Sameiningin - 01.12.1959, Blaðsíða 4
2
Sameiningin
í'ullkomnun sína þar. Engin hugsun svo háleit, að hún fái
ekki ljóma sinn af lífi sveinsins, sem í jötu var lagður.
Þess vegna staðnæmdist stjarnan, sem fyrir hinum vitru
mönnum fór, yfir barninu litla. Þess vegna leiddi hún þá
fram hjá öllu, sem á leið þeirra varð, og leiddi þá að jötunni,
þar sem barnið liggur.
☆
Við erum öll á ferð. En það er ekki ein stjarna aðeins,
sem fyrir oss fer, heldur þúsund stjörnur, sem hver og ein
vísar oss veg til sinnar áttar. Vér fylgjum þeim og trúum
því, að hver einstök þeirra sé að leiða oss inn í einhverja
Ijómandi, skínandi framtíð, þar sem vonirnar rætist, draum-
arnir verði að verulekia. En hvert hafa þær stjörnur, sem
íyrir mannkyninu fóru á óralangri leið, leitt oss? Erum
vér komin inn í þá ljómandi öld farsældar og friðar, sem
stjörnurnar lofuðu?
Sumar þær stjörnur, sem ferðinni hafa ráðið, hafa leitt
oss langt. Og engin þó lengra en stjarna vísindanna, enda
hafa menn trúað henni bezt. Þeim sem djörfustu drauma
dreymdi um vísindin, þegar 20. öldin gekk í garð, kom
ekki til hugar það, sem nú er orðið. Og þó stöndum við nú
á mörkum stórkostlegra tímamóta, svo stórkostlegra, að
vel má svo fara að næsta kynslóð lifi miklu stórstígari bylt-
ingu en þá, sem vér höfum orðið vottar að, og finnst oss
þó nóg um framfarirnar, sem vér höfum lifað. í vinnustoí-
um vísindanna er verið að byrja að vinna úr svo furðu-
legum uppgötvunum, að ótrúlegar breytingar eru fram-
undan. Svo langt hefir stjarna vísindanna leitt oss.
En er þá ekki öllu borgið? Er nokkuð annað eftir en að
iylgja stjörnu vísindanna og stíga inn í vor stórrar fram-
tíðar?
Stöðvum fótmálið við þröskuldinn og gjörum oss í fullri
alvöru ljóst, að tveir ískyggilegir hlutir geta gerzt, sem geta
látið þá glæstu bygging, sem vér erum reiðubúin að ganga
inn í, annað tveggja hrynja yfir höfuð vor sem fánýta spila-
borg, eða falla yfir oss eins og holskeflu, sem tortímir öllu,
skilar engu lifandi á land.
Um eyðimerkur fávizku og hégóma, um sandauðnir
þekkingarleysis og hindurvitna hefir stjarnan, sem fyrir
vísindunum fór, leitt oss svo langt, að stór framtíð er að
opnast. Og þó er þessi stjarna ekki einhlít. Víðs fjarri þvi.