Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.11.1945, Page 9

Sameiningin - 01.11.1945, Page 9
185 áfram 4 vetur og verður sú saga ekki hér sögð nema aðeins einn liður hennar. Eg tók þá stefnu að kynnast fólkinu sem mest og bezt, gjöra mitt ítrasta til að fá það til að koma saman, síðar að kenna því að starfa að kristindómsmálum og vaxa eðlilega og þvingunarlaust inn í það að verða söfnuður. Þegar að því kom að stofna söfnuð vildi fólkið það sjálft. Hann var stofnaður með 120 fullorðnum meðlimum 8. dag marz-mánaðar, árið 1944. Rétt um það leyti kom hr. Sigur- geir Sigurðsson, biskup íslands til Vancouver, og var hann gjörður fyrsti heiðursmeðlimur safnaðarins. Sumarið 1944 var séra Haraldur Sigmar, D.D., að Moun- tain í Norður Dakota, kallaður til þess að vera fastaprestur safnaðarnis. Eftir nokkurn umhugsunartíma tók hann kölluninni, og á eðlilegum tíma flutti hann vestur, reiðu- búinn að taka við sínu embætti. Óefað er hann kunnur öllum lesendum “Sameiningar- innar.” Þó eg minnist á örfá atriði í sambandi við hann, er það ekkert annað en það sem alt kirkjufélagið veit. Hann er vel gefinn og vel mentaður maður, með sterka einlægni, djúpa auðmýkt, og hreina lotningu fyrir því, sem er fagurt og guðdómiegt. Hann var prestur allmörg ár í Vatnabygðum í Saskatchewan, vann þar afar erfitt verk og ávann sér fylgi og hylli einlægra, góðra manna. Ein 19 ár var hann prestur í Norður Dakota. Það svæði var áður tvö prestaköll, víðlent og mannmargt, sem útheimti mikil ferðalög — erfitt starf. Hann er því maður með mikla reynslu í prestlegu starfi og margþættan þroska. Hann hefir verið heiðraður með doktors nafnbót í guðfræði og hann er forseti kirkjufélags vors. Ennfremur var hann af stjórn íslands, á síðasta kirkjuþingi, sæmdur riddarastigi Fálkaorðunnar. Mest er samt um það vert, að hann er sannur lærisveinn Jesú Krists. Um manninn, sem kom til að setja hann í embættið er ekki nema tvent að segja: eg gjörði það eftir beiðni frá séra Haraldi sjálfum, og eg ferðaðist yfir 1500 mílur til að fram- kvæma verkið, alla leið frá Winnipeg til Vancouver. í sögu kirkjufélags vors hefir aldrei áður verið ferðast eins langt til að setja mann í embætti. Ef til vill sýnist sumum, að þetta hafi verið óþarfa eyðsla, og eg vil ekki neita því að við fyrstu athugun lítur svo út; en það eru mörg, mörg ár síðan nokkur söfnuður hefir verið stofnaður í kirkjufélagi voru. Þessvegna mætti búast við almennum fögnuði meðal vor. Framkvæmdarnefnd kirkju-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.