Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.12.1959, Page 2

Sameiningin - 01.12.1959, Page 2
Jólaljóð 1959 Jólakertið kærleikans krafturinn sem aldrei eyðist það er ljósið Lausnarans. Ljóminn yfir heiminn breiðist. Englar birta boðskapinn: „barn er fætt“ guðs-sonurinn. Jólagjöfin Guði frá gleði sem á engan endir. Dimman hverfur. dýrðin há. Dularmáttur friðinn sendir, þegar heilög hátíðin hringir jólaboðskapinn. Albjört varð sú eina nótt, er í heiminn Jesús fæddist. Vitringarnir fundu fljótt. Fagra leiðarstjarnan glæddist. Bjart varð þá og gatan greið, gott á sá, er kemst þá leið. Leitið, finnið, fjárhúsið, fórnin vor sé gleðitárin. Elskan reisti altarið, Andi Guðs sem læknar sárin. Látum kærleik lausnarans, leiða oss að jötu hans. Ingibjörg Guðmundsson 8123 Foothill Blvd., Sunland, Cal., U.S.A.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.