Fréttablaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 12
12 2. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR MEÐ ÚLF Í FANGINU Dmitrí Sjamóvitsj er dýrafræðingur í Hvíta-Rússlandi. Hann rekur býli skammt frá bænum Sosnoví Bor þar sem hann er með tólf úlfa. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNMÁL Verja á samtals 9,4 milljörðum króna til kennslu í háskólum landsins á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Fjárframlög til hvers skóla um sig eru ákveðin út frá reiknilíkani þar sem tekið er tillit til kostnaðar við kennsluna. Eins og sést í meðfylgjandi töflu eru verðflokkar náms á bilinu 474 til 2.226 þús- und krónur á ársnemanda. Listaháskólinn er ekki með í töflunni en í fjárlagafrum- varpinu segir að verð á ársnemanda í honum séu á bilinu 731 til 2.995 þúsund krónur. Kostnaður við háskólanám ræðst af ýmsu, svo sem tækjabúnaði, þjálfun, æfing- um og notkun sérhæfðs búnaðar. Samkvæmt áætlun mennta- og menning- armálaráðuneytisins munu 6.400 manns stunda nám á sviði félags- og mannvísinda, guðfræði og lögfræði og í öðrum sambæri- legum greinum á næsta ári. 2.230 verða í kennaranámi og annar eins fjöldi í raunvís- indanámi á borð við verk- og tæknifræði. 353 verða í listnámi, 350 í læknisfræði og 55 í tannlæknanámi. bjorn@frettabladid.is Hver listnemi kostar allt að þremur milljónum króna Ríkið greiðir á bilinu 731 þúsund til 2.995 þúsund krónur með hverjum ársnema í Listaháskóla Íslands. Árs kostnaður við tannlæknanema er 2,2 milljónir en við hvern 1æknanema er kostnaðurinn 4 milljónir. Áætlun samkvæmt fjárlagafrumvarpi 2011. Háskóli Íslands 8.645 Háskólinn á Akureyri 1.300 Háskólinn á Bifröst 570 Háskólinn í Reykjavík 2.265 Listaháskólinn 383 Landbúnaðarháskóli Íslands 673 Háskólinn á Hólum 190 Samtals 14.026 Fjöldi nema við hvern skóla AFRAKSTURINN Frá útskriftarsýningu nemenda Lista- háskólans árið 2007. Áætlað er að 353 stundi listnám við skólann á næsta ári og þrjátíu kennaranám. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Einstæðir foreldrar funda Fundað verður um fyrirætlaða sölu á fasteign Félags einstæðra foreldra á fundi í félaginu fimmtudaginn 18. nóvember næstkomandi. Fundurinn hefst klukkan hálf átta og er í téðu húsnæði, að Skeljanesi 6. FÉLAGSMÁL 420 bílar um göngin Um 420 bílar fóru að meðaltali á sólarhring um Héðinsfjarðargöngin dagana 14. til 26. október. SAMGÖNGUR Nám á sviði félags- og mannvísinda, guðfræði og lögfræði og annað sambærilegt. 474.000Styttra nám á sviði tölvufræða og stærðfræði og annað sambærilegt. 672.000 Kennaranám og annað hliðstætt nám sem m.a. felst í æfingakennslu. 731.000 Hjúkrunarnám og hliðstætt nám sem m.a. felst í þjálfun við meðhöndlun sjúklinga. 842.000 Nám í raunvísindum, verk- og tæknifr., m.a. verkl. æfingar og notkun sérhæfðs búnaðar. 935.000 Læknisnám sem felst m.a. í verklegum æfingum, notkun sérhæfðs búnaðar og þjálfun. 1.371.000 Nám í tannlækningum. 2.224.000 Verðflokkar náms eru á bilinu 474.000 til 2.224.000

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.