Sameiningin - 01.12.1959, Blaðsíða 2
Jólaljóð 1959
Jólakertið kærleikans
krafturinn sem aldrei eyðist
það er ljósið Lausnarans.
Ljóminn yfir heiminn breiðist.
Englar birta boðskapinn:
„barn er fætt“ guðs-sonurinn.
Jólagjöfin Guði frá
gleði sem á engan endir.
Dimman hverfur. dýrðin há.
Dularmáttur friðinn sendir,
þegar heilög hátíðin
hringir jólaboðskapinn.
Albjört varð sú eina nótt,
er í heiminn Jesús fæddist.
Vitringarnir fundu fljótt.
Fagra leiðarstjarnan glæddist.
Bjart varð þá og gatan greið,
gott á sá, er kemst þá leið.
Leitið, finnið, fjárhúsið,
fórnin vor sé gleðitárin.
Elskan reisti altarið,
Andi Guðs sem læknar sárin.
Látum kærleik lausnarans,
leiða oss að jötu hans.
Ingibjörg Guðmundsson
8123 Foothill Blvd.,
Sunland, Cal., U.S.A.