Fréttablaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 24
 2. NÓVEMBER 2010 ÞRIÐJUDAGUR● fréttablaðið ● jólahlaðborð Tempura-síld með ananas- og chili-salsa frá Ívari Þórðar- syni á Lækjarbrekku fyrir einn 4 bitar síld tempura-duft (fæst í litlum pakkningum í Asíu- búðum) hveiti Setjið tempura-duft í skál og hellið ísköldu vatni út í þar til það er orðið vöffluþykkt. Veltið síldinni upp úr hveiti, setjið síðan í deigið og djúpsteikið. Ananas- og chili-salsa 1 sneið ferskur ananas ¼ stk. chili 1/6 búnt graslaukur 1 stk. vorlaukur ½ stk. appelsína ½ stk. límóna 1 msk. ólífuolía 1 msk. sérríedik Saxið allt mjög smátt. Bætið olíu og ediki út í. Síld í skrautlegu JÓLASKARTI Síldarsalat með rauðbeðum er einn a Uppskriftin að jólasinnepssíld Restaurant Reykjavík er gamalt fjölskylduleyndarmál Vals Magnús- sonar veitingamanns. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Tempura-síld með ananas- og chili-salsa er óvenjulegt síldarsmakk frá Lækjarbre Jólasíld fjölskyldunnar frá Val Magnússyni á Restaurant Reykjavík 400 g síld 150 g majónes 200 g sýrður rjómi 4 msk. sætt sinnep 2 msk. Dijon-sinnep 1/3 tsk. cayenne-pipar 2 msk. hunang ½ msk. sinnepskorn Skerið síldina í bita. Hrærið saman majónesi, sýrðum rjóma, sinnepi, cayenne-pipar, hunangi og sinnepskornum. Blandið svo síldarbitum varlega saman við. Síldarsalat með rauðbeðum frá Lukasz Tomasz Wójcikiewicz á Fjöru 1 kg kryddsíld O,5 kg rauðbeður 1 meðalstór rauðlaukur 1+ kg majónes (fer eftir smekk) salt og pipar safi úr einni sítrónu Skerið síldarflök í bita. Skerið rauðbeð inga. Hakkið lauk í teninga. Blandið við majónes. Bragðbætið með sítrón og pipar eftir smekk. ● Eitt af hnossgætum jólahlaðborða er síldarréttir í óvæntum sem gamalkunnum búningi. Matreiðslumeistarar Lækjarbrekku, Rest- aurant Reykjavík og Fjörukráarinnar gefa lesendum af örlæti sínu og matarást lystilega ljúffengar síldarupplifanir sem sumar eru gamal- gróin fjölskylduleyndarmál. ● MALT OG APPELSÍN Á Íslandi er rík hefð fyrir því að blanda saman malti og appelsín og bera fram einkum í kringum jólin. Talið er að menn hafi byrjað á að blanda malt með gos- drykkjum í kringum 1940, til að drýgja maltið sem var dýr drykkur. Ýmsir drykkir voru not- aðir þar sem Egils appelsín í sinni núverandi mynd fékkst ekki fyrr en um 1955. Það féll vel í kramið og var sá siður orðinn nokkuð al- gengur um 1960 og hefur átt útbreiddum vinsældum að fagna hér á landi allar götur síðan. Heimild: visindavefur.is ● HOLLUSTAN FYRST Jólahlaðborðin eru freistingin dúki klædd en fyrir þá sem hugsa um hollustuna er sniðugt að skanna hvað er í boði á hlaðborðinu áður en tekið er til við að raða á diskinn. Byrjið á því að velja það sem hollara er því þá er minna pláss á diskinum fyrir óhollust- una. Þá er hægt að borða eftirréttina með tandurhreinni samvisku. JÓLAHLAÐBORÐ HEIM Í HÚS EÐA Í VEISLUSAL Upplýsingar í síma 553 7737 og 553 6737 mulakaffi@mulakaffi.is / www.mulakaffi.is NÚ HÖLDUM VIÐ GLEÐILEG JÓL! A N T O N & B E R G U R Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 90 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.