Sameiningin - 01.10.1906, Blaðsíða 4
228
■auövitað aö því að bœta úr þeim skorti á kristilegri menitim,
sem hjá oss er, auk þess að halda við hjá oss íslenzkri tungu
op; íslenzkum bókmenntum. Kœmist skólinn á, þyrfti hann að
veita almenna menntun auk þessara yfirburða, sem þegar eru
nefndir. Finnst mér það því sérstakt gleöiefni, að horfur virð-
ast til þess nú, að skólafyrirtœkið kom'ist i framkvæmd. Sú
grýla ætti að vera kveðin niðr sem fvrst, að ómögxdeg;t sé fyrir
kirkjufélagið að nota eim sameiginlegan skóla, þótt sumir,
sem þ.ví tilheyra, eigi heima í Bandaríkjunum, og sumir í Ca-
nada. Til eru menn fyrir sunnan, sem fengið hafa menntun
sína í Canada, og eins menn fyrir norðan, sem fengið hafa
menntun sína fyrir sunnan, og fjarstœða er aö ætla, að þeir
sé lakari borgarar í því landi, sem þeir búa í, fyrir það. Ná-
granna-kritr, sem enginn ætti að vera til milli Islendinga fyrir
norðan og sunnan „línu“, má ekki vera því til fyrirstöðu, að
allir taki saman hö.idum tíl að styðja að því, að hjá oss komist
á stofn hinn fyrirhugaði skóli til eflingar sannri menntun vor
á meðal. Það mun verða eitt hið sterkasta meðal til þess að
auka starfskrafta vora.
En meðan skólinn fyrirlmgaði ekki kemst á stofn, þurfum
vér að gjöra oss far um að nota þau tœkifœri, sem vér höfum,
til að veita ungmennum vorum kristilega menntun. Og í því
efni vil eg sérstaklega snúa mér til landa minna fyrir sunnaji
línuna, þar sem eg starfa meðal þeirra, og minna þá á að nota
það tœkifœri, sem þeim gefst, til að senda unglinga sína á
kristilegan skóla, þar sem þeim að auk gefst kostr á að nema
íslenzka tungu. Eg á við Gustavus Adolphus College í St.
Peter, Minn., þar sem hr. Magnús Magnússon er kennari í
íslenzku. Þó dálítið sé langt fyrir suma að sœkja á skólann,
mun það margfaldlega borga sig. — Vér stöndum betr að vígi
raunar en landar vorir fyrir norðan, því þar er enginn lúterskr
skóli cr til, og verða þeir þvi að gripa til þess óyndis-úrræðis_
að hafa kennara i ísleizku við skóla, sem ekki er lúterskr. Úr
sameiginlegri þörf þeirra og vor verðr aldrei fullkomlega boett
rsema komiö verði á stofn sameiginlegum skóla.
-------o------
Aramót fyrir 1906 eru nú fyrir skömmu komin út frá prent-
smiðju ,,Lögbergs“ i Winnipeg. Hefir ársrit þetta eins og til
stóð inni að halda gjörðab<)k síðasta kirkjuþings meö öllum þar
til heyrandi skjölum, og enn fremr fvrirlestrana tvo, sem fluttir
vöru á því þingi af þeim séra Birni B. Jónssyni og séra Kristni
K. Ólafssyni, svo og þingsetningarprédikan séra Friðriks Hall-
grimssonar.