Sameiningin - 01.12.1959, Blaðsíða 9
Sameiningin
7
starf snerti, en hann hefði hafnað þeim vegna tryggðar
við sinn eigin söfnuð. Kvaðst séra Eric fagna því, að söfn-
uðurinn hefði ákveðið að veita honum aðstoð við starfið —
(systir Laufey Olson hefir verið ráðin til að aðstoða á ýmsan
hátt við sunnudagaskóla, vitjanir til sjúklinga o. fl.). í sam-
bandi við ritstörf Dr. Eylands skýrði séra Eric frá því, að
nýkominn væri út bæklingur eftir hann, The Hereafíer —
3n Jewish and Christian Thought, væri það fyrirlestur, sem
Dr. Valdimar hefði flutt á kirkjuþinginu í sumar, er hefði
vakið þá hrifningu, að samþykkt hefði verið að félagið gæfi
iiann út.
Mr. S. O Bjerring ávarpaði heiðursgestina fyrir hönd
safnaðarins, bæði á ensku og íslenzku; Mrs. O. Stephensen
mælti af hálfu kvenfélaga safnaðrains. Hon. Duff Roblin,
forsætisráðherra Manitobafylkis, flutti kveðju frá stjórn
sinni og fylkinu í heild; sagði hann að kristileg og menn-
ingarleg áhrif frá starfi kirkjunnar næðu til mannfélagsins
í heild; minntist hann á, að Hon. George Hutton, sem kom
með honum, hefði verið í skátafélagi Fyrstu lútersku kirkju
fyrir 27 árum. Grettir L. Johannson konsúll flutti kveðju
frá forseta og ríkisstjórn íslands; minntist hann á, að ísland
hefði sýnt Dr. Valdimar maklega viðurkenningu með heim-
boðum til ísiands og heiðursmerkjum; Dr. Richard Beck,
íorseti Þjóðræknisfélagsins, flutti kveðju frá félaginu, en
Dr. Eylands hefir starfað mikið í því og var forseti þess í
mörg ár og nú heiðursfélagi.
Á milli þess að ræður voru fluttar var sungið. Báðir
söngflokkar kirkjunnar sameinuðust og höfðu sérstaklega
æft sig fyrir þetta tækifæri, og var yndi að hlusta á þá und.ir
stjórn Mrs. B. V. ísfeld. Miss Sigrid Bardal annaðist undir-
spil á píanóið. Mrs. Lincoln Johnson söng einsöng.
Samkomustjóri afhenti Dr. Eylands skrautritað ávarp
og peningagjöf frá söfnuðinum og öðrum vinum og Mr.
Oscar Bjorklund las ávarpið. Strax í byrjun samsætisins
afhenti lítil stúlka, Aldís Thorsteinson, Mrs. Eylands undur-
fagran blómvönd; í öllum ræðunum, sem fluttar voru, kom
greinilega fram, hve mikils álits og hve mikillar virðingar
hún nýtur í hvívetna. Og í fyrstu orðunum, sem Dr. Eylands
mælti, þegar hann stóð upp til að þakka fyrir þetta vinahóf,
minntist hann þess styrks og þeirrar uppörvunar, sem hann
hefði jafnan notið frá konunni sinni í öllu sínu starfi, í blíðu