Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.11.1945, Side 28

Sameiningin - 01.11.1945, Side 28
204 góðan vitnisburð safnaðarfólks okkar þar. Síðan gjörðist Rev. Neff herprestur, og hefir því orðið að hverfa frá starf- inu í Point Roberts. Nokkra þjónustu hefir þó annar her- prestur í grendinni veitt Þrenningarsöfnuði við tækifæri. Einnig hefir séra Rúnólfur Marteinsson tekið sér ferðir þangað, flutt þar tvær messugjörðir og verið kallaður fyrir jarðarfarir. Sennilega mun eftirmaður hans í prestsstöðu Vancouver safnaðar, Dr. Haraldur Sigmar, heimsækja Point Roberts við og við í framtíðinni. Vancouver, British Columbia. Frá því að Vancouver söfnuður var myndaður, og gekk inn í Kirkjufélagið á síðasta kirkjuþingi, hafa mörg fram- faraspor verið stigin sem gefa bjartar framtíðarvonir um safnaðarlífið þar vestra. Laust eftir kirkjuþing í fyrra, barst Dr. Haraldi Sigmar, forseta Kirkjufélagsins köllunarbréf frá Vancouver söfnuði. Eftir nákvæma íhugun tók hann þeirri köllun, og mun flytja þangað alfarinn frá prestakallinu stóra og myndarlega í Norður Dakota, sem hann hefir bæði lengi og vel þjónað. Mun séra Haraldur hefja starf í Vancouver snemrna á kom- andi hausti. Hyggjum vér að Vancouver söfnuði verði vel borgið í hans höndum og undir hans leiðsögn. Séra Rúnólfur Marteinsson hefir nú lokið starfi sínu í Vancouver með heiðri og sóma. Fyrir hans frábæra áhuga og blessunarríka starf fáum vér honum aldrei fullþakkað. Árangurinn er hinn glæsilegasti, eins og skýrslur safnaðar- ins og ummæli embættismanna þar bera vott um. Embættis- menn safnaðarins eru margir vel þektir frá fyrri árum hér um slóðir. Forsetinn er Hálfdán, sonur séra Steingríms sál. og frú Eriku Thorlakson; hefir hann reynst starfinu framúrskarandi vel vaxinn. Skrifari safnaðarins var Mrs. P. B. Guttormsson læknisfrú, áður búsett í Manitoba. Guð- mundur F. Gíslason (fyrrum í Winnipeg), Mrs. J. Sigurðson, B. E. Kolbeins og H. Sumarliðason (fyrrum í Saskatchewan) mynda, ásamt ofangreindum embættismönnum og B. Thor- lacius gjaldkera fulltrúaráð safnaðarins. Djáknar eru Stefán Sölvason (formaður), Margrét Bardal (skrifari og gjald- keri), H. Jónsson, Mrs. W. Mooney og Miss R. Thorne. Heiðursmeðlimur safnaðarins er biskup Sigurgeir Sigurðsson. Kvenfélag var myndað á síðastliðinu ári, of forseti kos- inn Mrs. I. C. Hambly, sem var á kirkjuþinginu í fyrra, sem

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.