Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1906, Blaðsíða 31

Sameiningin - 01.10.1906, Blaðsíða 31
255 Þar var ekkert skraut; allur húsbúnaöur var óbrotinn og við- •hafnarlaus. Konungur ætla'ði þegar á braut aftur, en þá kom ei'.in fylgdarmanna hans auga á járnhurð eina litla með styrkum lasum fyrir. Hann skundaði þegar til konungs, og benti honum á dyr þessar, og varð heldur svipglaður við. Nushirvan bauð Ali að opna dyr þessar. Ali varð fár við, en við það styrktust fylgdarmenn kouungs í þeirri ætlun, að þar myndi mikiö fé geymt inni. Dyrunum var lokið upp, konungur gekk inn, og hinir aðrir þustu allir in.i á hæla honum. í herbergi þessu voru engir peningar fundnir; þar var alls ekkert fémætt inni, en á einum vegg.ium hékk smalabúnaður og hattur, smalapípa og smalataska úr skinni. Ali gekk þá fyrir konung og mælti svo: ,,‘Þa er þú, herra, fyrir þrjátíu árum, lést mig verða náð- sr þinnar aðnjótandi og tókst mig að þér, var þessi hinn lélegi búnaður aleiga mín. Þá er þú gerðir mig gjaldkera þinn, lét eg smíða herbergi þetta, og réð til fasta með mér, aö viröa oft íyrir mér þennan hi.m fyrsta búnaö minn, til að geyma hjarta míns fyrir dramblæti, og til þess að gleyma aldrei trúmensku þeirri og hollustu, sem eg er um skyldur konungi mínum og velgerðamanm; cg þetta heit mitt hef eg efnt. Leyf mér nú, herra, að hverfa aftur til fjalla þeirra, er þú tókst mig frá, þótt svo sé, að eg megi ekkert með mér hafa, nerna búnað þennan, er einu sinni var aleiga mí.i.“ Allir þögðu, sem stokkar eða •steinar. Nushirvan varð þá litið til rógberanna. Þeir stóöu sneyptir mjög og niðurlútir. Konimgur tók þá gullkeðju af hálsi sér; var þar við fest myrid konungs i gullumgjörð, settrí dýrmætum gimsteinum. „Þigg þú þetta“—mælti hann við Ali; „og sé það vottur þakklætis hjarta míns fyrir trúmensku þína og hollustu. Eg vildi æskja þess, að ntér gæfist oft færi á, að gefa slíkar gjafir fyrir líkan hugsunarhátt og líka mannkosti." Sögur 11 in dýr. Eftir handriti H. Kr. Fr. IV. Maður er nefndur Segonsak, [ Parísarborg á Frakklandi; liann var af göfugum ættum, og embættismaður þar í borginni. Hann hélt vagnmann mjög drykkfeldan. Vagnmaður þessi á,tti hund, er gat mæta-vel séð, hversu á stóð húsbónda sínum. Hund- urinn sat ávalt í vagnsætinu á milli fóta húsbónda síns; þegar hann sá, að vagnmaðurinn var drukkinn. gó hann ávalt, og linti aldrei alla ferðina, sem hann vildi vara þá, er fram hjá

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.