Fréttablaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 22
 2. NÓVEMBER 2010 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● jólahlaðborð Jólahlaðborð og útgáfa á nýrri matreiðslubók er á meðal þess sem hópur kvenna af ólíku þjóðerni stefnir á undir merkjum verkefnisins Þjóðlegt eldhús. „Þarna hefur skapast skemmtileg- ur vettvangur til að kynnast betur, skiptast á sögum og uppskriftum, í eldhúsinu sem er sá staður þar sem konur tala saman,“ segir Sabine Leskopf, formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Samtökin halda, ásamt Kven- réttindafélagi Íslands, utan um verkefnið Þjóðlegt eldhús þar sem konur af ýmsu þjóðerni koma saman og kynna land sitt og menningu í gegnum sögur, mat og myndir. Hópurinn hefur hist að Hallveigar stöðum fyrsta fimmtu- dag hvers mánaðar frá því í janúar og hefur meðlimum fjölgað jafnt og þétt en fastur kjarni er á bilinu 30 til 40 konur. Meðal þess sem hóp- urinn hefur kynnt sér er menning og matur frá Kólumbíu, Austur- Afríku, Spáni, Póllandi og Þýska- landi, þar sem Sabine sagði frá og annaðist matseld. Hópurinn er nú að undirbúa jóla- hlaðborð í nóvember og býst Sabine við að fjölþjóðlegur blær setji sinn svip á matargerðina. Hún gefur Mariu del Pilar Acosta frá Kól- umbíu orðið, en sú er í forsvari fyrir verkefnið. „Ætli við verðum ekki með sýnishorn af réttunum sem við höfum verið að matreiða á árinu,“ upplýsir hún og bætir við að hópurinnn stefni á að gefa út bók með uppskriftunum þegar fram líða stundir. „Lesendur geta þannig rétt eins og við öðlast innsýn í matar- gerð og -menningu annarra þjóða.“ En er munur á jólahaldi hér og erlendis? „Það er kannski ekki ýkja mikill á því hér og í Þýska- landi, nema að þar er mestu púðri eytt í matinn á jóladag en ekki á aðfangadag eins og hér,“ útskýrir Sabine. Maria segir hins vegar himin og haf skilja þarna á milli. „Jólahald í Kólumbíu er mun af- slappaðra en á Íslandi, þar snýst þetta minna um gjafastand en því meira um samveru við vini, ætt- ingja og nágranna.“ Þær segjast hlakka mikið til jóla- hlaðborðsins fyrirhugaða; meðal annars verði gaman að sjá hvernig allar jólahefðirnar blandist saman. „Við eigum eftir að njóta þess að eiga saman góða stund og borða allan þennan ljúffenga mat,“ segir Maria, full tilhlökkunar. - rve Fjölþjóðlegt hátíðarhald Þjóðlegt eldhús er verkefni sem Samtök kvenna af erlendum uppruna og Kvenrétt- indafélag Íslands standa fyrir. Konum af ólíku þjóðerni gefst þar færi á að kynnast í gegnum matargerð, sögur og myndir. MYND/MARIA DEL PILAR ACOSTA Nokkrar kvennanna sem hafa verið með kynningar í Þjóðlegu eldhúsi. Fremst frá hægri: Maite Bellés frá Spáni og Maria del Pilar Acosta frá Kólumbíu. Aftari röð frá hægri: Sabine Leskopf frá Þýskalandi, Mayte Morti frá Spáni, Sharon Onyango Opuge frá Keníu og Ania Woniczka frá Póllandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Jólahlaðborðavertíðin er að hefj- ast. Ekki er það þó allra að standa í biðröð eftir kræsingunum en á veitingastaðnum Einari Ben kemur hlaðborðið beint á borðið. „Þetta er fjórða árið sem við höfum þennan háttinn á. Jólahlað- borðið kemur á bökkum á borðið, fyrst forréttabakki, þá aðalrétta- bakki og eftirréttabakki,“ útskýrir Stefán Guðjónsson, veitingastjóri á Einari Ben. Hann segir fyrirkomu- lagið leggjast vel í gesti, sem þurfi aldrei að standa í biðröð. „Ef þig langar í meira þá sækir þjónninn bara meira á bakkann, þú þarft aldrei að standa upp. Við ákváðum einnig að halda sama verði núna og tvö síðustu ár, en hlaðborðið kostar 6.490 krónur á manninn. Ég get þó alveg sagt með góðri samvisku að hlaðborðið okkar er mjög glæsilegt. Fólk er að fá alveg jafn mikið að borða og annars staðar.“ Stefán segir fólk gjarnan bera saman hlaðborðin milli veitinga- staða en margir sækja fleiri en eitt og fleiri en tvö hlaðborð á að- ventunni. Jólahlaðborðin á bökkun- um hjá Einari Ben fái góða dóma. „Fólki finnst sniðugt að fá hlað- borðið á borðið og saknar þess ekki að standa í biðröð í korter til að fá örlítið meiri lax.“ Jólahlaðborðin á Einari Ben hefjast þann 18. nóvember en þegar er farið að taka niður pant- anir. „Við tökum við hlaðborðapönt- unum allt frá tveggja manna borð- um upp í áttatíu manna borð, þetta er fyrir alla.“ Hlaðborðið á borðið Jólahlaðborðið kemur á bökkum á borðið, þjónninn hleypur eftir ábótinni. MYND/EINAR BEN ● VELJUM OKKUR SESSUNAUTA Langflestir fara aðeins á jólahlaðborð með vinnunni. Margir kannast líklega við það að mæta á staðinn og neyðast til að sitja til borðs með fólki sem þeir þekkja lítið eða kunna jafnvel varla við. Því er ágæt regla að tala sig saman við sína nánustu vinnu- félaga um að sitja saman á hlaðborðinu, þannig geta þeir sem mæta fyrstir tekið frá sæti fyrir eftirlegukindurnar. ● SLEPPUM BRAUÐINU Matarframboðið á jólahlaðborðum er nánast óþrjótandi. Þó að flest sé mjög gott á bragðið er misjafnt hvað er í uppáhaldi hjá fólki. Algeng mis- tök matargesta eru að troða sig út af brauði, sem oft er í körfu á borðum, áður en aðgangur er opnaður að hlaðborðinu. Með því hefur maginn verið fylltur og menn geta borðað minna af sínum uppáhaldsmat. Önnur mistök eru að hlaða um of á diskinn í fyrstu ferð. Slökum á – þetta er hlaðborð og tæmist því ekki ef vel er að staðið. Við getum því byrjað á forréttinum, farið síðan í hangikjötið, næst í heita kjötið og að lokum skellt okkur í eftirréttina. ● GLEÐILEG JÓL, kökuuppskriftir og margt fleira spennandi tengt jólunum er heiti síðu á Fés- bók þar sem fólk getur deilt hugmyndum, vitneskju og uppskriftum sem tengjast jólunum á einhvern hátt. Síðan er fullkominn vettvangur fyrir einarða áhugamenn um jól og jólahald, enda fjölmargir sem byrja að huga að jólunum löngu áður en þau bresta á. Jólahlaðborðið hefst 18. nóvember. Jólahlaðborð 2010 Sími: 511 5090 Netfang: einarben@einarben.is Veffang: www.einarben.is Pantaðu núna! Sama verð og í fyrra, aðeins 6.490 kr. Beint á borðið þitt!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.