Fréttablaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 46
30 2. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR MORGUNMATURINN „Ég fæ mér hafragraut alla morgna og set undanrennu út á.“ Þórunn Lárusdóttir leikkona „Við munum taka skiltið niður,“ segir Ómar Geir Þorgeirsson, formaður knattspyrnudeildar HK. Stórt og mikið flettiskilti blasir við ökumönnum þegar keyrt er inn í Kópavoginn. Á því er merki HK og fullyrt að það sé aðeins eitt stórveldi í Kópa- vogi. Athyglisverð fullyrðing þegar HK er í fyrstu deild en erkifjendurnir í Breiðabliki eru nýbúnir að landa fyrsta Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu karla. „Skiltið fór upp þegar við vorum enn þá í úrvals- deildinni fyrir nokkrum árum en þar sem það varð endurnýjun í stjórn knattspyrnudeildarinnar er þetta bara eitt af þeim verkefnum sem eftir á að fara í,“ bætir Ómar við. Eins og margir ættu að vita eru erkifjendurnir í Breiðabliki ríkjandi Íslands- meistarar í meistaraflokki karla og því hafa ein- hverjir sett spurningarmerki við Stórveldisskiltið. „Mér finnst þetta ekkert vandræðalegt. Blikarnir setja bara viðmið og við verðum að eltast við það. En skiltið mun einhvern tímann fara upp aftur,“ segir Ómar og hlær, en HK lenti í 8. sæti í fyrstu deildinni í sumar. Einar Kristján Jónsson, formaður knattspyrnu- deildar Breiðabliks, setur enga pressu á HK-inga. „Mér finnst bara gott ef félögin geta haft húmor sín á milli. Ef þeir auglýsa að það sé bara eitt stórveldi í Kópavogi, þá er það bara af hinu góða.“ - ka Stórveldisdraumar á hilluna EKKI LENGUR EITT STÓRVELDI Í KÓPAVOGI Knattspyrnudeild HK ætlar að fjarlægja flettiskiltið en formaðurinn hefur fulla trú á því að það verði sett upp aftur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Sverrir Guðnason, sjónvarpsleik- ari frá Svíþjóð, mun leika stórt hlutverk í fjögurra þátta sjón- varpsseríu sem byggð er á bók Árna Þórarinssonar, Tíma nornar- innar. Sverrir hefur getið sér gott orð fyrir leik sinn sem Pontus í Wallander-sjónvarpsmyndunum en þær hafa verið sýndar á RÚV við miklar vinsældir. Að sögn Guðrúnar Eddu Þórhannesdóttur, framleiðanda þáttaraðanna, verð- ur sjónvarpsserían sýnd í norska, sænska og finnska ríkissjónvarp- inu auk RÚV og þá er verið að ganga frá dreifingarsamningum við aðrar sjónvarpsstöðvar. Tími nornarinnar var á sínum tíma sett upp í Útvarpsleikhús- inu og mun Hjálmar Hjálmarsson, bæjarfulltrúi Næstbesta flokks- ins, endurtaka hlutverk sitt sem Einar blaðamaður. Tökurnar fara að mestu leyti fram fyrir norð- an. „Leiðin liggur meðal annars í Skagafjörð og við endum síðan á Akureyri,“ segir Guðrún en fjöldi ungra leikara kemur við sögu í þáttunum. Nægir þar að nefna Þóri Sæmundsson, Einar Aðal- steinsson, Ísgerði Elfu Gunnars- dóttur og Kára Viðarsson. Guðrún segir jafnframt að reynsluboltum á borð við Örn Árnason og Maríu Ellingsen muni bregða fyrir í þáttunum. Ari Kristinsson verður töku- maður sjónvarpsþáttanna en fyrsti þáttur fer væntanlega í loftið í byrj- un mars.„Við verðum í tökum fram í byrjun janúar, tökum okkur smá jólafrí,“ segir Guðrún, sem reikn- ar með því að höfund- urinn sjálfur, Árni Þórarinsson, muni mæta á tökustaðinn og skoða aðstæður. „Hann hefur fylgst mjög vel frá upphafi og ég geri ráð fyrir því að það muni halda áfram.“ Friðrik Þór fær Wallander-leikara KEMUR TIL ÍSLANDS Sverrir Guðna- son hefur aðallega leikið í sænsk- um kvikmyndum og sjónvarpsþátt- um en kemur til Íslands og leikur í spennuþáttaröðinni Tíma nornar- innar eftir Friðrik Þór. Að sögn Guðrúnar Eddu Þórhannesdóttur verður þáttaröðin sýnd í sænska, norska og finnska ríkissjónvarpinu. „Þetta er stóra stökkið og stórtíð- indi fyrir hið bolvíska samfélag. Allavega hoppaði konan mín hæð sína af kæti,“ segir Guðmund- ur Gunnarsson sjónvarpsmaður. Hann verður annar af kynnum í söngvakeppni Sjónvarpsins en Ragnhildur Steinunn mun snúa aftur á skjáinn eftir fæðingar- orlof sitt og stýra keppninni af sinni alkunnu snilld með honum. Guðmundur vakti fyrst athygli fyrir skemmtileg innslög frá landsbyggðinni í fréttatímum Sjónvarpsins en hann hefur að undanförnu verið að gera þættina Á meðan ég man þar sem gam- alt efni úr safni Ríkissjónvarps- ins er í aðalhlutverki. Guðmund- ur segist gera sér vel grein fyrir því út í hvaða hákarlalaug hann sé að stökkva, söngvakeppnin sé stór hluti af íslenskri sjónvarps- menningu enda fylgist rúmlega helmingur þjóðarinnar allajafna með. „Það koma allir til með að hafa skoðanir á því hvernig maður segir hlutina og ekki síst í hverju maður er í útsendingu,“ segir Guðmundur en eins og frægt er orðið hellti fagstjóri fatahönn- unardeildar LHÍ sér yfir þær Evu Maríu og Ragnhildi Stein- unni í fyrra og gagnrýndi þær harðlega fyrir klæðaburð sinn í úrslitaþættinum. Guðmundur segist ekki hræðast slíkar skeyta- sendingar en bætir því við að það verði gott að hafa vana mann- eskju sér við hlið. Sjónvarpsmað- urinn fer að hlæja þegar hann er spurður hvort hann sé ekki hrein- lega næsti „Gísli Einarsson“, sjón- varpsstjarna landsbyggðarinn- ar, en sá vinsæli sjónvarpsmaður var einmitt einnig kynnir við hlið Ragnhildar Steinunnar fyrir daga Evu Maríu. „Ég er allavega ekki jafn frýnilegur og Eva,“ segir Guðmundur af mikilli hógværð. Guðmundur á sér sitt uppá- haldslag sem er Lífið er lag með hljómsveitinni Módel. Hann viður- kennir hins vegar að hann sé svona laumuaðdáandi, ólíkt syni sínum sem sé einhver harðasti Eurovision-aðdáandi sem sögur fari af. „Og hann verður örugg- lega mjög sáttur, ég verð eigin- lega að hringja í hann og segja honum frá þessu.“ freyrgigja@frettabladid.is GUÐMUNDUR GUNNARSSON: NÝR KYNNIR Í SÖNGVAKEPPNINNI Verður gott að hafa Ragn- hildi Steinunni sér við hlið Í STAÐ EVU MARÍU Guðmundur Gunnarsson mun taka sér stöðu við hlið Ragnhildar Steinunnar þegar söngvakeppni Sjónvarpsins hefur göngu sína og kynna til leiks þau lög sem keppa um að verða framlag Íslands til Eurovision.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.