Fréttablaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 40
24 2. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR Norska sveitin Datarock spilar hér á landi í annað sinn á föstudaginn. Fredrik Saroea ræddi við Frétta- blaðið um kynni sín af Íslandi og einn milljarð Datarock-hlustenda. Norsku danspoppararnir í Data- rock spila á Nasa á föstudags- kvöld. Hljómsveitin kemur fram á tónleikaröðinni Direkt ásamt sænsku hljómsveitinni Wildbirds & Peacedrums, Slaraffenland frá Danmörku, Budam frá Færeyjum og þeim Hjaltalín, Retro Stefson, Berndsen og Orphic Oxtra. Datarock spilaði síðast hér á landi á Airwaves-hátíðinni fyrir fjórum árum. Forsprakkinn Fre- drik Saroea er afar spenntur fyrir því að endurnýja kynni sín af landi og þjóð. Hann kíkti meðal annars við í Bláa lóninu í Airwaves-eftir- partíi þar sem danstónlistin dun- aði. „Þetta var einhvers konar blanda af Íslandi, Ibiza og Miami í Bláa lóninu. En tónleikarnir okkar voru skemmtilegir og ég sá dálítið af hinum böndunum spila. Það var mjög gaman,“ segir hann. „Þegar við stofnuðum hljómsveitina var okkar eini metnaður að spila í Tókýó, New York og í Reykjavík. Þannig að þegar við spiluðum á Iceland Airwaves höfðum við náð öllum okkar markmiðum.“ Datarock náði töluverðum vin- sældum í Bretlandi eftir spila- mennskuna á Airwaves og varð hluti af nýrri bylgju sem kallaðist New Rave. „Allt í einu vorum við hluti af þessari nýju partímenn- ingu og síðan þá höfum við spilað úti um allan heim,“ segir Fredrik. „Við höfum spilað á sjö hundruð tónleikum í 33 löndum og farið í sautján tónleikaferðir um Banda- ríkin. Á einni þeirra spiluðum við á 42 tónleikum á sex vikum og á ann- arri ferðuðumst við til 26 borga á einum mánuði. Það var hræðilegt því við höfðum ekki beint einkaþot- ur til umráða. Við þurftum að ferð- ast í bíl í á bilinu þrjár til þrettán klukkustundir á hverjum degi.“ Datarock hefur á ferli sínum átt lög í 22 tölvuleikjum, dýrum aug- lýsingum fyrir Coca Cola og iPod Nano, og í sjónvarpsþáttum á borð við Chuck. „Fjórir þessara tölvu- leikja eru FIFA-leikir og hver þeirra hefur selst í að meðaltali tíu milljónum eintaka. Framleið- endurnir telja að að minnsta kosti hundrað milljónir manna hafi heyrt í Datarock í FIFA-leikjum, sem er fáránlegt,“ útskýrir Fredrik. „Við erum ekki mjög þekkt hljóm- sveit en þegar þessu öllu er bland- að saman hefur hátt í milljarður manna kynnst Datarock án þess kannski að vita endilega hverjir við erum,“ segir hann og hlær. „Það er áhugavert að sjá hvern- ig hægt er að ná langt alþjóðlega með ótrúlegri kynningu í gegn- um þessa nýju fjölmiðla. Ástæð- an fyrir því að við urðum svona alþjóðlegt band er netsíður á borð við Myspace. Án þeirra hefði eng- inn vitað af okkur.“ Eftir að hafa greint blaðamanni frá söngleik sem Datarock er með í bígerð tjáir Fredrik sig um tón- leikana á Nasa. „Síðast þegar við spiluðum á Íslandi skemmtu allir sér mjög vel. Ef áhorfendur hjálpa okkur dálítið lofum við að gera okkar besta til að búa til partí sem verður erfitt að gleyma.“ freyr@frettabladid.is Milljarður vegna Myspace DATAROCK Norsku danspoppararnir í Datarock spila á Nasa föstudagskvöldið 5. nóvember. - bara lúxus Sími: 553 2075 MACHETE 5.50, 8 og 10.10(POWER) 16 ÚTI ER ÆVINTÝRI 2 5.50 - ISL TAL 16 TAKERS 8 og 10.10 7 THE SOCIAL NETWORK 7.30 og 10.10 L AULINN ÉG 6 - ISL TAL L 650 kr. 650 kr. 650 kr. 650 kr. 650 kr. POWER SÝNIN G KL. 10 .10 TILBOÐ í bíó. Gildir á allar sýningar dagsins. BESTA SKEMMTUNIN ET „SJÓNRÆN VEISLA Í ÞRÍVÍDD“ USA TODAY SKEMMTIR FULLORÐNUM JAFNT SEM BÖRNUM LANGFLOTTASTA ÞRÍVÍDDAR MYNDIN SÍÐAN AVATAR ÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI 10 10 10 16 7 7 16 16 L L L 10 10 10 10 7 7 7 16 16 L L L SELFOSSI 7 16 12 - JOBLO.COM „A HAUNTING, TOUCHING AND UNFORGETTABLE THRILLER.“ - BOXOFFICEMAGAZINE 100/100 „ONE OF THE YEAR’S MOST POWERFUL THRILLERS.“ - HOLLYWOOD REPORTER 100/100 - VARIETY Stephen King segir: „Það gildir einu hvort að þú sért unglingur eða kvikmynda- áhugamaður á fimmtugsaldri, þú verður dolfallinn.”. KODI SMIT-MCPHEE CHLOE GRACE MORETZ RICHARD JENKINS Frá leikstjóra Cloverfield  S.M. - AH  O.W. - EW LET ME IN kl. 8 - 10:30 THE SWITCH kl. 6 - 8:10 - 10:20 KONUNGSRÍKI UGLANNA-3D M/ ísl. Tali kl. 5:50 ÓRÓI kl. 5:50 - 8 - 10:20 THE TOWN kl. 8 - 10:30 THE TOWN kl. 6 - 9:15 FURRY VENGEANCE kl. 6 DINNER FOR SCHMUCKS kl. 8 - 10:30 ALGJÖR SVEPPI-3D kl. 6 LET ME IN kl. 8 - 10:30 THE SWITCH kl. 8 KONUNGSRÍKI UGLANNA-3D M/ ísl. Tali kl. 5:50 LEGEND OF THE GUARDIANS-3D ótxt Ensku kl. 5:50 ÓRÓI kl. 10:10 THE TOWN kl. 8 - 10:30 FURRY VENGEANCE kl. 5:50 KONUNGSRÍKI UGLANNA-3D ÍSL TAL kl. 6 LET ME IN kl. 8 - 10:10 ALGJÖR SVEPPI kl. 6 THE SWITCH kl. 8 ÓRÓI kl. 10:10 SOCIAL NETWORK kl. 8 THE AMERICAN kl. 10:20 NORÐ VESTUR kl. 6 ÓRÓI kl. 8 REMEMBER ME kl. 10:20 KONUNGSRÍKI UGLANNA ÍSL TAL kl. 6 ÞRIÐJUDAGSBÍÓ KR. 650* ÞRIÐJUDAGSBÍÓ KR. 650* ÞRIÐJUDAGSBÍÓ KR. 650* SÍMI 564 0000 16 16 L 16 16 7 12 L L L SÍMI 462 3500 16 L 16 7 12 MACHETE kl. 8 - 10 ÚTI ER ÆVINTÝRI 2 kl. 6 TAKERS kl. 10.15 SOCIAL NETWORK kl. 8 BRIM kl. 6 SÍMI 530 1919 12 L 16 7 12 L KIDS ARE ALLRIGHT kl. 8 - 10.15 MEÐ HANGANDI HENDI kl. 6 INHALE kl. 6 - 8 - 10 SOCIAL NETWORK kl. 6 - 9 BRIM kl. 6 - 8 EAT PRAY LOVE KL. 10 MACHETE kl. 5.40 - 8 - 10.20 MACHETE LÚXUS kl. 10.20 ÚTI ER ÆVINTÝRI 2 kl. 3.40 INHALE kl. 6 - 8 - 10.40 TAKERS kl. 10 SOCIAL NETWORK kl. 5.20 - 8 - 10.35 BRIM kl. 4 - 6 EAT PRAY LOVE kl. 8 AULINN ÉG 2D kl. 3.40 AULINN ÉG 3D kl. 3.40 .com/smarabio ATH: Tilboðin gilda ekki í Borgarbíói 7 pt ÞRIÐJUDAGAR ERU TILBOÐSDAGAR! Gildir ekki í Lúxus 700 700 700 700 700 700 „Það er ekkert töff við það að leggja í einelti!“ Sverrir Þór Sverrisson, skemmtikraftur. Þér er boðið að sækja borgarafund í eineltisátakinu Stöðvum einelti! Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 3. nóvember kl. 20:00 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.