Fréttablaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 8
8 2. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR 1. Með hvaða liði leika knatt- spyrnukonurnar Edda Garðars- dóttir og Ólína Viðarsdóttir? 2. Við hvaða starfi tekur Dilma Rousseff á næstunni? 3. Hver er sambýlismaður Ásdísar Guðmundsdóttur fim- leikakonu? SVÖR 1. Örebro. 2. Forseta Brasilíu. 3. Kári Ársælsson. – Lifið heil Danatekt www.lyfja.is DANATEKT línan er krem, húðmjólk og hársápa fyrir alla fjölskylduna. Kremin næra þurra og viðkvæma húð og hlífa henni. Hársápan er svo mild að hana má nota á allan líkamann. Svansmerkið tryggir heilnæmi og gæði. Án parabena ilm- og litarefna Nánari upplýsingar á www.portfarma.is Nýtt í Lyfju www.lyfja.is ÍS LE N SK A /S IA .I S /L YF 5 19 70 1 0/ 10 9.990 (fullt verð 11.990) Bíldshöfða - Sími 585 7220 - OPIÐ ALLA DAGA 36 g #3, #4, #5, 25 stk. 42 g #1, #3, #4, #5. Verð: 2.290 25 stk. Mikið úrval af frábærum tilboðum - líttu við SKIPULAGSMÁL Fosshótel hafa áhuga á því að starfrækja hótel á ný í Hafnarstræti 98 á Akureyri, gamla Hótel Akureyri. Fyrirtækið hefur skoðað málið með bygginga- fyrirtæki og eigendum hússins, Saga fjárfestingabanka og KEA, að undanförnu. Hugmyndin er að gera gamla húsið upp í upprunalegri mynd og byggja 62 herbergja hótel með nýt- ingu byggingaréttar fyrir aftan húsið. Gert er ráð fyrir að húsið verði tveimur hæðum hærra en núverandi skipulag gerir ráð fyrir. Heildarkostnaður við að gera upp gamla húsið og reisa viðbygging- una fyrir aftan það er áætlaður allt að 700 milljónir króna. Ólaf- ur Torfason, aðaleigandi Fosshót- ela, segir í samtali við Vikudag á Akureyri að 30 til 40 störf myndu skapast á framkvæmdatímanum og svo 20 til 30 við rekstur hót- elsins. Hugmyndirnar hafa verið kynntar fyrir bæjaryfirvöldum. Húsið hefur lengi staðið autt og stóð til að rífa það um tíma, þar til það var friðað í nóvember 2007. Saga fjárfestingabanki og KEA keyptu það árið 2008 með það að markmiði að gera það upp. - þeb Fosshótel hafa áhuga á að endurbyggja hið gamla Hótel Akureyri: Vilja hótel í Hafnarstræti á ný HAFNARSTRÆTI 98 Húsið hefur að mestu leyti staðið autt undanfarin ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ÞÓRUNN VÍSINDI Ísland var í 31. sæti af 33 þjóðum í Evrópu yfir veittar doktorsgráður á hverja millj- ón íbúa í innlendum háskólum árið 2007. Íslenskir vísindamenn voru hins vegar í fjórða sæti yfir birtar greinar í alþjóðlegum vísindatímaritum á hverja milljón íbúa á árunum 2005 til 2009. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýslu sem danska vísindaráðuneytið gaf út á dögunum. - mþl Fáar doktorsgráður veittar: Afkastamiklir vísindamenn EFNAHAGSMÁL „Tími er kominn til að ræða um framtíðina og láta af umræðu um orsakir kreppunnar,“ sagði prófessor Michael Porter á Iceland Geothermal jarðvarmaráð- stefnunni sem fram fór í Háskóla- bíói í gær. Á henni var fjallað um klasamyndun í jarðvarmageira og hvernig hún gæti orðið grundvöllur aukins hagvaxtar. Porter sem er prófessor við Har- vard-háskóla í Bandaríkjunum og einn helsti fræðimaður heims á sviði stefnumótunar og samkeppn- ishæfni þjóða, kynnti á ráðstefnunni í gær niðurstöður rannsóknar sem unnin hefur verið undir hans hand- leiðslu á íslenska jarðvarmaklasan- um og hvernig efla megi uppbygg- ingu hans. „Jarðvarmi og klasamyndun honum tengd er einn þeirra þátta sem ég tel geta hjálpað landinu,“ sagði Porter og áréttaði að þótt hlutir hafi farið aflaga og tafið þjóð- ina á leið til aukinnar samkeppnis- hæfni þá skipti öllu máli að komast nú aftur á rétt ról. Porter gekk raunar svo langt að segja að Íslendingar mættu skamm- ast sín tækist þeim ekki að skapa jarðvarmageiranum nauðsynlega umgjörð til þess að dafna, en hann kallaði eftir því að mynduð yrði stefna um klasamyndun hér. „Við getum aldrei orðið öllum allt,“ sagði hann, sérhæfing væri nauðsynleg. Hér væru þó allar aðstæður til að hagnýta meira en orkuna eina og flytja út tækniþjónustu og sérþekk- ingu þá sem hér hafi orðið til. Porter benti á að orkugeirinn á Íslandi væri smár í alþjóðlegum samanburði og raunveruleg hætta væri á að Íslendingar misstu af lest- inni í samkeppni við aðrar þjóðir og yrðu af mannauði væri ekki þegar í stað gripið til markvissra aðgerða til að styðja klasann. Því væri nauð- synlegt að ryðja úr vegi ýmsum hindrunum og sníða af vankanta sem hamli geiranum. Til dæmis sé hamlandi hversu ráðandi opinber fyrirtæki séu í orkuframleiðslu, þótt í orði sé hún opin samkeppni. Þá virðist landið, fyrir reglur Evrópska efnahagssvæðisins, opið erlendri fjárfestingu en líði fyrir skort á gagnsæi. Gjaldeyrishöft hamli og eins sé regluverk tengt fjárfestingum í jarðvarmaverkefn- um íþyngjandi. „Umbætur til stuðn- ings jarðvarmaklasanum gagnast ekki honum einum heldur geta líka orðið fyrirmynd að því hvernig stað- ið er að viðskiptum á öðrum svið- um,“ sagði Michael Porter. olikr@frettabladid.is Jarðvarmageiri þarf umgjörð til að dafna Íslenskur jarðvarmageiri er smár í alþjóðlegum samanburði. Sérhæfð þjónusta og þekking er hins vegar verðmæt útflutningsafurð sem gæti orðið stoð aukins hagvaxtar sé hlúð að geiranum. Rætt var um jarðvarmaklasa á ráðstefnu í gær. Í HÁSKÓLABÍÓI Michael Porter segir sjálfsvorkunnina of áberandi hér á landi, en nú sé kominn tími til að horfa fram á veginn. „Við getum ekki dvalið endalaust við kreppuna,“ sagði hann. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.