Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1959, Blaðsíða 26

Sameiningin - 01.12.1959, Blaðsíða 26
24 Sameiningin Mér virtist eins og allt, sem ég sá og heyrði það kvöld, tala máli hans og benti mér á nálægð hans og náð. Það var á síðasta kvöldi ársins 1903. Nú hafði ég yfir- gefið ættland mitt, ættingja og vini. Ég var einn míns liðs, því þetta var fyrsta jólahátíðin mín í Seattle-borg. Breyti- leg og margþætt var sú fegurð, sem þar blasti við augum, og náttúran skeytti sig með, ólíkt því sem ísland hafði að bjóða. Ég gekk eins míns liðs um stræti borgarinnar; dáðist að ljósadýrðinni, sem hvarvetna blasti við augum og laðaði mig með seiðmagni sínu. — Ekki langt í burtu heyrði ég gleðskap og glaum, þar sem fólk hafði safnazt saman til að fagna nýja árinu. Hálf óafvitandi fylgdist ég með mann- fjöldanum að dyrum hússins, sem ég sá að var danssalur. Þó að allt væri þar með siðferðisblæ, virtist mér sem glað- værðin væri hávær og innantóm. Hvergi finnur maður sig jafn einmana og í margmenni, sem maður á fátt sameigin- legt með. Nokkrir gáfu sig á tal við mig á vinsamlegan hátt, eins cg jafnan er siður Ameríkubúa, en einhver tómlegleiki og andúð gegn þeirri gleði, sem hér stóð til boða, náði tökum á huga mínum, án þess að nokkur sérstök ástæða, sem gildandi mátti telja, væri því valdandi, að eftir stuttrar stundar dvöl fór ég út þaðan og hélt til herbergis míns, sem ekki var fjarri þaðan. Þar í kyrrð kvöldsins og ró svifu mér fyrir sjónir ýmis gamlárskvöld hjáliðinna ungþroskaára minna. Sem í leiftur- sýn væri sá ég í endurminningunni aftansönginn í Siglu- víkurkirkju forðum, þegar ég var drengur fyrir alllöngu síðan. Ég skildi það betur nú en áður fyrr, að árin eru aðeins „hlekkur í festi tímans“. Hvert um sig og hvert þeirra út af fyrir sig sækja þau yfirskrift sína í sjóð tímans, sem er eilífur í eðli sínu, en fær þar gildi sitt sem hinn sérstaki hluti mannlegrar ævi. Enn eru áramót fyrir dyrum vorum. Enn þá einu sinni talar árstíðin til vor allra, yngri sem eldri, og minnir okkur á ábyrgðina, sem fylgir því að lifa. Enn sem fyrr talar allt máli hins eilífa kærleika, af gnægð fullkomnunar og eilífrar náðar. Guð gefi oss öllum gleðilegt ár! Sigurður Ólafsson

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.