Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1945, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.11.1945, Blaðsíða 6
182 í'kirkjufeðrafræði, 13. jan. 1894, með 1. einkunn, og embættis- próf í guðfræði 12. júní 1897 með 2. einkunn, var skipaður prestur við iholdsveikraspítalann í Laugarnesi, 8. okt., 1898 og prestvígðiur 12. s. m., þjónaði þar þann vetur, en var settur prestur að Útskálum 24. júní 1899 og fékk veitingu fyrir því prestakalli, 8. júní 1900, lausn frá því embætti fékk hann í fardögum 1903, sigldi þá um vorið til Canada og gerðist prestur í Argyle-prestakalli. Því prestakalli þjón- aði hann stöðugt til ársins 1925, að hann gerðist annar prestur við Reykjavíkur dómkirkju, að undangengri köllun til þess embættis. Síðan hefir hann stöðugt þjónað þar, sam- hliða dr. Bjarna Jónssyni vígslubiskupi. Um nokkur síðari ár hefir hann verið dómprófastur í Reykjavík. Hartnær 45 ár hefir hann þjónað í prestsstöðu: 24 ár í þjóðkirkju ís- lands, og 21 ár meðal vor hér vestan hafs. Okkur fornu samverkamönnum hans, hér vestra, hitnar um hjartarætur er við minnumst séra Friðriks og sam- starfsins við hann. Minningin um hann er tengd við sumar og sól — birtu og gleði. — Séra Friðrik var einn af glæsilegustu leiðtogum félags vors, lengst af skrifari þess, innti hann skrifarastörfin jafnan af hendi með þeirri markvissu snilld sem honum er lagin. Prúðmennska hans í allri framkomu, glögg- ur skilningur allra mála, virkur bróðurhugur er firra vildi vandræðum gerði hann einn okkar þarfasta og bezta mann — þótt stundum hlyti hann fyrir þá afstöðu sína misskilning og vanþökk að launum. Djúptæk urðu áhrif hans á hina ungu, en með æskunni átti hann jafnan samúð og samfylgd. Ber eg í þakklátu minni hjálp og bendingar er hann veitti mér, á fyrstu prests- skapar árum mínum, er eg starfaði fjærri meginstörfum félags vors á Kyrrahafsströnd—oft undir erfiðum kringum- stæðum. Hin eðlilega lífsgleði séra Friðriks, sem mótaði svo mjög starf og framkomu hans átti töframátt í sér fólginn, er mér, og svo mörgum — einkum þó safnaðarfólki hans er með öllu ógleymanleg og lifir í þakklátu minni til daganna enda. Kirkjufélag vort misti mikils í, við burtför hans. Fáir voru ötulli en hann að hlynna að vorum ýmsu velferðar málum — einkum þó þeim málum, sem snertu hina ungu, fáu-m gefið sem honum að hlæja að erfiðleikunum sem við

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.