Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1906, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.10.1906, Blaðsíða 6
230 nýtt ,,kver“ handa œskulýð vorum til þess aö læra á kristindóm- inn sinn, í viSbót við þau, er fyrir voru. Vegna þess aö kver þetta er í bundnu máli er það meðal þesskonar ritverka á vorri tungu algjörlega eitt í sinni röð, enda er oss ekki um það kunn- ugt, að kristin barnafrœði sé til í svona löguSum búningi á neinu öðru tungumáli. Eigi framvegis meSal fólks vors á ís- landi aS vera haldiS áfram aS láta börn læra heilar kennslu- boekr Þessa efnis orSrétt utan aS, þá er enginn vafi á því, aS svona löguS rímuS ,,kver“ eru hlunnindi, því ljóð er hœgra aS nema en óbundið mál og þau sitja fastar í minni'.iu. En það er nú orðin úrelt aðferð við frœSslu barna aS kenna þeim á- þennan hátt, hvort heldr kristindóm eða annaS. Og aS minnsta kosti tjáir þaö ekki hér meöal vor Vestr-íslendinga aS heimta af börnum til fermingar-undirbúnings svona mikla utanbókar- kunnáttu í kristnum frœðum með allt annað, sem þ;au óhjá- kvæmilega verða aS læra eða ná þekking á meSan þau ganga í alþýSuskólann. Þetta nýja „kver“ séra Valdemars er eiginlega safn af ljóðum út af hinum kristnu barnafrœðum, fremr en að kallazt geti frœöin sjálf, — nokkurskonar „katekismus“-.sálmar. TíSk- aöist slík ljóöagjörS talsvert fyrr á öldum í kirkju þjóöar vorr- ar og víðar, þó aö ekki væri í svona samfelldu lærdómskerfi. Önnur eins ljóö hljóta ávallt aö vera fremr þurr og geta sam- kvæmt hlutarins eSli naumast haft neitt verulegt skáldskapar- g'ildi. En naumast þarf að taka þaS fram, að vel muni vera geng- iö frá þessu ritverki eftir séra V. Br. aö þ,ví er mál og rím snertir. Höfundrinn er löngu áSr af hinum mörgu og ágætu skáldskaparverkum sínum að því þjóSkunnr, aö enginn íslend- ingr yrkir á jafn-léttu og liðugu máli eins og hann. Öll ljóö bans eru hrein og tær; gagnsæ eins og gler; óviöjafnanlega auðskilin og auSlærð. Og þessi eiginléiki hans birtist fyllilega á hinu nýja „kveri“ svo sem aö sjálfsögöu. Hann skiftir „kverinu“ } tvo meginþætti: kristileg trúar- atriði og kristilegar lifsreglur. Tala ljóSanna í fyrra þættinam er 20, en í síðara þættinum io; síSari þáttrinn er þó ekki miklu styttri en hinn. Erindin eSa versin í kverinu öllu eru samtals 295 (í trúarlærdóminum 143, í siðalærdóminum 150, auk þess formál'i eitt vers og eftirmáli annaðý, og fylgir hverju versi úti á spázíunnl tilvitnan í einhverja ritaingargrein því efni til skýringar, er versiS hljóöar um. En ekki er ætlazt til, aS börn sé skylduS til aö læra utan aö nema tiltölulega fátt úr því ritningargreinasafni. Af yfirliti þessu má sjá, aö „kver“ þetta

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.