Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.11.1945, Page 17

Sameiningin - 01.11.1945, Page 17
193 Marteinsson, fyrrum vara-forseti þess og um mörg ár skóla- stjóri laugardagsskóla þess; séra Valdimar J. Eylands, vara- forseti félagsins um allmörg undanfarin ár og áður ritari þess og vara-ritari; séra Sigurður Ólafsson, fyrrv. ritari þess; séra Egiil H. Páfnis, núverandi vara-féhirðir og fyrr- verandi vara-fjármálaritari, og séra B. Theodore Sigurd- >on, fyrrverandi vara-ritari. Úr flokki leikmanna skulu þessir sérstaklega nefndir: Tón J. Bíldfell, forseti Þjóðræknisfélagsins um margra'ára skeið, auk þess, sem hann hefir skipað sess vara-forseta og ritara; Ásmundur P. Jóhannsson, féhirðir og vara-féhirðir árum saman, umsjónarmaður laugardagsskóla félagsins í meir en ártug, er átt hefir -kringum 20 ár sæti í stjórnar- nefnd þess; Árni Eggertson, féhirðir félagsins í hálfan annan áratug, er einnig gegndi embætti vara-forseta; Guðmann Levy, fjármálaritari í meir en 10 undanfarin ár; Sigurbjörn Sigurjónsson, skjalavörður félagsins fyrstu tvö árin; Sig- urður W. Melsted, skjalavörður árum saman; Finnur John- son, er gegndi því embætti um fjögra ára skeið; Klemens Jónasson, fjármála- og vara-fjármálaritari um nokkur ár; Mrs. Ingibjörg Jónsson, vara-ritari um allmörg ár og skóla- stjóri laugardagsskólans um langt skeið, eina konan, sem átt hefir sæti í stjórnarnefndinni; Grettir L. Jóhannsson ræðismaður, núverandi féhirðir og Árni G. Eggertson, K.C.. núverandi vara-fjármálaritari. Enn aðra mætti nefna úr leikmannahópi félagsins, þó eigi verði lengra út í þær sakir farið. En þeim öllum, sem þar eiga hlut að máli, bera sér- stakar þakkir fyrir áhuga sinn og menningarlega starfsemi í þá átt. Minnugur er eg þess einnig, að jafnframt því, sem haldið er á þessu þingi 60 ára starfsafmæli kirkjufélagsins, er að verðugu minnst 100 ára afmælis hins mikilhæfa og ástsæla leiðtoga þess, dr. Jóns Bjarnasonar. Hann var ís- lendingur og þjóðræknismaður í orðsins fegurstu og sönn- ustu merkingu; vildi bæði varðveita og ávaxta hinn íslenzka menningararf sinn og að vegur hinnar íslenzku þjóðar yrði sem mestur. Hann getur verið oss til fyrirmyndar um heil- huga og heilbrigða rækt við ættar- og menningarerfðir vorar, og enn er snilldarræðan, sem hann flutti á fyrstu þjóðhátíðinni íslenzku vestan hafs, í Milwaukee, 2. ágúst 1874, hin tímabærasta þjóðræknishvöt.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.