Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1959, Blaðsíða 16

Sameiningin - 01.12.1959, Blaðsíða 16
14 Sameiningin Söfnuður vor (Guðbrands) var stofnaður árið 1900, fyrir milligöngu séra Jónasar A. Sigurðsonar, sem þá var prestur á Hallson N. D. Á tímabili voru hér 35—40 íslenzkar fjölskyldur, en nú eru þær ekki nema 12—15, og lítið töluð íslenzka nema hjá okkur eldra fólkinu, sem alltaf fækkar. Margir Kirkjufélagsprestar hafa messað hér, en því miður get ég ekki gefið skrá yfir þá, vegna þess að kirkjubæk- urnar brunnu, og í þeim voru fundargjörningar fyrstu tíu áranna. Hina hef ég alla lesið, en ég held ég megi fullyrða, að aldrei hafi verið messað hér á jólunum eða að vetrarlagi, en alltaf hefir verið komið saman á aðfangadagskvöld frá íyrstu tíð, lesinn lestur og jólasálmar og söngvar sungnir af börnum og fullorðnum. En hvað um framtíðina? Okkur langar til að reyna í lengstu lög að syngja okkar dásamlegu íslenzku sálma og heyra íslenzkar prédikanir. Sem stendur þá skiptum við móðurmálinu og enskunni þannig, að presturinn flytur stuttar ræður bæði á íslenzku og ensku. Söfnuðurinn syngur sálma á báðum málunum. Þetta gengur vel, og allir sýnast vera ánægðir. Við höfum verið heppin, að fjórir prestar hafa heim- sótt okkur í sumar, þeir séra Eric S. Sigmar, séra Jón Bjarman, séra Ólafur Skúlason og séra Ingþór Indriðason. Sunnudagaskóli hefir verið haldinn af og til svo árum skiptir, og fram á þennan dag hafa börnin verið uppfrædd á íslenzku. Nú í fyrsta sinn er verið að uppfræða dreng, sem á að ferma, á ensku. Kvenfélagið er vel starfandi. Fundir fara fram á ensku. Peningum er varið til að hlynna að fátækum og veikum, styðja söfnuðinn og sjúkrahúsið í Morden, einnig sam- komuhúsið okkar og svo framvegis. Er þetta ekki fátæklegt og tómlegt að hafa messur í Samkomuhúsi? munuð þið spyrja. ■— Jú, það er satt, og ef við hefðum getað, þá langaði marga til þess að eiga kirkju. En það var ómögulegt, vegna þess að hér var of fátt fólk til þess að framfleyta svoleiðis byggingu, svo við reynum að komast af; setjum gólfdúk á gólfið, þegar messað er, prýðum prédikunarstól prestsins, hengjum upp gluggatjöld og svo framvegis. Svo þegar messan er byrjuð, finnum við nærveru Hans, sem sagði: „Þar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég einnig.“

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.