Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.11.1945, Qupperneq 16

Sameiningin - 01.11.1945, Qupperneq 16
192 á þessu söguríka 60 ára afmælisþingi kirkjufélagsins. Jafn- fra-mt vil eg nota þetta tækifæri til þess að þakka kirkju- félaginu hjartanlega fyrir hinar hlýju kveðjur, sem það sendi félagi voru á 25 ára afmæli þess í fyrra vetur. Slíkar 'kveðjusendingar eru miklu meira virði en marg- an grunar. Þær eru gagnskifti góðviljans, en einskis er oss fremur þörf í félagslegu starfi á hvaða sviði sem er. Mér er það því sérstaklega ljúft hlutverk að hafa verið falið að flytja kirkjufélaginu kveðjur og velfarnaðaróskir Þjóðræknisfélagsins á þessum merku tímamótum í sögu kirkjufélagsins. Kirkjan 'íslenzka vestan hafs hefir verið meginstoð í þjóðræknisbarátt-u vorri á liðinni tíð. Trúrækni og þjóðrækni hafa mjög fallið í sama farveg, verið vígðir og fastknýttir þættir í sögu Islendinga í landi hér. Og enn eru þeir áreiðanlega margir í vorum hópi, sem heilhuga taka undir með skáldinu: “Og allir þeir, sem guði sínum gleyma, þeir glata fyrstir sinni þjóð.” Ekki er það heldur orðinn neinn smáræðisskerfur, sem þetta kirkjufélag hefir, beint og óbeint, lagt til þjóðræknis- legrar viðleitni vorrar, til varðveizlu máls vors, hugsjóna- arfs og annara menningar-verðmæta vorra, með víðtæku og margþættu starfi sínu á liðnum 60 árum. Fyrir þá mikil- vægu starfsemi í þágu þjóðræknismála vorra vil eg, í nafni Þjóðræknisfélagsins, þakka kirkjufélaginu af heilum huga, jafnframt því, sem eg flyt þér, herra forseti, prestum kirkjufélagsins og safnaðarfólki þess í heild sinni kærar kveðjur félags vors og blessunaróskir ykkur öllum til handa. Hér er vitanlega hvorki staður né stund til þess að rekja nánar fjölþætta hlutdeild kirkjufélagsins í þjóðræknis- málum vorum, þó fróðlegt hefði verið, né heldur hægt að geta allra hinna mörgu í hópi félagsmanna þess, karla og kvenna, sem verið hafa einlægir unnendur þeirra mála og lagt þeim lið víðsvegar um byggðir vorar. Eg verð að láta mér nægja að nefna þá eina úr þeirra flokki, sem mest hafa komið við sögu Þjóðræknisfélagsins, skipað þar lengst em- bætti eða eiga nú sæti í stjórnarnefnd þess, jafnhliða því, sem þeir -hafa gengt öðrum nefndarstörfum í þágu þess. Úr hópi prestanna eru það séra Jónas A. Sigurðsson, árum saman forseti Þjóðræknisfélagsins; séra Rúnólfur

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.