðild að Evrópusam- bandinu og rétt þeirra til málflutnings og baráttu úti í samfélaginu í samræmi við afstöðu sína og hafa fyrirvara um samningsniðurstöðuna líkt og var í Noregi á sínum tíma.“ Þetta er sú málsmeðferð sem ríkisstjórnin fylgdi í kjölfarið og er enn þá viðhöfð. Hún er núna kölluð „aðlögunar- ferli“ og er það ekki óeðlilegt þar sem Ísland hefur beinlín- is sótt um aðild að Evrópu- sambandinu. Þetta aðlögunar- ferli er hins vegar ekki nýtt af nálinni heldur hefur það verið í gildi síðan Ísland gekk í evrópska efnahagssvæðið fyrir hartnær tveimur ára- tugum. Í ferlinu sjálfu felst ekki óafturkræf nálgun við Evrópu sambandið sem kemur í veg fyrir að þjóðin geti hafn- að aðild að ríkjasambandinu. Það sjáum við af reynslu Nor- egs, sem tvisvar hefur farið í gegnum slíka aðlögun án þess að landið sé nú hluti af ESB. Það hafa því engar forsendur breyst frá því að VG kaus að setjast í ríkisstjórn með þessa stefnu. Þetta viðurkenn- ir Hjörleifur Guttormsson í grein í Smugunni 26. október og kallar þá ákvörðun „reiðar- slag“. En hvað með þann þorra flokksstjórnarmanna sem, ólíkt Hjörleifi, studdi stjórnar- samstarf á grundvelli þess- arar samstarfslýsingar vorið 2009? Hafa þeir endurskoðað sína afstöðu og vilja nú hætta stjórnarsamstarfi við Sam- fylkinguna? Þeirri spurningu verða hundraðmenningar að svara hreinskilnislega, ef ekki sameiginlega þá hver fyrir sig. Forystumenn VG eru jafn- bundnir af þeirri samþykkt flokksins, að ganga til stjórnar- samstarfs á grundvelli áður- nefnds samstarfssáttmála, og þeir eru af öðrum stefnumót- andi samþykktum flokksins. Það er ekkert vafamál að sá hluti samstarfsyfirlýsing- ar ríkisstjórnarinnar sem tekur til Evrópusambands- ins ber meira mót af stefnu Samfylkingarinnar heldur en stefnu VG. En svo er ekki um alla hluta hennar. Í samstarfs- yfirlýsingunni segir t.d. líka: „Umhverfisvernd sem hefur sjálfbæra þróun samfélags og efnahags að leiðarljósi er sá grunnur sem ný atvinnu- og auðlindastefna stjórnarinnar byggir á. Þannig eru tekin mikilvæg skref í átt til hins nýja græna hagkerfis sem skil- ar jöfnum vexti, og tryggir að ekki sé gengið á höfuðstól auðlindanna.“ Það er eðlileg krafa helsta flokks umhverfis- sinna á Íslandi að ríkisstjórnin starfi í anda þeirrar atvinnu- stefnu sem hún hefur sjálf markað og að aðilar innan hennar vinni hvorki í orði né verki gegn anda samstarfsyfir- lýsingarinnar. Annað sem hin velferðarsinnaða ríkisstjórn hefur lofað er að endurskoða húsnæðismál þannig að „fólk í húsnæðisleit eigi valkosti með eignar-, leigu- og búseturéttar- íbúðum, hvort sem það þarfn- ast húsnæðis í fyrsta sinn eða síðar á lífsleiðinni“. Samstarfs- yfirlýsing ríkisstjórnarinnar er því skjal sem vinstrimenn og umhverfissinnar ættu að hafa væntingar til. Vafasamt er að það henti hagsmunum þeirra að grafa undan vægi hennar í stefnumótun ríkis- stjórnarinnar. Svik við málstaðinn? Sverrir Jakobsson Sagnfræðingur Í DAG Það er ekkert vafamál að sá hluti samstarfsyfirlýsingar ríkisstjórnar- innar sem tekur til Evrópusambands- ins ber meira mót af stefnu Samfylk- ingarinnar heldur en stefnu VG. En svo er ekki um alla hluta hennar. 75 Ára 1.– 7. NÓVEMBER! Í tilefni af 75 ára afmæli AXIS bjóðum við vandaða fataskápa á sérstöku afmælisverði. Meiri Vísir. Úrval afþreyingar, frétta og myndskeiða í margfalt betri upplausn en áður og með góðu aðgengi fyrir allar tölvur og farsíma. Horfðu, hlustaðu og fylgstu með öllu því sem gerist, hvar og hvenær sem er á Vísi. Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á nýjum Vísi. Má bjóða ykkur meiri Vísi? m.visir.is Fáðu Vísi í símannog iPad! FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN STÝRÐU UMRÆÐUNNI Í ÁTT TIL ÞÍN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.