Sameiningin - 01.12.1959, Blaðsíða 7
Sameiningin
5
ingunum forðum? Jólastjörnur í hreysi og höll, á jóla-
trjánum, við barnanna borð, í bústöðum aldinna sem ungra.
í dag, viljum vér fylgja henni, þangað, sem barnið liggur.
1 dag, — en erum vér reiðubúin þess á morgun að ganga
veginn frá jötunni, veginn, sem lausnarinn sjálfur lagði og
gekk? Eigum vér ekki að spyrja sjálfa oss þeirrar spurn-
ingar einu sinni enn á fæðingarhátíðinni hans?
Kirkjan og skýjakljúfurinn
Ingibjörg Jónsson:
Dr. Valdimar J. Eylands
og frú Lilja heiðruð
Á fimmtudagskvöldið 1. október safnaðist mikill mann-
fjöldi saman í Fyrstu lútersku kirkjunni í Winnipeg í til-
eíni þess, að prestur safnaðarins, Dr. Valdimar J. Eylands,
hefir þjónað söfnuðinum í tuttugu og eitt ár samfleytt við
mikinn orðstír og miklar vinsældir. Forseti safnaðarins, Mr.
K. W. Johannson, stjórnaði samsætinu og fórst það ágæt-
lega; vék hann að því meðal annars, að það hefði verið
söfnuðinum mikil blessun að mega njóta lengi og vel presta
sinna, að síðan söfnuðurinn var stofnaður fyrir 81 ári hefðu
brír mikilhæfir forustumenn þjónað honum, þeir Dr. Jón
Bjarnason, Dr. Björn B. Jónsson og Dr. Valdimar J. Eylands,
allir mikilsvirtir hæfileikamenn. Tóku fleiri ræðumenn í
sama streng.
Séra Eric H. Sigmar, forseti íslenzka kirkjufélagsins,
benti á, að fæstir gerðu sér grein fyrir, hve miklum vanda
það væri bundið að prédika fyrir sama söfnuðinn í tvo tugi
ára án þess að þreyta hlustendur með endurtekningum; væri
bað fullkomin sönnun um hina miklu hæfileika séra Valdi-
mars, að orðstír hans sem kennimanns færi vaxandi með
ari hverju; undir forustu hans hefði söfnuðinum fjölgað og
Fyrsta lúterska kirkja væri eiginlega miðstöð kirkjufélags-
ins og dómkirkja þess. Séra Eric lét þess getið, að Dr.
Eylands hefði fengið þrjú tilboð frá öðrum söfnuðum á
þessu ári, er hefðu verið girnileg hvað tekjur og léttara