Sameiningin - 01.10.1906, Blaðsíða 3
227
inenntastofnunum (rikisháskólum o. s. frvj, verSr nokkurn
tuna að verulega starfandi meölimum kirkjunnar, hvorki sem
lcikmenn né prestar. Það er Því lífsnauðsynlegt fyrir hverja
kirkjudeild, að hún fái ungmenni sf.i menntuð á menntastofn-
unum, Þar sem þau, auk þess að fá góða almenna menntun,
eru staðfest í kfistindómi sínum og í kærleikanum til kirkju
sinnar, fyrir aukna þekkmgu, sem þau fá á hvorutveggja, og
fyrir þá rœkt við hvorttveggja, sem þar er höfð fyrir þeim.
Það er lærdómsrikt að gæta að því í þessu sambandi, að allir
þeir úr vorum hópi hér vestra, sem prestar hafa orðið í kirkju-
félagi voru eftir að hafa fengið menntun sina hér, hafa einmitt
gengið á slíka skóla sem hér er um að rœða, og að enginn, sem
fengið hefir menntun sina algjörlega á hinum almennu mennta-
stofnunum hér í landinu, hef’ir tekizt á hendr prestsstarf vor á.
meðal. Enn fremr má taka það fram, að þeir af hinunv
menntuðu leikmönnum vorum, sem mestan og beztan þátt taka í
kirkjulegri starfsemi hjá oss, eru einmitt menn, sem fengið
hafa menntun sina á kristilegum skólum. Skyldi þetta vera til-
viljun ein? Eða er hitt ekki miklu liklegra, að hér sé um orsök
og afleiðing að rœöa? Að minnsta kosti er það reynsla ann-
arra kirkjudeilda, eins og þegar er tekið frarn, og er því lítið
álitamál, að eins er því varið hjá oss. Með þetta fyrir augun-
um ætti það að vera oss öllum hið mesta áhugamál, að ungíing-
ar vorir, sem menntast, fái kristilega menntun. Meturn vér í
raun og veru kristindóminn eins og vér ættum að gjöra, ætti
oss engu síðr að vera umhugað um að afla oss aukinnar þekk-
"'ingar á ho.ium og því, sem hann hefir komið til leiðar í heim-
inurn, en á veraldlegum hlutum, og þá, ætti oss að vera ljóst,
hvilíka yfirburði þeir skólar hafa, sem veita þetta hvorttveggja,
i stað þess að veita að eins hið síðara. Það er svo mikið rœtt
og ritað um menntun, sem ber vott um, að allt of víða hafa
nienn enga rétta luigmynd um, hvað sönn menntun er, að öllum
kristnum mönnum ber að skilja það, að sú menntun er algjör-
lega einhhliða og ónóg, sem ekk'i er gegnsýrð af anda kristin-
dómsins. Þeir, sem ekki vilja láta innrœta hinni uppvaxand'i
kvnslóð ákveðinn kristindóm, berjast auðvitað allsstaðar á
móti slíkri menntunarhugmynd: en öllum, sem annt er um Við-
hald ákveðins og lifanda kristindóms, ætti að vera ljóst gildi
hennar. Nema ungl'ingar vorir fái slika me.nntun, þurfum vér
ckki að búast við, að margir úr hópi hinna skólageng.iu manna
verði prestar eða áhugamiklir kristnir menn í öðrum stöðum.
Kirkjufélag vort hefir í mörg ár haft á. dagskrá sinni hið
svo kallaöa skólamál. Skólahugmynd kirkjufélagsins miðar