Sameiningin - 01.10.1906, Blaðsíða 29
253
„Get það ekki,“ —sagð'i Anna, og' herti sig enn meir með
að taka hýðið af ertunum.
Veslings-Dísu var heitt. Og lúin var hún líka. Hún hélt
liöndunum undir hökuna á sér með olnbogana á þröskuldinuni,
og vissi ekk'i, hvað hún átti til bragðs að taka. Tár kornu í
augun á henni. Hún tekur þá hvítu svuntuna sína og felur
htla andlitið í henni og fer að snökta. í því bili kemur afi
hennar utan úr garðinum og sér hana.
„Uss! Uss ! Hvað gengur að uppáhaldinu mínu?“—segir
hann, og sest á þrepið hjá henni, tekur hana inn að sér og þurk-
ar íraman úr henni svitann og tárin með hreina vasaklútnum
sínum. Hann er fljótur að skilja, hvað að er. Stendur á fæt-
ur og segir: „Kondu inn með mér og sýndu mér, hvar liann
er.“
Nú varð óðar andlitið á Dísu eintómt sólskin. Og hopp-
andi viö hliðina á afa sínum leiddi hún liann inn að skápnum i
borðstofunni. Og var nú ekki vitund lúin.
Afi hennar náði ofan fallega bollanum bennar. Tók vatns-
krukku og fylti liann með köldu vatni. Og svo fóru þau bæði
og flýttu sér, ]rað sem þau gá.tu, veginn niður frá húsinu.
I^egar gamli Mr. Burton lagði gangandi á stað um morg-
uninn til næsta bæjar, kom honum ekki til hugar, að leiðin væri
eins löng eða að það myndi taka eins upp á hann að ganga þetta.
Hann var ókunnugur á þessum stöðvum, og var á leið til sonar
síns. Þegar hann kom úr járnbrautarvagninum, var póstvagn-
inn farinn. Hann var of fátækur til þess áð kaupa sér keyrslu.
Þurfti hann því að fara fótgangandi þessar fimm rnílur í
steikjandi sólarhitanum.
Þó hann færi sér hægt, tók hann að þyrsta mjög, og óskaði
þess, áð hann hitti á vatnslind við veginn, en hún var engin til.
Hann sá þá stórt hús hvítt fram undán sér á hæð nokkurri, og
sagði þú við sjálfan sig: „Eg held eg verði að koma þar við
og fá mér að drekka. En—það er rikt fólk, sem býr þar, og
líklega heldur það um mig, að eg sé flækingur, og sigar svo
luindunum ef til vill á mig.“
Hægt og hægt kom hann nær. Hann horfði á fallega túnið
fvrir framan húsið, og á stóru trén, sem stóðu á því, og á svölu
skuggana undir þeim. Og þá varð hann var við, að lítil stúlka
slóð við framhliðið. Hún hafði á höfðinu hvíta barða-stóra lín-
hettu, sem faldi rósfagra andlitið, en augun bláu litu brosandi
upp á ókunnuga manninn, þegar hann heilsaði henni.
„Ertu læ’s’einn ?“—sagði hún við hann og var ögn feimin.