Fréttablaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 2. nóvember 2010 3 Þannig lýsir Hákon Már Oddson reynslu sinni af gufuböðum, sem hann hefur stundað sér til heilsu- bótar um árabil. Hákon kynntist lækningamætti gufubaða fyrst af einhverri alvöru í Eistlandi og Finnlandi, í gegnum aðkomu sína að Leonardo, starfsmenntunar- áætlun Evrópusambandsins, en getur þess að þar sæki fólk þau þó ekki aðeins í heilsueflingarskyni heldur líka í félagslegum tilgangi og til andlegrar upplyftingar. „Gufuböð gegna margþættu hlutverki, til dæmis í Finnlandi. Vinnufélagar funda í þeim, sumir stunda þau í sama tilgangi og Íslendingar sækja skemmtistaði og í gamla Finnlandi fæða einhverjir í þeim börn og verja þar jafnvel síð- ustu stundum ævi sinnar. Sjálfur hef ég setið á margra klukkutíma löngum vinnufundi í gufubaði sem leystist svo upp í partí en Finnum finnst það fyrirkomulag kjörið til að hrista mannskapinn saman.“ Talið er að nánast hver einasta fjölskylda í Finnlandi eigi gufu- bað. Að sögn Hákonar eru gufu- böðin jafn ólík og þau eru mörg en í grunninn megi þó skipta þeim öllum í þrjár gerðir. „Rafmagns- sauna með upphituð- um steinum. Eld-sauna, hituð upp með annað- hvort inni- eða útiofni og svo „smoke-sauna“ eða reyk-sauna. Þá er eldur kveiktur undir steinhleðslu í gufubað- inu án þess að strompur sé og hægt að sitja inni á upphituðum steinum klukkutímum saman, en þannig kemst maður í fyrrnefnt hugleiðsluástand,“ segir hann og rifjar upp fyrstu heimsókn sína í finnska reyk-sauna. „Ég sótti hana í sérstöku sauna- safni sem er að finna í skógarjaðri þorpsins Muurame, nokkur hundruð kílómetra norður af Hels- inki. Gufubaðið var gríðarlega stórt og kynjaskipt eins og tíðkast í Finnlandi, þar sem karlarnir söfnuðustu naktir saman á efri hæðinni og hluti þeirrar neðri var lagður undir steina- hleðsluna. Þetta var svolítið sérstök reynsla fyrir Íslend- ing en síðan hef ég prófað ýmislegt þarna úti og meðal annars komið í kynjaskipta sundlaug þar sem allir svömluðu um kviknaktir!“ Munurinn á finnskri og íslenskri sauna-menningu er af þeim sökum augljós að mati Hákonar, sem finnst jafnframt fá gufuböð á land- inu komast nærri þeim finnsku að gæðum og þá meðal annars vegna lítillar loftræstingar. „Finnarnir gæta þess hins vegar alltaf að vel lofti í gegn,“ segir hann og bætir við að helstu hliðstæðu gufubaða hérlendis sé ef til vill að finna í heitu pottunum. „Stemningin er ekki ósvipuð þegar fólk situr saman í drykklanga stund í pottun- um sem eru af heitari gerðinni, og lætur fara vel um sig undir berum himni án þess að verða meint af vegna súrefnisskorts eða annarra óþæginda. Þá er dýrmæti staður- inn skammt undan.“ roald@frettabladid.is Fimm atriði sem þurfa að prýða gott gufubað að mati Hákons: ● Eldur kveiktur inni undir steinahleðslu, enginn strompur en reykurinn látinn sleppa út um gat. ● Vatn eða sjór verður að vera nálægt til að kæla sig í. ● Birkivöndur við hönd, til að slá sig með. ● Gæta þess að sauna-álfurinn, sem Finnar trúa á, sé glaður. ● Gufubaðið verður að vera heitt, skvetta á miklu af vatni á steinana en litlu þó í einu. Finnskir saunugestir bregða sér gjarnan út fyrir til að kæla sig niður. Hákon segir þá ekki láta það á sig fá þótt gufuböðin séu í miðju íbúðarhverfi. NORDICPHOTOS/AFP Framhald af forsíðu Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 jsb@jsb.is • www.jsb.is E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í s k h ö n n u n Heildrænt hug- og heilsuræktarkerfi. Sérstök áhersla lögð á miðjuna – kvið og bak. Hentar öllum aldurshópum og líkamsgerðum. Þú finnur strax árangur eftir fyrstu æfinguna án þess að reyna of mikið á þig. Lokuð 6 vikna námskeið 2x í viku í 60 mínútur: l Þriðjudaga og fimmtudaga kl 6:15, 10:30 og 12:00 l Mánudaga og miðvikudaga kl 16:30 Frjáls aðgangur að opna kerfinu og tækjasal. Verð kr. 13.900. Barnagæsla - Leikland JSB RopeYoga Staðurinn - Ræktin Velkomin í okkar hóp! Innritun hafin á síðustu námskeið fyrir jól í síma 581 3730 Ný námskeið hefjast 14. nóvember telpurS onuK r DREKINN WUSHU FÉLAG REYKJAVÍKUR HEILSUDREKINN ¦ SKEIFAN 3J ¦ SÍMI: 553 8282 ¦ heilsudrekinn@heilsudrekinn.is ¦ www.heilsudrekinn.is (KUNG-FU) Taijiquan fyrir byrjendur mánudaga, miðvikudaga kl. 18:15 og laugardaga kl. 9:15 WUSHU QI GONG TEYGJUR TAICHI Changquan fyrir byrjendur mánudaga og miðvikudaga kl. 19:15 NÝTT! Sjálfsvarnarnámskeið fyrir konur TilboðÞú kaupir 3. mánaðar kort sem gildir í 4 mánuði Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 90 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Opið mán.-fös. 10-18. Lau. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is TVEIR ALVEG SPLÚNKUNÝIR teg. 7273 - létt fylltur og flottur í BC skálum á kr. 4.350,- buxur í stíl á kr. 1.990,- teg. 11008 - blúnduhaldari í BC skálum á kr. 4.350,- buxur í stíl á kr. 1.990,-

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.