Fréttablaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 20
 2. nóvember 4 Heilsuréttir Davíð Kristinsson næringar- og lífsstílsþerapisti heldur fyrirlestur um 30 daga hreinsun á mataræði í Heilsuhúsinu Lágmúla á fimmtudaginn frá klukkan 19.30 til 21.30. Ný handbók með þrjátíu daga framhaldsmatseðli fylgir með. Skráning á www.30.is og í síma 864 9155. „Við erum svo heppin á Íslandi að eiga ferskt loft og hreint vatn. Það er ómetanlegt og um að gera að dæla því í sig, það er frítt og kemur beint úr kran- anum,“ segir Auður Ingibjörg Konráðsdóttir heilsukokkur, en hún heldur tvö námskeið nú í nóv- ember um matar æði og næringu og mataræði í tengslum við húðv- andamál. „Kyle Vialli, einn fremsti heilsufræðingur í Evrópu, mun fjalla um húðvandamálin sjálf á námskeiðinu en mataræðið er einn af fjórtán þáttum sem skipta þar miklu máli. Ég verð með sýnikennslu í matreiðslu þar sem ég blanda saman mexíkóskri og íslenskri matargerð, fólk fær uppskriftir sem það tekur með heim og fær að smakka réttina. Þetta eru einfaldar uppskrift- ir, sniðnar að nútíma fólki sem hefur kannski ekki mikil fjárráð og ekki mikinn tíma,“ útskýrir Auður. Námskeiðin verða haldin dag- ana 12. og 13. nóvember á veit- ingastaðnum Gló. Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á heilsukokkur@heilsukokkur.com eða með því að hringja í síma 823 8000. heida@frettabladid.is Hollur matur fyrir húð Það sem við látum ofan í okkur hefur áhrif yst sem innst. Auður Ingibjörg Konráðsdóttir heilsukokkur heldur námskeið um mataræði og næringu og hvernig rétt mataræði getur lagað húðvandamál. Auður Ingibjörg Konráðsdóttir heldur námskeið um hollt mataræði á veitingastaðnum Gló dagana 12. og 13. nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hafra- og bókhveitibrauð 2 dl bókhveiti, lagt í bleyti yfir nótt í 4 dl af vatni 1 ½ dl hörfræ, lögð í bleyti yfir nótt í 3 dl af vatni 1 dl lífrænir hafrar 1 blað grænkál, saxað 1 rauð paprika, söxuð 1 hvítlauksgeiri 2 stilkar + blöð ferskt basil, saxað 2 msk. Mexíkó-kryddblanda frá Potta- göldrum 2 msk. bygggras duft, (má sleppa) 2 tsk. Himalajasalt Cayenne-pipar á hnífsoddi Mauka ¼ af bókhveiti í matvinnslu- vél ásamt ¼ af hörfræjum, hvítlauk og salti. Blanda öllu saman, smyrja á plötu með bökunarpappír og þurrka í ofni á 50°C yfir nótt eða þar til brauð- ið er þurrt í gegn. Sítrus- og byggsalsa 1 dl íslenskt bygg 2 lífrænar appelsínur 1 meðalstór tómatur ¼ agúrka 3 msk. söxuð steinselja 1 tsk. sjávarsalt Skola byggið og láta í pott ásamt 2 dl vatni og smá sjávarsalti. Sjóða í 10 mínútur, láta standa yfir nótt. Skera tómat, agúrku og appelsínur í fallega bita, blanda öllu saman. Lárperusmjör með fjallagrösum 1 vel þroskuð lárpera 2 msk. kóríander safi úr 1 límónu ¼ rauð paprika ½ tsk. sjávarsalt ½ tsk. mulin fjallagrös Mauka lárperu ásamt salti, límónu- safa og fjallagrösum. Saxa kóríander og papriku og blanda öllu saman. UPPSKRIFTIR AUÐAR HEILSUKOKKS Brauð með sítrus og byggsalsa og lárperusmjöri

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.