Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1959, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.12.1959, Blaðsíða 13
Sameiningin 11 Kveðjumál Stefanía Sigurðsson 14. febrúar 1877 — 19. sepiember 1959 „Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn, fyrir drottinn vorn Jesúm Krist.“ 1. Kor. 15:57. Vér eigum hér samfund til þess að veita þessari framliðnu konu hina hinztu þjónustu sem sjálfsögð þyk- ir, undir þessum kringum- stæðum. Vér komum þá einnig hingað til þess að þakka og kveðja. Það er vissulega margs að minnast og margt að þakka á skiln- aðarstundum eins og þess- ari, þegar fulltrúar frum- herjanna á meðal vor eru lagðir til hinztu hvíldar. En þessi kona, sem vér kveðj- um nú, átti um margt sér- stöðu á meðal almennings á meðal vor. Yfirleitt má segja, að hún var lánsöm kona, og að hún naut mik- illar náðar. Það hefir lengi þótt mikils um vert á meðal vor íslendinga að geta rakið ættir til góðra manna. Það gat frú Stefanía, því að hún var af merku fólki komin. Faðir hennar var Ólafur smiður Þorsteinsson, frá Tungu í Grafn- ingi, og kona hans Elín Stefánsdóttir, prests Stefánssonar, frá Heiði í Mýrdal. Settust þau hjón fyrst að í Nova Scotia laust fyrir 1880, en fluttust síðar til Pembína, N .Dak., og bjuggu þar til dauðadags; hann andaðist 19. jan. 1910, rúmlega 79 ára, en hún 24. maí 1923, þá nálega 87 ára. Er Ólafi svo lýst, að hann hafi verið völundur á alla smíði, iðjusamur, þaullesinn á íslenzka vísu, ramíslenzkur í anda, félagslyndur og ákveð- inn vinur kirkju og kristindóms. Um Elínu er þess hins

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.