Fréttablaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 16
 2. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR16 timamot@frettabladid.is 39 RICKY MARTIN tónlistarmaður er 39 ára.„Samkynhneigt fólk þráir að ég sé hinsegin. Gagnkynhneigðir eiga sér ósk um að ég sé gagnkynhneigður.“ „Ég er nægjusöm þegar kemur að afmælisgjöfum og þykir fjarskalega vænt um ryksuguna og eldhúskranana frá eiginmanninum. enda praktískar gjafir sem nýtast vel; rómantískar og fínar,“ segir Bryndís Loftsdóttir, vöru- stjóri íslenskra bóka, tónlistar og mynd- banda hjá Eymundsson, en hún býður vinum sínum til veislu í kvöld. „Enda ekki ástæða til annars en að lyfta glasi, þótt ekki sé nema til að styrkja ríkis- sjóð og auðga þriðjudaga,“ bætir hún við hlæjandi hress á fertugasta afmælisdegi lífs síns. „Það halda margir að ég sé vinstri- sinnuð miðbæjarrotta en í raun er ég hægrisinnaður Breiðhyltingur. Fimm ára fylgdi ég foreldrum mínum austur í Fellahverfi þar sem þau hófu þá þegn- skylduvinnu að byggja sér hús og þar bjó ég til fullorðinsára,“ segir Brynd- ís, dóttir Lofts Andra Ágústs sonar úrsmíðameistara og Kristjönu Petrínu Jensdóttur verslunarkonu. „Þá þótti óvenjulegt að pabbi ól mig að mestu upp þegar mamma vann úti við bókhald í Kjötbúðinni Borg, en hann var með úrsmíðaverkstæði heima, þar sem enn stendur úrsmiður í glugganum,“ segir Bryndís, sem ber hlýjar tilfinningar til síns gamla hverfis þar sem foreldrar hennar búa enn. „Breiðholtið er frábært og þar átti ég yndisleg uppvaxtarár. Auðvitað völdust hetjur til kennslu í Fellaskóla vegna orð- sporsins og stríðsástands milli Fella-, Hóla- og Seljahverfis. Í Fellaskóla voru okkur kennd mjög heiðarleg og góð gildi, og stíft menningaruppeldi var í Fellahelli þar sem Sykurmolarnir Sjón og Þór Eldon hlúðu að okkur krökk- unum í frítímum. Ég á því bara ljúfar minningar úr Fellunum,“ segir Bryndís, sem eftir stúdentspróf frá Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti féll á inntökuprófi í Leiklistarskóla Íslands, en útskrifaðist þremur árum síðar frá leiklistarskóla í Lundúnum. „Í Lundúnum var ógleymanlega gaman og ég svo heppin að vera þar sam- tíða Jakobi Frímanni og gullaldarárum hans sem menningarfulltrúa þar í borg,“ segir Bryndís, sem enn hefur ekki sýnt leikhæfileika sína frammi fyrir þjóð sinni, enda setti hún leikkonu ferilinn á ís þegar henni bauðst verslunar stjórastaða í Eymundsson. „Ég hef alltaf verið bókelsk, fannst ég geta gert góða hluti hér og ekki skemmdi fyrir að mér þótti starfið skemmtilegt. Leiklistin hefur nýst vel sem vega- nesti, því í skólanum lærði ég býsn um bókmenntir, sem og að koma fram og koma fyrir mig orði,“ segir Bryndís og spurð hvort hún mundi hafna hlutverki ef til hennar væri leitað svarar hún: „Ég mundi örugglega slá til og sé allt- af pínulítið eftir að ekkert sé til af mér sem leikkonu. Þá get ég allavega sann- að fyrir börnunum að víst hafi ég verið leikkona. Ég fékk bara Eymundsson í hjartað,“ segir Bryndís og víst er að bókabúðin spilar stóra rullu í örlagasögu Bryndísar þar sem hún rakst á stóru ást- ina við búðarborðið í Austurstræti. „Ástin kemur oft óvænt og þegar maður á síst von á henni, en þarna var að væflast um Arnbjörn Ólafsson, sem nú er eiginmaður minn. Ég spurði hvort ég gæti gert eitthvað fyrir hann og hann svaraði: „Já, þú mátt koma með mér út að borða“. Fljótlega kviknaði ástin því við áttum þá og eigum enn alveg rosa- lega vel saman. Mér þykir óendanlega vænt um hann, þetta er frábær gaur, enda skemmtilegur, fínn og traustur maður,“ segir Bryndís um sinn heitt- elskaða en saman eiga þau þrjú börn á aldrinum tveggja til sjö ára. „Lífið er dásamlegt. Ég vakna til hvers dags með bros á vör og nú nýfar- in að byrja daginn í ræktinni eftir níu ára hvíld. Þar hef ég verið mesti búðing- urinn undanfarið; mætti galvösk í allan þrek- og púltímann fyrsta morguninn og endaði ælandi inni á klósetti. Síðan leið nánast yfir mig í næsta tíma en nú er ég ekki jafn afgerandi léleg,“ segir hún hláturmild, enda er allt fertugum fært. thordis@frettabladid.is BRYNDÍS LOFTSDÓTTIR VÖRUSTJÓRI: MÆLIR 40 ÁR AF ÆVI SINNI Í DAG Rakst á ástina við búðarborðið Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, Jón Anton Ström lést á Landspítalanum miðvikudaginn 27. október. Útförin fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 5. nóvember kl. 13.00. Guðbjörg Guðmundsdóttir Sigríður B. Ström Ómar Önfjörð Magnússon Hjördís Ström Lárus Þ. Blöndal Victor Ívar Ström Bylgja Guðjónsdóttir Kristján Páll Ström Guðrún Gísladóttir Herdís Ström Donald Þór Kelley Bjarni Ström Grete Andersen Einar Sigurðsson Kristín Guðnadóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, systir, amma og langamma, Sigríður J. Claessen ljósmóðir, lést sunnudaginn 24. október á elliheimilinu Grund. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 3. nóvember kl. 13.00. Baldur Bjarnarson Ragnar Bjarnarson Þorsteinn Bjarnarson Guðmundur Bjarnarson Jón Bjarnarson Tómas Kárason Ágúst Kárason Kári Kárason Ágúst Guðmundsson Gunnlaugur Ágústsson Guðmundur Ágústsson Aðalheiður Jónsdóttir Sigurður Jónsson Jón Jónsson og barnabarnabörn Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Henning Finnbogason Ljósheimum 18, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn 30. október. Birgir Henningsson, Ómar Henningsson og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Sigurðar Bárðarsonar frá Heiði í Mývatnssveit, Krummahólum 8, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Marta Kristín Stefánsdóttir Björg Wessing Lars Wessing Sigrún Sigurðardóttir Vignir Ólafsson Rebekka Sigurðardóttir Jósef Smári Ásmundsson barnabörn og langafabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og sonur, Gísli Hauksson lést föstudaginn 29. október. Karen S. Kristjánsdóttir Unnur Gísladóttir Einar Ómarsson Anna Kristín Gísladóttir Unnur Gísladóttir Haukur Berg Bergvinsson. Ástkær fóstra mín og systir okkar, Jakobína Fanney Þórhallsdóttir sem lést þann 26. október, verður jarðsungin frá Grenivíkurkirkju laugardaginn 6. nóvember kl. 13.00. Frímann Svavarsson, Guðjón Þórhallsson, Svavar Þórhallsson og Gunnlaugur Þórhallsson. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Ármann Einarsson frá Brekkuvelli, Nökkvavogi 31, Reykjavík, sem lést 23. október, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju fimmtudaginn 4. nóvember kl. 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Jónína Hafsteinsdóttir Kristín Ármannsdóttir Pétur Þorsteinsson Særún Ármannsdóttir Ólöf, Unnur og Dagný Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Eybjörg Sigurðardóttir Hagamel 30, lést á heimili sínu 26. október. Útförin fer fram frá Neskirkju fimmtudaginn 4. október kl. 13.00. Þorvaldur Geirsson Helga Guðjónsdóttir Lovísa Geirsdóttir Valgerður Geirsdóttir Viktor A. Ingólfsson barnabörn og barnabarnabörn Í JÓLASKAPI Á AFMÆLINU Þótt enn séu sjö og hálf vika til jóla er Bryndís umvafin jólabókum og jólavarningi á sínum vinnustað, enda koma jólin fyrr hjá verslunarfólki en öðrum. Hún seg- ist glöð í snemmteknu jólaamstri og ekki veita af litagleði í tilveru landa sinna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.