Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1906, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.10.1906, Blaðsíða 14
..... 238 it'' Sigtr. JónassonarJ, Stefanía kona Jónasar Magnússonar aö •Ósi o. fl„ svo ef karlme'.inirnir vildi taka rögg á sig og leggja ofr litla rœkt við sönghœfileika sína, þá gæti söfnuðrinn haft g'óðan söng, á hverjum guðsþjónustufundi. — Ef til vill lagast Jjc tta, Jiegar kirkjan er komin upp og orgel er fengið og stöðugr organisti. Það ætti að gjöra það. Látum oss vona, að það verði. Árdalsmenn eru býsna vel á veg komnir með að liafa góðan söng í sínum söfnuði. Þeir hafa myndarlegan söngflokk og eru svo heppnir að hafa eina þrjá góða söngmenn, sem hver um sig getr stjórnað söngnum hve nær sem vera vill. Það eru þeir Þorsteinn Hallgrímsson, Árni Bjarnarson og Kristján Guðjónsson. Þátttaka safnaðarins í söng.ium er líka töluverð.þó þar vanti mikið á, að hún sé eins almenn og hún ætti að vera, eins almenn t. d. eins og í ensku kirkju'.ium mörgum hverjum, þar sem svo að segja hvert mannsbarn syngr. Þannig á safn- aðarsöngrinn að vera. Allir eiga að syngja. Söngrinn á að \era lofgjörð, sem stígi upp frá brjóstum allra, sem viðstaddir eru, hvort sem þeir hafa mikla rödd eða litla og hvort sem þeir kunna til söngs éða ekki. Ekki get eg endað svo línur þessar, að minnast ekki þeirrar mjög svo almennn velvildar, sem eg varð var við hjá fólki yfir- leitt. Fjöldi manna er gramr yfir því að þurfa að tapa af séra Rúnólfi sem presti, en sú gremja kom tiltölulega lítið fram við mig. Lang-flestir voru mér og okkr hjónum einkar góðir og mátu starf mitt öllum vonum framar. Seinasta sunnudaginn, sem eg var norðr frá, var eg í Árdal. .Að af loki'.ini guðsþjónustu og sunnudagsskóla talaði eg örfá ■orð til skólans, en húsfrú Hólnrfríðr Ingjaldsson flutti mér þakklætisorð frá skólanum. Þá talaði og formaðr safnaðar- ins, Tryggvi Ing'jaldsson, til mín fyrir safnaðarins hönd, flutti mér kveðjuorð hans og óskaði mér heilla og blessunar. Svaraði cg því örfárn orðum, og þakkaði fyrir ljúfa og góða samvinnu á sumrinu. Rétt áðr en við hjónin Iögðuni á stáð úr Breiðuvík var okkr gjörð þar óvænt heimsókn. Var það safnaðarfólk og aðrir, er verið hafa nágrannar okkar þessi tvö undanfarin sumur, sem heimsóttu okkr. Fœrði það með sér ýmislegt, sem þurfti til veitinga, og sló upp kveðjusamsæti þarna heima hjá okkr. Þar talaði Bjarni Marteinsson hlýleg kveðjuorð til okkar; en húsfrú Yalgerðr Sigurðsson, kona Stefáns kaupmanns Sigurðssonar, mjög ágæt kona, talaði nokkrum einkar fallegum kveðju- og árna'ðarorðum til litla drengsins okkar, og fœrði honum skraut-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.