Sameiningin - 01.12.1959, Blaðsíða 25
Sameiningin
23
anna tveggja, sem gerir oss unnt að þekkjast, og íklædd
þessum dýrðlega líkama verðum vér til þess hæf að standa
frammi fyrir augliti Guðs.
Oss kann að þykja það miður, að lífinu fyrir handan
gröf og dauða skuli ekki vera lýst með meiri nákvæmni;
oss er aðeins leyft að sjá fyrstu geisla upprennandi sólar;
vér sjáum hylla undir land lífsins, en sjáum eigi liti þess
né línur. En vér vitum þó nóg til að vér getum verið öryggir
í lífi og dauða, því að
Hvað er hel?
Öllum líkn sem lifa vel,
engill sem til lífsins leiðir,
ljósmóðir sem hvílu breiðir,
sólarbros er birta él —
heitir hel.
Áramóiahugsanir
Framh. frá bls. 10.
inn var undir stjórn forsöngvarans, var margt fólk honum
til aðstoðar, og fór söngurinn vel úr hendi. Kennararnir
fluttu báðir erindi. Annar um „Að f ylgja Betlehems-
stjörnunni á vegleysum lífsins". En hinn flutti erindi um
„Steinöldina og áhrif hennar“, og færði öllum viðstöddum
nýstárlegan fróðleik.
Mér er þetta kvöld ógleymanlegt, vegna helgi árstíðar-
innar, sem hafði snortið mig; og ég vissi, að þessi eyktamót
tímans voru nokkurns konar dómsdagur yfir hverjum
manni, sem gerði sér einhverja grein á afstöðu sinni fyrir
Guði og reikningsskil þau, er hann átti honum af hendi að
ynna. Ég held að ég hefi verið mér að einhverju leyti með-
vitandi um þá ábyrgð, sem fylgdi því að lifa.
Mér virtist eins og vor andlega móðir, kirkjan, væri
að kunngjöra börnum sínum þá ábyrgð, sem árunum eru
fylgjandi og þeim samtengd, og fer vaxandi. — Og þar
sem ég sat úti á kirkjuloftinu, þetta gamlárskvöld, var ég
mér þess meðvitandi, ef til vill í fyrsta sinni, að Guð væri
að kalla mig hliðstæðis við og meðvitundar um vilja sinn.