Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1906, Blaðsíða 16

Sameiningin - 01.10.1906, Blaðsíða 16
240 'ferðarmál vor í einingu, og binrla oss sarnan nreð hinum sterku böudum trúarinnar og kærleikans. Eg hefi líka kannað aðra ókunnuga stigu, blessunarríka stigu, þar senr eg hefi í sumar verið aö prédika fagnaðarboðskap Jesú Krists. Þetta nýja verk, sem mér hefir fœrzt í fang, hefir veriö mér til nrikillar ánœgju og trúarstyrkingar. ÞaS hefir gefiS mér enn sterkari sanafœringu fyrir sannleika kristindóms- "ins, og hefir sýat mér, hváS hann er alveg nauSsynlegr, ekki aS eins til aS undirbúa sálir undir ríki guðs á h’imnum í eilifSinni, heldr líka til þess að gjöra menn aS nýtum borgurum i heimi þessum. 3. Júlí lagSi eg á staS frá Winnipeg á C. P. R. brautinni til Tantallon í Saskatchewan. Mér hlotnaðizt sú ánœgja aS vera samferða hr. Giuraari Jónssyni, sem heyrir til ísafoldarsöfnuöi og var fulltrúi þaðan á síSasta kirkjuþingi, en þeim söfnuði fór eg til aS þjóna. Þar dvaldi eg eina mánuö og var til húsa hjá Gunnari og Jóni Jóhannssonum, og Ásbjörgu konu hins síöarnefnda. Þau eru öll mjög skemmtileg og væn, og gjörðu allt til þess aS láta tímana verSa mér ánœgjulegan. Mér ber aö þakka þeirn innilega fvrir kærleiksríka framkomu viS mig. Reyndar á allt byggðarfólkiS þakklæt'i skiliS, því hvert sem eg fór, var mér allsstaðar tekiS meö báöum höndum. Kirkjulífið í söfnuði þessunr er í ágætu lagi. Allir vinna með áhuga aS hi.iu mikla málefni og í bróöurlegum og kristilegum kærle'ika. Eólk þar er vel upplýst aS öllu leyti og áhuginn fyrir hverju velferðarmáli sem er hinn lofsverðasti. Allar guösþjónusturn- ar, sem eg hafði þar m.e8 fólki, voru vel sóttar, og góðum • sunnudagsskóla var haldiö upp'i. Firnm sunnudagsskólakean- .arar voru þar, allir vel gefnir, og eg hafði mikla ángœju af að vinna meö þeim. Þótt eg væri aöallega sendr til að þjóna ísa- foldarsöfauöi, voru safnaðarmenn svo góöir að haga guðs- þjónustutíma sínum svo, aö eg gæti einnig þjónað HólasöfnuSi. sem er eitthvaö um tólf mílur í burtu. Þeir eiga þakklæti sk’d- iö bæöi frá mér og hinum söfaúðinum fyrir þessa velv'ild þeirra; og svo keyröu þeir mig fram og aftr á hverjum sunnudegi ó- keypis. Þetta sýnir sannarlegan bróðurhug. í Hólasöfnuöi fann eg ríkaa akr, sem var falhnn í hálf- gjörða órœkt, vegna þess að guðs orð hefir ekki veriS prédikað þar nema að litlu levti um rnörg ár. Samt sem áör hitti eg þar nokkra menn, sem höfðu mikinn áhuga fyrir kristindóminum; og yf'ir höfuö er fólkið prýðilega vel gefið og þarf að eins að fá styrkingu í trúnni á frelsarann og meira af anda hans; þá verðr þar sterkr söfnuðr, þvi efnið er hið bezta. Fólkiö þar eins og

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.