Sameiningin - 01.10.1906, Blaðsíða 17
241
í ísafoldarsöfnuði sýndi mér ekkert annað en góðsemi, og mér
ber að þakka þvi innilega.
Mér varð vel til fólksins í báðum þessurn byggðum, og eg
bið guð að leiða það allt á sínum vegum; og þó eg sjái það
aldrei aftr, þá vona eg, að heitir kærleiksstraumar megi renna
okkar á milli.
í byrjun Ágústmánaðar hélt eg til Winnipeg og dvaldi þar
fáa daga, áðr en eg fór þaðan til Pine Valley, Man. Tvær op-
inberar guðsþjónustur hafði eg méð fólk'i þar, skirði þrjú börn
oig hélt tvær likrœður, aðra á íslenzku yfir konu Mr. Kristjáns
Eyford, hina á ensku, yfir sœnskri konu. Báðar þær konur dóu
síðastliðinn vetr. En af því enginu prestr var viðstaddr við út-
farir þeirra, var eg beðinn að tala yfir le'iðum þeirra. Frá
beztu vinum kvenna þessara hefi eg heyrt, að þær hafi lifað
og dáið sem guðs börn í trúnni á frelsarann, Jesúm Krist. Það
er blessunarríkt að lifa í samfélagi við hann og deyja til að öðl-
ast dýrðina miklu, sem hann hefir oss búna. Lá.tum oss i
drottins nafni taka við því mikla hnossi. Oss er boðið það á
hverjum degi.
Framkoma fólksins við mig i Pine Valley fFurudalssöfn-
uðij var hin lofsverðasta, en tíminn var svo naumr, áð egkynnt-
ist ekki mörgum. Eg gisti hjá hr. Pétri Pálmasyni og ko.uf
hans. Þau hjón eru einstaklega vel kristin, skynsöm, skemmti-
leg og væn, og sýndu mér ekkert nema blíðu. Það er inndælt
að vera hjá þeim, sem trúin og kærleikrinn er ráðandi hjá í
öllu. Snöggvast skrapp eg su'ðr fyrir „linu“ — til Roseau í
Minnesota, og prédikaði þar sunnudaginn 19. Ágúst. Undan-
tckningarlaust allir landar í þeirri byggð komu til guðsþjón-
ustunnar. Þar skirði eg tvö börn. Eg gisti hjá hr. Guðvaldú.
Jackson þá fáu daga, sem eg var þar, og kynntist eg þar stórri
og myndarlegri fjölskyklu. Heimilið er mjög smekklegt; og
fólkið allt til fyrirmyndar í mannfélagi.iu. Dvöl mín þar var
hi:n skemmtilegasta.
Seinustu tvo sunnudagana, sem eg var i þjónustu kirkju-
féiagsins, prédikaði eg eftir ósk séra Friðriks Bergmanns í;
kirkju Tjaldbúðarsafnaðar i Winnipeg, i fjarveru hans.
Svo fel eg guði á hendr áraugritin af þessu starfi mínu. í
veikleika hefi eg leitazt við að prédika fagnaðarerindið um
Jesúm Krist eins vel og eg hefi getað. Eg hefi fundið til þess
iðulega, að eg er enn þá ungr og mig skortir reynslu og þekk-
ing; en hjarta mitt hefir verið einlægt, og eg hefi elskað sál-
irnar, sem eg hefi talað við; og heitasta bœn mín er sú, að þær