Sameiningin - 01.12.1959, Blaðsíða 23
Sameiningin
21
vegar er það ljóst, að þrátt fyrir dauðann, varðveitir mað-
urinn persónleika sinn, hæfileika og einkenni, og að hann
tekur með sér harma sína og gleði. Eftir dauðann er mönn-
um enn annt um ástvini sína og fjölskyldubönd. Þessi frá-
saga hefir oft verið misskilin, og það talið svo, að ríki maður-
inn hafi verið dæmdur hart vegna þess, að hann var ríkur,
og að fátæki maðurinn hafi hlotið laun vegna þess, að hann
var beiningamaður, og mætti skilja það á þá leið, að Guð
almáttugur verðlaunaði ábyrgðarleysi og vesældóm. Ríki
maðurinn var heldur ekki dæmdur vegna þess, að hann væri
neitt sérlega slæmur maður, þjófur, hórkarl eða lygari. Þvert
á móti, hann virðist hafa verið mesti sómamaður, fyrir-
myndarborgari. Höfuðgallinn í fari hans virðist hafa verið
sá sami sem enn þann dag í dag er ábærilegur í hegðun
margra „góðra“ manna: Hann lét og lifði eins og enginn
Guð væri til, og lét sér aldrei til hugar koma, að til væri
önnur verðmæti en fasteignir, gull og silfur. Hin sagan,
sem sýnir mjög ljóslega kenning Nýja testamentisins um
framhaldslífið, og varðveizlu persónuleikans fyrir handan
gröf og dauða, er ummyndunarsagan í Matteusarguð-
spjalli (17). Þar er tjaldinu, sem skilur heimana tvo, lyft
frá og þeim Pétri, Jakob og Jóhannesi leyft að sjá og heyra
samræður löngu liðinna manna við Krist. Margar aldir voru
líðnar frá því að Móses og Elías höfðu safnast til feðra
sinna, er þessi saga gerðist, en samt höfðu þeir ekki breytzt
í útliti né áhugi þeirra dofnað fyrir þeim málum, sem þeim
höfðu verið hugleikin hér á jörð. Dauðinn hafði engu breytt,
tímans tönn hafði ekki unnið þeim mein; upprisan hafði ekki
komið til greina, en samt lifðu þessir menn fullu vitundar-
lífi handan við hulu tímans.
Dante túlkar þetta atriði í kenning Nýja testamentisins
í hinu mikla kvæði „Leikur Guðanna11, þar sem hann dregur
mynd af þeim, sem hljóta sinn dóm strax í dauðanum.
Hvað þá snertir hafa þeir einskis frekar að vænta í hinum
hinzta dómi, og þeim stendur nokkurn veginn á sama um
upprisuna á efsta degi, — þeir hafa þá þegar fundið örlög
sín og ákvörðunarstað.
III.
Svo sem kunnugt er, var upprisa Krisís kjarninn og
krafturinn í prédikun frumkristninnar. Upprisuundrið mikla