Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1945, Síða 7

Sameiningin - 01.11.1945, Síða 7
183 var að stríða, fáir voru skygnari en hann á það góða í sálum manna — og treystu því. Það var eins og störfin — í eðli s'ínu erfið •— yrðu að leik, þar sem séra Friðrik var að verki. — Heima á íslandi varð starf hans margþætt og umfangs- mikið. Hann varð þjóðkunnur maður fyrir barnaguðsþjón- ustur sínar í útvarpið og innti þar af hendi blessunarríkt starf. Ef mig rétt til minnir, munu þær orðnar tíu talsins bækurnar, sem hann hefir skrifað fyrir æskulýðinn, auk einkar aðgengilegrar bókar til fermingarundirbúnings. Þess utan hefir hann átt sæti í mörgum nefndum er hafa með höndum kirkjuleg og þjóðleg velferðarmál, m. a. í útvarps- og kirkjuráði, stjórn Prestafélags íslands mfl. — Séra Friðrik er indæll heimilisfaðir og gott jafnan að koma á heimili þeirra hjónanna. Á langri samleið hefir frú Hallgrímsson verið manni sínum hagkvæm stoð og hjálp, og samfylgdin ánægjuleg og affarasæl. Sameiningin óskar sínum góða vini og samverkamanni góðrar heilsu og fagurs æfiaftans — eftir stórt og vel unnið dagsverk. Mætti lífsgleði og starfsþrek endast honum að hinzta æfidegi fram! Um hann má með öllum sanni heimfæra orðin fögru: “Fögur sál er ávalt ung, undir silfurhærum.” S. Ólafsson. Innsetning í Vancouver Vestur á Kyrrahafsströnd! Á hinum síðustu árum hefir allmargt af íslenzku fólki frá Norður Dakota í Bandaríkj- unum og frá sléttufylkjunum í Canada leitað þangað og sezt þar að, og ef það fólk hefir ílenzt þar um 2 eða 3 ár, hefir það yfir höfuð ekki leitað austur aftur. Hvað veldur þessum flutningi vestur? Mildara loftslag á þar mikinn hlut að máli. Má vera, að einhverjir straumar í íslenzku eðlisfari komi þar einnig til greina. Að vísu má búast við, að búfesta á sléttunum um miðbik Vesturheims, óraleiðir frá sjó, sé

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.