Sameiningin - 01.10.1906, Blaðsíða 30
254
„Hvað þá?“—spurði gamli maðurinn, og horfði n'iður.
„Læ’s’einn. Elskarðu Jesú?“
„Ó! þú átt við lœrisvein. Já, litla stúlka mín, eg heyrí
drotni Jesú til“—sagði Mr. Burton.
„Viltu fá að clrekka vatn?“
„Já, það vil eg sannarlega, góð’in mín.“
„Þá skal eg færa þér það.“ Og Dísa litla var óðar horfin
inn á milli runnanna; en garnli maðurinn, sem lúinn var orðinn,
settist niður í grasið við veginn og beið.
Hann var farinn að halcla, að hann rnyndi elcki sjá hana
aítur, þegar hún kom með fallega postulíns-bollann sinn fullan
af köldu vatni. Þá kom afi hennar líka með krukkuna fulla af
vatni, svo að þyrsti ferðamaðurinn fékk alt Það vatn„ sem hann
þurfti til að svala sér á.
Afi hennar bauð honum héirn í húsið að borða. Þá var
Brúnn aktýgjaður og honum beitt fyrir vagn. Og afi sagðist
hafa lofað Dísu, að hún skyldi fá að aka með sér; og þau gætu
eins ekið til Woodbury eins og nokkuð annað. Öll fóru þau þá
upp í vagninn. Og garnli Brúnn hélt á stað. með Þau. Veg-
urinn var sléttur og véðrið gott og viðræðurnar ánægjulegar,
svo að þau voru komin t'il Woodbury áður en þau vissu af. Þar
skildu þau v'ið Mr. Burton. Hann sagðist alclrei myndi gleyma
litlu stúlkunni, sem færði honum svaladrykkinn; en á hverjum
degi, á meðan hann lifði, skvldi hann biðja guð að blessa hana.
Vercið, sem Dísa átti við, er í Matteusar guðspj. io, 42.
-------------------------o-------
SMALINN, SEM VARÐ GJALDKERI KONUNGS.
fHandrit H. Kr. Fr.J
Nushirvan Persakonungur hitti einhverju si.ini fátækan
smaladreng, að nafni Ali. Þótti konung'i dreagurinn einarður
og greindur í svörum, og fékk þvi góðan þokka til hans, tók
han'.i að sér, og lét menta hann, sem föng voru á, og að síðustu
gerði hann hann að gjaldkera sínum. í þessu embætti sínu
sýndi Ali bæði trúmensku og hollustu, en alt um það gerðust
margir öfundarmenn lians, og báru það út, að ha.in drægi uudir
sig mikið fé af eigum landsins. Orðrómur þessi barst og kon-
ungi til eyrna. Méð því að hann var sannfærður um. að þetta
væri ósatt, réð hann með sér, að láta rógberendur sér til skamm-
ar verða, svo að þeir fvndu til þess. Hann lést trúa orðum
þeirra, og kvað á dag, er Þeir skyldu allir fylgja honum til húss
Alis, svo að hann enga vitneskju fengi um það á undan. Ali
varð mjög forviða við komu konungs og fylgdarmanna ha.is;
fylgdi hann þeim ölluni að bóði konungs um öll húsakynni sín.