Sameiningin - 01.12.1959, Blaðsíða 6
4
Sameiningin
minna oss á, hve margir í kristnum löndum myndu telja
þann mann geðveikan, sem byrjaði í alvöru á því að ganga
veg Krists, e. t. v. ekki fátæklingana, heldur hina, sem hafa
iniklu meira en gnægð.
Ó, allar vorar jólastjörnur, sem skreyta heimili vor á
þessum jólum, vér gleðjumst yfir þeim, en hugsum vér
nokkuð um það, hvert jólastjarnan leiðir oss, hvert vegur-
inn liggur frá jötunni?
Veginn lagði hann, sem frá himnadýrð kom, til þess-
arar köldu, dimmu jarðar, afklæddist dýrð himnanna til
þess að íklæðast þeirri fátækt, sem fáir af oss myndu vilja
bera fyrir hann. En sú auðlegð, sem hann, öreiginn, gaf
þessari jörð, hefir líklega fundið miklu fegurri tjáning í
Hstum mannanna en í dagfari þeirra og líferni. Svo hefir
áreiðanlega orðið með þjóð vorri. Allt frá því er Gamli
kanúki í Þykkvabæjarklaustri kvað Harmsól, í gegn um
Líknarþraut, Lilju Eysteins, Ljómur Jóns Arasonar, sálma
Hallgríms og Matthíasar, rennur straumur þeirrar lotn-
íngar fyrir Kristi, sem persóna hans hefir vakið fjölmörgum
mönnum á Vesturlöndum. Og þó er það„heimsins þrautar-
mein, að þekkja hann ei sem bæri“, eins og séra Einar í
Eydölum kvað.
Ég valdi að texta orð guðspjallsins um stjörnuna og
vitringana. Helgisögn, eða veruleiki? — menn deila um það
og vita þó ekki, hvenær helgisögnin er í innsta grunni meiri
veruleiki en það, sem vér köllum veruleika. Mynd þessarar
dásamlegu sögu vekur oss aðra mynd, sem oss er nauðsyn
að skoða: Eins og vitringarnir, hefir mannkynið farið langa
ieið. Enn fara þúsund stjörnur fyrir vegferð þess og þær
lofa allar miklu. En hver einstök þeirra stjarna verður
villuljós, ef hún fær ekki ljóma sinn frá stjörnunni, sem
leiðir oss til jötunnar og barnsins, sem hvílir þar. En hvað
blasir oss þar við sjónum?
í barninu sjáum vér svo mikið af Guði, sem dauðleg
sjón þolir að líta. Enginn svo fagur draumur hefir fæðzt
á jörðu um Guð eða mann, að hann rætist ekki hér. Engin
von svo heilög, engin hugsun svo háleit, að hún finni ekki
íullkomnun sína hér, þar sem barnið liggur, er birtir oss
Guð á jörð.
Yfir vegferð vorri blika þúsund stjörnur. En greinum
vér í þeim sindrandi sveimi stjörnuna, sem fór fyrir vitr-