Sameiningin - 01.12.1959, Blaðsíða 18
16
Sameiningin
höfum á Guði, uppruna og ákvörðun mannlegs lífs, var
gefin „oftsinnis og með mörgu móti,“ í hlutfalli við þann
hæfileika, sem menn bjuggu yfir á hverjum tíma til að
trúa og tileinka sér hin opinberuðu sannindi.
Hvert er ferðinni heitið, og hvernig verður líðan vor
handan við gröf dauðra? Til þess að geta gjört sér grein
fyrir hugmyndum höfunda Nýja testamentisins í þessum
efnum og kenningum kirkjunnar um annað líf, er það óum-
flýjanlegt að rekja að nokkru hugsanaferil gyðingdómsins
um þetta, því að, eins og kunnugt er, er kristindómurinn
sprottinn upp úr hebreskum jarðvegi, og mun kirkjan og
kenning hennar jafnan bera þess menjar.
Eilífðarvonir hinna fornu Gyðinga voru ekki mikið
glæsilegri en gerðist á meðal Grikkja og Rómverja, sam-
tímis. En hugmyndirnar um framhaldslífið þroskuðust smárn
saman eftir því sem Gyðingarnir klifruðu upp og áfram,
eins og Guð gaf þeim máttinn og vitið til, hinn bratta stíg,
sem liggur til sigurhæða andans. Það er sams konar píla-
grímsganga og hver maður verður að takast á hendur á ævi-
leið sinni, ef hann á annað borð nálgast Guð, og kynnist
leyndardómum hans.
í þessu sambandi ber að minnast þess, að hugmyndir
manna um framhaldslífið voru nátengdar hugmyndinni um
Guð. Hinir fornu Hebrear voru fyllilega sannfærðir um,
að Jahve væri voldugur guð, en hann átti sér marga keppi-
nauta með öðrum þjóðum. Þetta kemur fram í boðorðinu
alkunna: „Þú skalt ekki aðra Guði hafa ...“ enda var það
almennt viðurkennt með Hebreum, að þótt Jahve væri
voldugastur guða, var hann ekki einn um hituna. Hver
þjóð hafði sitt goð eða guð, en valdsvið þeirra var jafnan
takmarkað við eigin land og þjóð. Þannig hugsuðu menn
sér, að áhrifasvið Jahve væri bundið við ísraelþjóðina og
Kanaansland. Við dauðann var manninum varpað í gryfju
undirheimanna, í myrkrið niðri í djúpinu, og Jahve minnt-
ist hans ekki framar (Sálm. 88:7). í dauðanum hafði forn
Hebreinn ekkert við að styðjast nema erfðakenningu feðra
sinna um skuggatilveru annars heims. Dauðraríkið stóð öll-
um opið, réttlátum sem ranglátum, með sömu kjörum. Jahve
hafði engan mátt eða áhrif á þessum stað og heldur engan
áhuga fyrir kjörum þeirra, er þar dvöldust. Á fyrstu stigum
hinnar trúarbragðalegu þróunar voru hugmyndir Gyðinga