Fréttablaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 26
 2. NÓVEMBER 2010 ÞRIÐJUDAGUR6 ● fréttablaðið ● jólahlaðborð Vesturslóð, nýr veitingastaður í Edinborgarhúsinu á Ísafirði, ætlar að blanda saman jólum og rokki á jólahlaðborði fyrstu þrjá laugardagana í desember. Boðið verður upp á hefð- bundið jólahlaðborð að hætti hjónanna Antons Viggóssonar og Katrínar Stefánsdóttur, eigenda Vesturslóðar, og að borðhaldi loknu mun rokksýn- ingin Rokk og jól bresta á. „Þetta verður bara sígilt, skreytt, flott jólahlaðborð,“ segir Anton. „Þetta verða um fjörutíu réttir, heitir réttir, kaldir réttir, kjöt, fiskur og allt hefðbundið meðlæti og síðan verður gott úrval eftir- rétta. Við leggjum mikið upp úr því að halda tryggð við hefðirn- ar, hafa þetta í þeim stíl sem tíðk- ast hefur undanfarna áratugi á ís- lenskum jólahlaðborðum.“ Þau Anton og Katrín fluttu til Ísafjarðar frá Þorlákshöfn gagn- gert í þeim tilgangi að opna veit- ingastað og opnuðu Vesturslóð, í húsnæðinu þar sem Amma Habbý var áður, fyrir um það bil tveim- ur mánuðum. Hvernig hafa Ís- firðingar tekið á móti þeim? „Það er alveg rífandi start hjá okkur hérna og Ísfirðingar hafa tekið mjög vel á móti okkur,“ segir Anton. Jólahlaðborðið verður fram- reitt í stóra sal Edinborgarhúss- ins og þegar fólk hefur satt hungr- ið verður rokksýningin Rokk og jól, þar sem fjórir söngvarar og hljóm- sveit flytja alkunn rokklög undir stjórn Elfars Loga Hannessonar. Lagavalið er ekki af verri endan- um, sótt er í smiðju Rolling Stones, Led Zeppelin, Janis Joplin, Queen og fleiri rokkgoða. En er rokk eitt- hvað jólalegt? „Kannski ekki,“ segir Anton og hlær. „En við látum Björg- vin Halldórsson og Frostrósirnar alveg um jólalögin. Þetta verður hresst „sjóv“ sem ætti að falla vel að smekk þeirra sem eru á miðjum aldri og vonandi allra hinna líka. Það verður allavega mikið fjör, því get ég lofað.“ - fb Rokkað jólahlaðborð Rokkuð jól á Ísafirði. Anton og Katrín við Edinborgarhúsið þar sem Vesturslóð er til húsa. BB/HALLDÓR SVEINBJÖRNSSON „Þetta er svona algjörlega hefð- bundið jólahlaðborð eins og maður man eftir í gamla daga,“ segir Hjalti Sverrisson, sölu- og markaðs- stjóri Ringhótelanna, um jólahlað- borðið á Hótel Stykkishólmi. Jóla- hlaðborðið verður laugardagana 20. og 27. nóvember og laugardag- inn 4. desember og að máltíð lok- inni verður slegið upp balli þar sem Valli sport þeytir skífum. Í tengslum við jólahlaðborðið býður Hótel Stykkishólmur upp á tilboð á gistingu, fimm þús- und krónur á mann fyrir nóttina í tveggja manna herbergi, morgun- verður innifalinn. Hjalti segir tölu- vert algengt að fólk nýti sér helg- artilboðin, enda sé alveg gráupp- lagt að byrja jólaundirbúninginn með helgarslökun og jólahlaðborði á Snæfellsnesinu. „Mér finnst Stykkishólmur fallegasti bær á landinu,“ segir hann, „og þangað er ekki nema tveggja tíma akstur frá Reykjavík.“ Hótel Stykkishólmur er nýupp- gert hótel með öllum nútímaþæg- indum, auk þess sem hótelið státar af einni glæsilegustu svítu lands- ins, ef menn vilja virkilega dekra við sig. - fsb Byrja jólin á helgar- slökun og hlaðborði Stykkishólmur er fallegasti bær á landinu, segir Hjalti Sverrisson. Jólahlaðborð hefjast síðar í þess- um mánuði og víða troða skemmti- kraftar upp með leik og söng á föstudags- og laugardagskvöldum. Af þeim stöðum sem bjóða upp á tónlistaruppákomur á jólahlað- borðum í ár má nefna Grand Hótel í Reykjavík en Eyjólfur Kristjánsson og Jón Ólafsson flytja þar íslensk- ar og erlendar dægurlagaperlur í bland við jólalög. Vox veitingahús fær óperudívurnar Davíð Ólafsson og Stefán Helga Stefánsson til að skemmta gestum. Þá spilar Helgi Már Hannesson píanó- leikari hátíðlega kvöldverðar- tónlist. Tónlistarkonan Guð- rún Árný Karlsdóttir leikur á píanó og syng- ur fyrir jólahlaðborðs- gesti Hótel Loftleiða í vetur og tónlistin á jóla- hlaðborðinu í Súlnasal á Hótel Sögu er í hönd- um Agnars Más Magnús- sonar. Eftir borðhald taka þeir Jógvan, Sigur- jón Brink og Pálmi Sigur- hjartarson við gestum með söngskemmtun. Á Broadway er heldur óvenju- legt jólahlaðsborðsþema, svokall- að Michael Jackson jólahlaðborð þar sem Gunnar Þórðarson hefur yfirumsjón með tónlistinni og Egill Eðvarðsson sér um leikstjórn. Vilji fólk skreppa út fyrir bæinn má meðal annars nefna jólahlað- borð Hótel Arkar en þar munu Sigga Beinteins og Daddi diskó sjá um veislustjórn. LAVA, veitingastaður Bláa lónsins, býður upp á tónlistar- veislu sem verður meðal ann- ars í höndum Ara Braga Kára- sonar og Ómars Guðjónsson- ar. Þá er Stapinn, Hljómahöll Reykjanesbæjar, með skemmti- dagskrá í höndum Bald- urs Þóris Guðmundsson- ar en meðal skemmti- krafta sem koma þar fram eru Lifun frá Keflavík og Selma Björnsdóttir söng- kona. - jma Skemmtikraftar í ár Guðrún Árný Karlsdóttir leikur á píanó og syngur á jólahlaðborði Hótels Loftleiða. Eyjólfur Kristjánsson skemmtir ásamt Jóni Ólafssyni skemmta á jólahlaðborði Grand Hótels. Aðventuferð fjölskyldunnar í Bása er fastur liður í vetrar áætlun ferðafélagsins Útivistar. Eftir göngur, útileiki og föndurstund þar sem skálarnir eru skreyttir leggja þátttakendur jafnan veisluföng á borð. Hver og einn dregur þá upp úr pússi sínu eitthvað gómsætt og girnilegt og gefur öðrum með sér. Úr þessu verður hinn fínasti há- tíðaverður. Á eftir er kvöldvaka þar sem jólasveinar kveðja dyra, enda heimkynni þeirra skammt undan þar sem Básar eru í miðj- um fjallasal. Aðventuferðin þetta árið er áformuð dagana 26. til 28. nóvem- ber. Oft er hvít jörð í Mörkinni á þeim tíma, sem hjálpar gestum að komast í jólaskap. - gun Allir leggja eitthvað til Fjölbreytnin er allsráðandi á hlaðborð- inu í Básum. MYND/ÚTIVIST Flatkökur sóma sér vel á borðinu. KONUKVÖLD MIÐVIKUDAGINN 3. NÓVEMBER FRÁ 18:30-21:00 ÓTRÚLEG TILBOÐ: 35% AFSLÁTTUR AF ALLRI JÓLAVÖRU 2 FYRIR 1 AF MARSEILLE SÁPUM 2 FYRIR 1 AF ÖLLUM KUBBAKERTUM 30 ÖNNUR FRÁBÆR KONUTILBOÐ KYNNINGAR: KARL K. KARLSSON NÓI SIRÍUS BÚRIÐ ÖLGERÐIN EKKI MISSA AF ÞESSU FRÁBÆRA KVÖLDI DAGSKRÁ: JAZZ FROSTRÓSIR HAPPADRÆTTI © IL V A Ís la n d 2 0 10

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.