Fréttablaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 28
 2. NÓVEMBER 2010 ÞRIÐJUDAGUR8 ● fréttablaðið ● jólahlaðborð ● ÞJÓÐLEGT FYRIR BÖRNIN Þjóðlegt jólahlaðborð fyrir alla fjölskylduna verður á aðventunni í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Það nefnist Uppáhald jólasveinanna og er í tengsl- um við dagskrá í setrinu og Brúðuleikhús Bernds Ogrodnik. „Það sem er á borðum er uppáhaldsmatur jólasveinanna, enda eiga þeir til að reyna að krækja í hann af diskum barn- anna,“ segir Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, forstöðumaður í Landnámssetrinu. „Ástæðan fyrir því að við fórum af stað með fjölskyldudagskrána fyrir fjórum árum var sú að okkur langaði að koma með eitthvert mótvægi við venjulegu jólahlaðborðin sem eru bara fyrir fullorðna. Fólk af höfuðborgarsvæðinu var líka svo hrifið af að koma með börnin sín úr ysnum hingað í rólegheitin.“ Dagskráin hefst klukkan 12 á hádegi með mat á borð við steikt slátur, bjúgu, grjónagraut og fleira sem nútímabörn sjá ekki á borðum dags daglega. Undir borðum les Sigríður Margrét jólasveinaþulur og á eftir er dansað kringum jólatréð. „Klukkan 14 er svo brúðuleikrit,“ segir hún og lýsir þeim lið nánar. „Hann Bernd Ogrodnik er kominn hingað í Borgarnes með brúðuleik- húsið sitt og það er í göngufæri héðan frá setrinu svo þangað verður farið að horfa á Pönnukökuna hennar Grýlu.“ Fyrsta jóladagskráin í Landnámssetrinu verður 5. desember og Sigríður segir hana verða á sunnudögum í desember eftir því sem aðsókn leyfi. „Þetta hefur tekist mjög vel og hér hefur alltaf verið pakkfullt enda koma ömmur og afar gjarnan hingað ár eftir ár með barnabörnin. - gun Grýla og Leppalúði eiga til að bregða á leik við Landnámssetrið. MYND/LANDNÁMSSETUR ÍSLANDS. ● GOTT AÐ VITA UM JÓLIN Við borðhald í góðra vina hópi, og meðan látið er að- eins sjatna í malla kút milli rétta á jólahlaðborði, er gaman að hafa uppi örlítinn jólafróðleik, sem einnig er hægt að nota sem spurningakeppni. ● Orðið Christmas kemur úr fornensku og þýðir Krists- messa. ● Þjóðverjar bjuggu til fyrstu gervijólatrén úr grænlituðum gæsafjöðrum. ● Rafmagnsljósaseríur voru fyrst notaðar á jólatré árið 1895. ● Fyrsta jólakortið leit dagsins ljós 1843, á Viktoríutímanum. ● Kvikmyndin It‘s a Wonderful Life er sýnd oftar í sjónvarpi á jólum en nokkur önnur jólamynd. ● Hnotubrjóturinn er frægasti jólaballett allra tíma. ● Lagið Jingle Bells var upphaf- lega ort fyrir þakkargjörðar- hátíðina, en varð eitt af vinsælustu jólalögum heims. ● Ef þú fengir allar gjafirnar sem nefndar eru í laginu The Twelve Days of Christmas fengirðu 364 gjafir. ● Mistilteinn var valinn ríkis- blóm Oklahoma árið 1893 og var seinna breitt í táknmynd fylkisins. ● Það tók Charles Dickens aðeins sex vikur að skrifa Jólasögu árið 1843. ● Það var engill sem sagði Maríu mey að hún væri með barni. ● Demantar seljast eins og heitar lummur fyrir jól. ● Í Mexíkó er sagt að það boði nýja ást ef fólk klæðist rauðum nærfötum á gaml- árskvöld. ● X merkir Kristur á grísku og þaðan er orðið X-mas komið. Jólahlaðborð að hætti Sigga Hall Borðapantanir á hotelsaga@hotelsaga.is Sími: 525 9900 • www.hotelsaga.is. Pantaðu jólahlaðborð í Súlnasal núna Það er óhætt að lofa fjörugu jólahlaðborði að hætti Sigga Hall í Súlnasal Hótel Sögu. Við tökum á móti þér með lifandi jólatónum undir stjórn Agnars Más Magnússonar og eftir að ljúffengur maturinn hefur leikið við bragðlaukana bjóða Jógvan, Sigurjón Brink og Pálmi Sigurhjartarson upp á fjöruga söng- skemmtun, kryddaða gríni og glensi. Eftir það verður erfitt að sitja kyrr þegar hljómsveitin Saga Class leikur fyrir dansi. Komdu á jólahlaðborð sem fer á kostum á Hótel Sögu. Dagsetningar: 19., 20., 26. og 27. nóvember og 3., 4., 10., 11., 17. og 18. desember. P IP A R \T B W A • S ÍA • 1 0 2 6 5 0 HÓTEL SAGA, REYKJAVÍK

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.