Sameiningin - 01.12.1959, Blaðsíða 20
18
Sameiningin
kvæmt þeirri skoðun. En þessi bók er aðeins varða, sem
stendur meðfram andlegri þroskabraut mannkynsins, og
hún hefir gildi fyrir nútímann sem vitnisburður um víl
og vonleysi, sem mótmæli og aðvörun gegn bölsýni á öllum
tímum. En hún ber líka vott um nýja dagrenning. Ljós
guðlegrar opinberunar var að hækka á lofti.
Jobsbók fjallar einnig um sama efni: réttlæti Guðs og
þjáningar mannanna, en þar er lausnin fundin. Hér er frá-
saga um baráttuna á milli trúar og reynslu. Job er rétt-
látur maður, sem varð fyrir heilsuleysi og sárum raunum,
að því er séð varð, að ástæðulausu. Hann kemst að þeirri
niðurstöðu, að þessi heimur sé siðferðilega gjaldþrota. Hann
finnur enga huggun í guðshugmynd samtíðarinnar, og snýr
sér því frá örlagatrú samferðamanna sinna og allri tæki-
færishyggju, í faðm trúarinnar á Guð kærleikans og rétt-
lætisins. Hann vonast eftir lausn vandamála sinna, ekki
svo mjög í þessum heimi sem hinum tilkomanda. Loks
hrópar hann með innsýn hins trúaða: „Ég veit, að lausnari
minn lifir, og hann mun síðastur fram ganga á foldu. Og
eftir að þessi húð mín er sundurtætt, og allt hold er af mér,
mun ég líta Guð.“ (Jobsbók 19:25-26). f þessum orðum er
talið, að fyrst komi fram í ritum Gamla testamentisins
ákveðin skoðun um farsæla framtíð fyrir handan gröf og
dauða.
Hér má því segja að séu kapítulaskipti í opinberunar-
bók Drottins. Kenningin um að látnir lifi var nú staðfest
orðin í hugum manna, og sneru höfundar Gamla testa-
mentisritanna sér þá að hugmyndinni um upprisuna. í fyrstu
virðist upprisukenningin hafa verið túlkuð með mjög al-
mennu orðalagi, sem beindist einkum að endurreisn ísraels
sem þjóðar. Ummælin eru þannig táknræn, eins og þegar
menn tala t. d. um endurreisn Þýzkalands eftir stríðið. En
smám saman skýrist hugmyndin, verður ákveðnari og per-
sónulegri. Þannig lætur t. d. Hósea í ljós skoðun sína um
þetta efni: (13:14) „Ætti ég að frelsa þá frá Heljar valdi,
leysa þá frá dauða? Hvar eru drepsóttir þínar, dauði? hvar
er sýki þín Hel?“ En langmerkastur upprisukaflinn er í
Gamla testamentinu er þó Jesajas 24-27. Þessi kafli stendur
í raun og veru út af fyrir sig, og telja fræðimenn, að hér sé
að finna fyrsta spádóminn í Gamla testamentinu um upp-
risu dauðra.