Fréttablaðið - 02.11.2010, Síða 13

Fréttablaðið - 02.11.2010, Síða 13
ÞRIÐJUDAGUR 2. nóvember 2010 13 HEILBRIGÐISMÁL Nettósparnaður vegna niðurskurðar á Heilbrigðis- stofnun Vestfjarða yrði um 28 millj- ónir króna, samkvæmt skýrslu sem unnin var fyrir hönd grasrótar- samtakanna Heimavarnarliðsins. Skýrslan var unnin af Dóru Hlín Gísladóttur, verkfræðingi og tals- konu Heimavarnarliðsins, og Kristni Hermannssyni hagfræðingi. Heilbrigðisráðuneytið hefur skýrsluna undir höndum og hefur Dóra Hlín nú verið boðuð á fund í ráðuneytinu í dag. „Þetta verður fræðslufundur og ég var beðin um að flytja þar erindi um skýrsluna,“ segir Dóra Hlín. „Það ríkir þarna gagnkvæm- ur skilningur.“ Framkvæmdastjórn Heilbrigðis- stofnunar Vestfjarða hefur sett saman sparnaðartillögur sem ná yfir þessar 28 milljónir sem eiga að sparast með áætluðum niðurskurði. Þröstur Óskarsson framkvæmda- stjóri segir að tillögurnar verði gerðar opinberar á næstunni. Þær séu nú á borði ráðuneytisins. Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga 2011 verða fjárheim- ildir Heilbrigðis- stofnunar Vest- fjarða skornar niður um 185 milljónir króna, sem jafngildir rúm- lega 20 prósenta samdrætti sé miðað við árið 2009. - sv PIA KJAERSGAARD Danski þjóðarflokk- urinn er yst til hægri í dönskum stjórn- málum og ver minnihlutastjórn Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra falli. DANMÖRK Pia Kjaersgaard, leið- togi danska þjóðarflokksins, vill að lokað verði fyrir arabísk- ar sjónvarpsútsendingar í Dan- mörku. Hún segir sjónvarps- stöðvar á borð við fréttastöðina Al-Jazeera bera fram áróður gegn Vesturlöndum og standa í vegi fyrir því að múslimar í Dan- mörku aðlagist samfélaginu. Tillaga Kjaersgaard hefur sætt gagnrýni frá öðrum stjórnmála- flokkum, sem segja hana stríða gegn málfrelsi. Stjórn sjónvarps- mála í Danmörku hefur þar að auki sagt að slík aðgerð sé ekki á sínu forræði þar sem stöðvarnar sendi ekki út frá Danmörku. - mþl Danski þjóðarflokkurinn: Vill banna ar- abískar stöðvar DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær ríkið af kröfu Bjarka H. Diego, fyrrverandi framkvæmda- stjóra hjá Kaupþingi. Bjarki höfðaði mál gegn Ríkisskattstjóra og krafð- ist þess að úrskurður hans um skatt- álagningu á söluréttarsamningum af hlutabréfum í Kaupþingi yrði ógilt- ur. Samningana gerði Bjarki þegar hann starfaði hjá Kaupþingi. Bjarki fullyrðir að samningar sem hann gerði um kaup á hlutabréfum í bankanum séu í grundvallaratrið- um ólíkir kaupréttarsamningum. Hann vísaði meðal annars til þess að stjórnendur bankans hefðu ætlast til að bréfin yrðu í hans eigu á meðan hann væri við störf hjá bankanum. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrver- andi forstjóri Kaupþings, bar vitni í málinu í gegnum síma frá Lúxem- borg. Hreiðar tók undir orð Bjarka um að ekki hafi verið ætlast til þess að hann, eða aðrir starfsmenn Kaup- þings sem gerðu svipaða samninga, myndu selja bréfin. Bjarki sagði að næði úrskurður Ríkisskattstjóra um endurákvörð- un á skatti upp á 100 milljónir króna fram að ganga, sem og ákvörðun slitastjórnar Kaupþings um riftun á niðurfellingu persónulegra ábyrgða, yrði hann gjaldþrota. Enginn maður réði við þessar skuldbindingar. Mál- inu verður áfrýjað til Hæstaréttar. - vg Bjarka H. Diego gert að greiða skatt af hlutabréfakaupum í Kaupþingi: Ríkið sýknað af kröfu Kaupþingsstjóra Ný skýrsla vegna niðurskurðar á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða: Kynnir skýrsluna fyrir ráðuneyti DÓRA HLÍN GÍSLADÓTTIR Milljónir eiga að sparast með áætluðum niður- skurði. 28 islandsbanki@islandsbanki.is www.islandsbanki.is Sími 440 4000 Safnast þegar saman kemur „Næst ætla ég ekki að borga fyrir fríið eftir að við komum heim“ Það er ekki bara góð tilfinning að eiga fyrir því sem maður kaupir – það er líka ódýrara að safna og eiga fyrir hlutunum en að fá lánað fyrir þeim. Með sparnaði í áskrift getur þú sett þér markmið, lagt fyrir í hverjum mánuði, safnað vöxtum og átt fyrir því sem þig langar að gera. Fyrir hverju langar þig að safna með sparnaði í áskrift? Byrjaðu að spara á islandsbanki.is VÍSINDI Áfengi er skaðlegra en heróín og krakk. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem birt- ist í hinu virta læknatímariti The Lancet í gær, en þar ber hópur vísindamanna saman áhrif hinna ýmsu tegunda vímugjafa á neytandann sem og samfélagið í heild. Samkvæmt rannsókninni eru neikvæð áhrif áfengisneyslu á samfélagið mun meiri en annarra vímugjafa. Í niðurstöðum könnunarinnar er kallað eftir því að flokkun efna verði endurskoðuð og mun meiri kraftur settur í aðgerðir til að sporna við áfengisdrykkju. - þj Rannsókn á vímugjöfum: Áfengi skaðar meira en heróín SKAÐVALDUR Ný rannsókn segir áfengi skaðlegasta vímugjafann.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.