Fréttablaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 39
ÞRIÐJUDAGUR 2. nóvember 2010 23 Einn og hálfur mánuður er liðinn síðan Bíó Paradís tók til starfa í gamla Regnboganum. Þessum nýju heimkynnum listrænna bíómynda, klassískra mynda og kvikmynda- hátíða hefur verið vel tekið að mati Lovísu Óladóttur framkvæmda- stjóra. Fjórir salir eru í bíóinu og því þarf aðsóknin að vera góð til að rekstur- inn standi undir sér. Lovísa segir hana svipaða og búast mátti við. „Fyrstu vikurnar hafa gengið vel og þetta lofar rosalega góðu. Við hvetjum alla til að koma og vera með okkur í þessu því öðruvísi mun þetta ekki ganga,“ segir hún. Hlýlegt kaffihús er í Bíói Paradís, sem hingað til hefur aðeins verið opið á sama tíma og bíóið. Að sögn Lovísu er í pípunum að hafa kaffihúsið opið enn lengur. „Tækifærin eru gríðar- leg í forsölunum tveimur fyrir hina ýmsu viðburði og það er hægt að halda uppi mjög skemmtilegu fjöru- tíu manna kaffihúsi þar þegar best lætur. Þarna er heimilis leg stemn- ing, gömul sófasett og íslenska kvik- myndasagan á veggjunum.“ Næstu tvær vikurnar verða sýnd- ar þær myndir sem voru tilnefndar til Norrænu kvikmyndaverðlaun- anna. Einnig verður sýnd í bíóinu heimildarmyndin Með hangandi hendi sem fjallar um Ragga Bjarna. - fb Tónlist ★★★ Grámosinn gólar Mosi frændi Fyrir sanna vini Kötlu köldu Grámosinn gólar (snilldar titill!) er upptaka frá vel heppnuðum endurkomutónleikum hljómsveitar- innar Mosi frændi á Grand Rokki í fyrra. Sveitin tekur hér sín þekkt- ustu lög (Ástin sigrar, Katla kalda (tvisvar hvort lag!), Geirþrúður …) auk slagara á borð við Wild Thing, Jenny Darling (Pelican), Sönn ást (Maggi Eiríks) og Poppstjarnan (Utangarðsmenn). Páll Óskar og Felix Bergsson heiðra sveitina með gestasöng. Þó að þessi plata eigi eingöngu erindi við heitustu aðdáendur Mosans þá er þessi útgáfa vel þegin! Trausti Júlíusson Niðurstaða: Mosi frændi rifjar upp gamalt stuð. Tónlist ★★★★ Skrýtin veröld Bjartmar & Bergrisarnir Allt smellur hjá Bjartmari Útgáfuferill Bjartmars Guðlaugs- sonar er orðinn ansi langur. Hæst reis stjarna hans á níunda áratugnum með plötunni Í fylgd með fullorðnum, sem er eitt af meistaraverkum íslenskrar popp- sögu. Plata sem negldi tíðarand- ann og hitti algjörlega í mark bæði textalega og tónlistarlega. Bjartmar hélt áfram að gefa út plötur á níunda og tíunda áratugnum, en þá fór minna fyrir honum. Hann er hins vegar að koma sterkur inn með nýju plötunni sem kom út í haust. Skrýtin veröld er plata sem gengur algjörlega upp. Textarnir eru fínir, lögin léttari og meira grípandi en á síðustu Bjartmars plötum, útsetningarnar traustar og hljómurinn góður. Tónlistin er vel útfært rokk í hefðbundnum stíl, textarnir taka sumir ágætlega á málefnum líðandi stundar og svo er bara svo helvíti góð stemning á þessari plötu. Það er eflaust að stórum hluta hljómsveitinni Berg- risunum að þakka. Það munar öllu að hafa almennilega hljómsveit á bak við sig. Það er ekki verið að finna upp hjólið á Skrýtinni veröld, en við fáum tíu flott lög og texta í flutningi frábærrar hljóm- sveitar. Það er ekki lítið! Trausti Júlíusson Niðurstaða: Bjart- mar stígur aftur inn í sviðsljósið með sína bestu plötu í yfir 20 ár. FÓLKIÐ Á BAK VIÐ BÍÓ PARADÍS Lovísa Óladóttir segir að fyrstu vikurnar í Bíói Paradís hafi gengið vel. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Upphaf Paradísar lofar góðu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.