Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1906, Blaðsíða 2

Sameiningin - 01.10.1906, Blaðsíða 2
22Ó prestsins, og- komast svo að þeirri niörstööu, aö þaö sé staöa, sem eugan ætti að fýsa, að komast í. Þetta heyra svo ungling’- arnir almennt, og jafnaöarlega verör það þeirra skoöun líka. Til að varna því, að nokkur álíti þetta hugarburö tóman, vil eg geta þess, að í þessu efní tala eg aö nokkru leyti af reynslu. Eg er fœddr og uppalinn í íslenzkri byggð hér vestra, og drakk í mig þá almennu skoöun á unglingsárunum, aö prestsstaðau væri öllum stööum síðri. Á námsárum mínum fékk eg aldrei eitt ei'nasta upphvatningarorö frá nokkrum íslenzkum leik- manni í þá átt aö gjörast prestr. Þvert á móti. Þegar það íór aö kvisast, að eg myndi ef til vill liafa í hyggju að gjörast prestr, voru þeir margir, sem sterklega réðu mér frá, því, o.g það einmitt af þeirri ástœðu, aö þeir álitu stöðuna svo óálit- lcga. Nú má núkið vera, ef enginn annar hefir orðið fyrir ein- hverju svipuðu og eg. Eg veit dœmi til þess aö minnsta kosti, aö svo hefir verið. Flaldið þér nú, leikmenn góðir, að nieð þessu móti verði nokkurn tíma nœgir prestar vor á meöal? Sem kristnir menn ættuð þér að bera fyrir brjóstinu hag safn- .aðanna mörgu í kirkjufélaginu, sem engan prest hafa, og líka byggðanna, þar sem engir söfnuðir eru enn þá til. Einnig ætt‘i yðr að vera það áhugamál, aö af því gæti oröið, að kirkjufélag vort sendi sem fyrst trúboða út i heiðna heiminn. En ekkert getr orðið af þessu, nema starfsmenn kirkjufélagsins fjölgi. Það æfti að vera svo mikið áhugamál fyrir hinn kristna lý-ð vorn, að hver einstaklingr ætti stöðugt að flytja það sem beiðni frammi fyrir náðarhásæti drottins. Slik bœn myndi veröa heyrð, og um leið myndi deyja út sá öfugi hugsunarháttr, sem svo viöa gjörir vart viö sig, viðvíkjandi preststöðunni. Þá myndi ur.gir námsmenn hjá oss, sem hefði í hyggju aö verða prestar, tkki vera taldir af þvi, sem einhverju óviti, heldr miklu fremr vera hvattir til þess. Þá rnyndi fleiri kristnar rnœðr og kristn- ir feðr þrá það um fram allt annað að gefa son sinn í þjónustu kirkjunnar t:l að flytja fagnaðarerindið brœörum sínum og svstrum. Nema breyting verði í þessa átt, og hætt veröi að meta prestsstöðuna aðallega eftir þeim tekjum, sem hún veitir, <eða eftir einhverjum öðrum ámóta skökkum mælikvarða, fáuiu vér aldrei nœgilega nnarga presta. Annað, sem eg vildi be.nda á sem á.stœðu til þess að svo allt of fáir af hinum ungu námsmön.num vorum verða prestar, er það, að of fáir þeirra fá menntun sína á skólum. þar sem þeir verða fyrir beinlinis kristilegum áhrifum. Það er orði.i reynsla allra kirkjudeilda í landinu, aö ekki uema hverfandi brot af þeim, sem fá menntun sína algjörlega á hinum almennu

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.