Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1959, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.12.1959, Blaðsíða 12
10 Sameiningin Mér er þessi dagur kærkomið tilefni til þess að flytja Dr. Valdimar Eylands þakkir í nafni hinnar íslenzku þjóð- kirkju og votta honum virðingu. Þeir söfnuðir hér heima, sem nutu um skamma hríð þjónustu hans, skilja það vel, að söfnuður hans í Winnipeg, sem hefur haft hann að hirði í tvo áratugi, heldur hátíð í þakkarskyni fyrir þann starfs- tíma. Og við skiljum það líka allir, að sú ágæta kona, sem staðið hefur við hlið hans í starfinu, meðtekur ríflegan hluta verðskuldaðra þakka.. Ég samfagna ykkur, kæru vinir, á hátíðis- og heið- ursdegi. Megi íslenzk kristni, austan hafs og vestan, uppbyyggj- ast í sinni allrahelgustu trú og bræðraböndin styrkjast. Náð Guðs og friður sé með ykkur öllum. Sigurbjörn Einarsson Áramótahugsanir Árin eru „hlekkur í tímanna festi“. Eitt gamlárskvöld frá bernskudögum mínum lifir mér sífellt í minni, mun ég þá hafa verið um tíu ára að aldri. Það var einmitt árið, sem aftansöngurinn var haldinn í kirkjunni okkar í Sigluvík. Það hafði nú aldrei átt sér stað áður, og þótti því mikið nýmæli vera. Héraðsskóli hafði þá verið stofnaður í Þykkvabænum, sem var næsta sveit við Vestur-Landeyjarnar, þar sem ég átti heima. Hafði kennarinn þar, Nikulás Þórðarson, tekið höndum saman við hinn unga og fjöruga farandkennara í Vestur-Landeyjum, Stein Sigurðsson skáld, í því að efna til aftansöngs í Sigluvíkurkirkju. Þótti það mikið nýmæli vera, og var litið þannig á það, úti um sveitina, sem mjög fréttnæmt atriði, einkum af yngra fólki og öllum almenn- ingi. — Svo vel vildi til, að gott var veður, vægt frost og rifahjarn um kvöldið, og kom fólk því í stórhópum ríð- andi, gangandi og á skautum. Varð þar fjölmenni. Söngur- Framh. á bls. 23 og 24.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.